Fleiri fréttir Ólöf á 5 yfir - Birgir á 1 undir Ólöf María Jónsdóttir, Íslandsmeistari í golfi kvenna, náði sér ekki á strik á fyrsta degi Evrópamótaraðarinnar í Austurríki í morgun. Hún lék fyrsta hringinn á 77 höggum eða fimm yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson er á einu höggi undir pari á móti í Marokkó. 26.5.2005 00:01 Everton á eftir Forssell Everton eru á eftir finnska framherjanum hjá Chelsea, Mikael Forssell, ef marka má BBC fréttastofuna sem segja David Moyes, stjóra Everton, vera að undirbúa 4 milljón punda tilboð í leikmanninn. 26.5.2005 00:01 Vogel samdi við AC Milan Svissneski miðjumaðurinn hjá PSV Eindhoven, Johan Vogel, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan. 26.5.2005 00:01 Liverpool til Tokyo tvisvar í ár Liverpool mun fara tvisvar til Japans á árinu. Liðið hafði áður skipulagt æfingaferð þangað í sumar en eftir sigurinn magnaða í Meistaradeild Evrópu í gær er ljóst að liðinu stendur til boða að leika á HM félagsliða, en það mót verður einmitt haldið í Japan dagana 11.-18. desember. 26.5.2005 00:01 Árangur Liverpool særir Cole Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, sagði í dag að það hefði verið mjög sárt að horfa á Liverpool lyfta Evrópubikarnum í Istanbul í gær bætti við: <em>,,Arsenal ætti að vera vinna svona titla".</em> 26.5.2005 00:01 Stewart Downing meiddur Steward Downing, kantmaður Middlesbrough, er nýjasti leikmaðurinn til að draga sig út úr enska landsliðshópnum sem nú er í Bandaríkjunum. Downing meiddist á hné á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Bandaríkjunum og Kólumbíu. 26.5.2005 00:01 Landsbankadeildin í kvöld Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og eru Valur og FH enn með fullt hús stiga eftir leiki kvöldsins. KR tapaði óvænt heima fyrir Keflavík og ungu leikmennirnir tryggðu Skagamönnum nauman sigur á Grindavík uppá Skaga. 26.5.2005 00:01 Liverpool í skrúðgöngu um borgina Liverpool, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu frá því í gær, fóru í kvöld í skrúðgöngu um Liverpool borg með bikarinn eftirsótta. 26.5.2005 00:01 Phoenix 0 - San Antonio 2 Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. 25.5.2005 00:01 Friðsamlegt í Istanbúl í nótt Allt fór friðsamlega fram í Istanbúl í Tyrklandi í nótt þegar stuðningsmenn Liverpool og AC Milan máluðu borgina rauða fyrir úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Upphitun hefst kl. 18 auk þess sem leikurinn verður krufinn til mergjar með sérfræðingum Sýnar í leikslok. 25.5.2005 00:01 Byrjunarliðið gegn Skotum Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth í dag. 25.5.2005 00:01 Landsliðið tilkynnt í dag Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynna landsliðshóp Íslands fyrir tvo landsleiki við Ungverjaland og Möltu, 4. og 8. júní á Laugardalsvelli, í dag. Ljóst er að Hermann Hreiðarsson er frá vegna meiðsla en í hans stað hafa landsliðsþjálfararnir valið Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. 25.5.2005 00:01 KSÍ opnar nýja heimasíðu Knattspyrnusamband Íslands hefur opnað nýja útgáfu af heimasíðu sinni, ksi.is. Nýja síðan er glæsileg og sannarlega verðugur arftaki eldri útgáfunnar sem allir knattspyrnuáhugamenn ættu að þekkja vel núorðið. 25.5.2005 00:01 20 manna landsliðshópur Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa ákveðið að velja 20 manna landsliðshóp sem mætir Möltu og Ungverjalandi í næsta mánuði. Heiðar Helguson verður í banni gegn Ungverjum. Tveir nýliðar eru í hópnum, Haraldur Freyr Guðmundsson og Jóhannes Þór Harðarson en það vekur einnig athygli að Tryggvi Guðmundsson er valinn í landsliðið á nýjan leik. Enginn Guðjónssona Þórðarsonar er í hópnum. 25.5.2005 00:01 Strachan tekur við Celtic Martin O´Neill tilkynnti í morgun að hann ætli að hætta sem knattspyrnustjóri Celtic eftir fimm ár hjá félaginu og sjö stóra titla. Gordon Strachan hefur verið ráðinn stjóri Celtic í staðinn. 25.5.2005 00:01 Tveir landsliðsmenn í KR Tveir landsliðsmenn í körfubolta skrifuðu undir samning við úrvalsdeildarlið KR í morgun. Fannar Ólafsson, sem lék í Þýskalandi, og Pálmi Freyr Sigurgeirsson, sem lék með Snæfelli, skrifuðu báðir undir tveggja ára samninga við KR. 25.5.2005 00:01 Öruggur sigur Gautaborgar Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar sem sigraði Örgryte 3-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Örgryte. 