Sport

Sheff Wed í 1. deildina

Sheffield Wednesday tryggði sér í dag sæti í ensku fyrstu deildinni með sigri á Hartlepool, 4-2, í framlengdum leik. Jon-Paul McGovern kom Sheff Wed yfir á loka mínútu fyrri hálfleiks en Eifion Williams jafnaði fyrir Hartlepool þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Jon Daly kom Hartlepool yfir þegar um tuttugu mínútur voru eftir en Steven MacLean jafnaði úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok þar sem markvörður Hartlepool braut á sóknarmanni Wednesday og fékk að launum rautt spjald. Í framlengingunni voru 11 leikmenn Sheff Wed sterkari en 10 menn Hartlepool og skoruðu þeir tvö mörk. Fyrst var að verki Glenn Whelan á 94. mínútu og svo Andrew Talbot á loka mínútu leiksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×