Sport

FH yfir í hálfleik

Einn leikur stendur nú yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR og FH eigast við í Frostaskjólinu og þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, hefur flautað til leikhlés er staðan 1-0 fyrir FH. Það var Jón Þorgrímur Stefánsson sem skoraði markið með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá Dennis Michael Siim frá vinstri. Leikurinn einkennist af mikilli baráttu og er greinilegt að bæði lið ætla sér þrjú stig í kvöld. Vörn FH-inga hefur átt góðan dag og hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Grétar Hjartarson ekki haft úr miklu að moða. FH-ingar hafa þó verið sterkari aðilinn og hafa til að mynda átt sjö skot að marki á móti tveimur hjá KR-ingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×