25.5.2005 00:01 Þriðja tapið í röð Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í þriðja vináttulandsleiknum í röð gegn gegn Hollendingum þegar liðin mættust í gærkvöld. Holland vann 26-23. Hanna Stefánsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk. 25.5.2005 00:01 AC Milan yfir gegn Liverpool AC Milan er 1-0 yfir gegn Liverpool í úrslitaleik Meistardeildar Evrópu í Istanbul í Tyrklandi. Paolo Maldini skoraði markið eftir aðeins 50 sekúndna leik eftir aukaspyrnu frá Andrea Pirlo. Leikurinn hófst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Sýn. 25.5.2005 00:01 Sigfús aftur í landsliðið Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta tilkynnti í dag val sitt á 18 manna hópi til undirbúnings og þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Leiknir verða æfingaleikir við Svía hér heima í byrjun júní og gegn Hvít-Rússum í undankeppni EM. Sigfús Sigurðsson kemur aftur inn í hópinn. 25.5.2005 00:01 AC Milan að slátra Liverpool AC Milan er hreinlega að ganga frá Liverpool strax í fyrri hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en staðan er orðin 3-0 fyrir Ítalana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Argentínumaðurinn Hernan Crespo hefur skorað tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu. 25.5.2005 00:01 Tvö mörk Liverpool á 2 mínútum Steven Gerrard og Vladimir Smicer hafa minnkað muninn fyrir Liverpool í 2-3 gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mörkin komu með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu. 25.5.2005 00:01 LIVERPOOL JAFNAR ! Liverpool hefur tekist hið ómögulega að jafna gegn AC Milan þar sem staðan er orðin 3-3 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Xabi Alonso jafnaði úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu og hefur Liverpool skorað 3 mörk á 6 mínútum eftir að staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Milan. 25.5.2005 00:01 Tvö lið - 19 þjóðerni Leikmenn frá 19 löndum öttu kappi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattpyrnu í Istanbul í Tyrklandi milli AC Milan og Liverpool. Hjá sexföldum Evrópumeisturum Milan voru leikmenn af 8 þjóðernum í hópnum. Liverpool stillti upp leikmönnum frá 9 mismunandi þjóðum í byrjunarliðinu einu. 25.5.2005 00:01 Íslensku stúlkurnar lögðu Skota Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan útisigur á Skotlandi í vináttulandsleik í Perth í Skotlandi í kvöld, 0-2. Dóra María Lárusdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, á 68. og 77. mínútu. 25.5.2005 00:01 Framlenging í Istanbul Úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu fer í framlengingu en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur skipt öllum varamönnunum sínum þremur inn á en sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu. Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á. 25.5.2005 00:01 LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR! Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. 25.5.2005 00:01 FH-ingar í góðra liða hóp FH-ingar eru sjöunda liðið í sögu tíu liða efstu deildar sem hefur fullt hús og sex mörk eða meira í plús eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins. FH-ingar hafa byrjað Landsbankadeild karla með sannfærandi hætti í sumar. 25.5.2005 00:01 Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. 25.5.2005 00:01 Ólafur dregur ummæli sín til baka Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna í knattspyrnu, hefur dregið ummæli sín um Garðar Örn Hinriksson, dómara í efstu deild, til baka. Ólafur hélt því fram í fjölmiðlum í gær að Garðar Örn hataði ákveðna leikmenn ÍA og sakaði hann um hlutdrægni í dómgæslu sinni. 25.5.2005 00:01 Tryggvi inn og Rúnar hættur Landsliðsþjálfarnir í knattspyrnu kynntu í gær landsliðshópinn sem mætir Ungverjum 4. júní og liði Möltu fjórum dögum síðar á Laugardalsvellinum. Þeir völdu 20 manna hóp þar sem Heiðar Helguson verður í banni í fyrri leiknum - og einfaldlega til að hafa vaðið fyrir neðan sig. 25.5.2005 00:01 KSI.is líka fyrir blinda Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands hefur nú fengið nýtt og betra útlit en eldri útgáfan hafði þjónað sínu undanfarin fimm ár. Skipulag síðunnar hefur verið tekið í gegn, sem og útlit, viðmót og virkni. 25.5.2005 00:01 Snorri Steinn í fótspor Ólafs Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. 25.5.2005 00:01 Eins og í Liverpool-sögu Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. 