Sport

Maradona orðinn Poolari

Argentínska knattspyrnugoðið, Diego Armando Maradona, átti ekki til orð yfir stuðningsmönnum Liverpool sem staddir voru í Istanbul og varð algjörlega heillaður af stuðningi þeirra við liðið. Maradona, sem er einn af albestu knattspyrnumönnum sem heimurinn hefur af sér alið, segir að Liverpool hafi sýnt heimiinum um hvað fótbolti snýst. Maradona, sem var í Istanbul fyrir argentínska sjónvarpsstöð, sagði: ,,Enska liðið sannaði að kraftaverkin gerast. Eftir þetta er Liverpool orðið að mínu liði á Englandi. Þeir sýndu að knattspyrna er fallegasta íþrótt sem til er.",,Þeir vissu fyrir að þeir gætu varist en liðið sýndi að þeir geta líka sótt og skrifuðu margar blaðsíður í sögubókina. Þessi leikur mun verða í manna minnum að eilífu." ...og Maradona hélt áfram: ,,Ég gat ekki sofið nóttina fyrir leik útaf stuðningsmönnum Liverpool. Það voru allavega 10 af þeim á móti hverjum þremur stuðningsmönnum AC Milan. Þeir sýndu skilyrðislausan stuðning og meira að segja í hálfleik í stöðunni 3-0 hættu þeir ekki að syngja. Þetta eru lang bestu stuðningsmenn sem ég hef nokkurn tíman séð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×