Sport

15 ára sló Venus út í Frakklandi

Tenniskona Venus Williams féll úr keppni á á opna franska Tennismótinu í dag á einstaklega niðurlægjandi hátt fyrir 15 ára tennisstúlku í 3. umferð mótsins. Búlgarska ungslingsstúlkan Sesil Karatantcheva sem er í 98. sæti á heimslistanum gerði sér lítið fyrir og vann Venus sem er í 13. sæti listans, 6-3, 1-6 og 6-1. Venus sem lék til úrslita á opna franska 2002 sagði að hún hefði gert allt of mikið af mistökum og viðurkenndi að hafa aldrei svo mikið sem vitað að sú búlgarska væri til. "Ég hafði aldrei heyrt af þessari stúlku né séð hana áður." sagði hin undrandi Venus. Karatantcheva mætir annað hvort Emilie Loit frá Frakklandi eða Emmanuelle Gagliardi frá Sviss í fjórðu umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×