25.5.2005 00:01 Róbert og Sturla misstu af titli Kolding tryggði sér danska meistaratitilinn í gær með öruggum sigri á Aarhus, 31-27, í oddaleik. Kolding var mikið mun betra liðið í leiknum og svo gott sem tryggði sér sigur í leiknum í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 16-8. 25.5.2005 00:01 Miami 0 - Detroit 1 Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. 24.5.2005 00:01 Gunnar með þrennu gegn Landskrona Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu fyrir Halmstad þegar liðið burstaði Landskrona 5-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Mörk Gunnars komu öll á 18 mínútna kafla í síðari hálfleik. Þetta voru fyrstu mörk Gunnars á tímabilinu. Halmstad er í öðru sæti í deildinni með níu stig eftir fjóra leiki en Helsingsborgs er á toppnum með tíu stig. 24.5.2005 00:01 Jafntefli hjá HK og Haukum HK og Haukar skildu jöfn 2-2 í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Árni Thor Guðmundsson og Eyþór Árnason skoruðu fyrir HK en Hilmar Geir Eiðsson og Svavar Sigurðsson voru á skotskónum fyrir Hauka. 24.5.2005 00:01 Dagur aftur meistari með Bregenz Dagur Sigurðsson varð í gærkvöld Austurríkismeistari í handknattleik með liði sínu Bregenz, annað árið í röð. Bregenz tryggði sér titilinn með því að vinna Margareten 44-38 í tvíframlengdum síðari úrslitaleik liðanna. Bregenz vann einnig fyrri úrslitaleikinn. Dagur, sem einnig þjálfar liðið, skoraði fimm mörk í leiknum í gær. 24.5.2005 00:01 Síðasti leikurinn með Liverpool? Milan Baros, sóknarmaður Liverpool segir að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni gegn AC Milan annað kvöld geti orðið síðasti leikur hans fyrir félagið. Baros er ekki sáttur að fá ekki að leika meira með liðinu og mun skoða möguleika sína eftir leikinn. Mörg félög hafa borið víurnar í hann. 24.5.2005 00:01 Segist ekki hafa boðið í Zlatan Real Madrid neitar að hafa boðið 30 milljónir punda í Svíann Zlatan Ibrahimovich hjá Juventus. Real hefur ekki unnið titil í tvö ár sem er talið óviðunandi á þeim bænum. Liðið eru orðað við fleiri stjörnur, þar á meðal Rio Ferdinand og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool. 24.5.2005 00:01 Suns-Spurs í beinni á Sýn í nótt Körfuboltaveislan heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt, þegar annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar verður í beinni útsendingu <strong>klukkan eitt</strong> eftir miðnætti. Fyrsti leikur liðanna var frábær skemmtun og mikið var skorað, svo áhorfendur Sýnar eiga gott kvöld í vændum. 24.5.2005 00:01 Mutu með Juventus á sunnudag Rúmenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Adrian Mutu er nú búinn að afplána 7 mánaða keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og leikur að öllum líkindum á sunnudaginn með Juventus í lokaumferð ítölsku deildarinnar. 24.5.2005 00:01 Maradona spáir Milan sigri Knattspyrnugoðsögnin Maradona spáir því að AC Milan hampi Evrópumeistaratitlinum annað kvöld en þá mætir ítalska liðið Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá litli argentínski er staddur í Istanbul í Tyrklandi og verður viðstaddur leikinn. 24.5.2005 00:01 Stórsigur Hjálmars og félaga Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar sem sigraði Örgryte 3-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Örgryte. Gautaborg er 7. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki, en Örgyte er í í 12. sæti með 7 stig. Ekki er þó langt í toppinn því Helsingborgs IF er efst með 14 stig. 24.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ólöf á 5 yfir - Birgir á 1 undir Ólöf María Jónsdóttir, Íslandsmeistari í golfi kvenna, náði sér ekki á strik á fyrsta degi Evrópamótaraðarinnar í Austurríki í morgun. Hún lék fyrsta hringinn á 77 höggum eða fimm yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson er á einu höggi undir pari á móti í Marokkó. 26.5.2005 00:01
Everton á eftir Forssell Everton eru á eftir finnska framherjanum hjá Chelsea, Mikael Forssell, ef marka má BBC fréttastofuna sem segja David Moyes, stjóra Everton, vera að undirbúa 4 milljón punda tilboð í leikmanninn. 26.5.2005 00:01
Vogel samdi við AC Milan Svissneski miðjumaðurinn hjá PSV Eindhoven, Johan Vogel, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan. 26.5.2005 00:01
Liverpool til Tokyo tvisvar í ár Liverpool mun fara tvisvar til Japans á árinu. Liðið hafði áður skipulagt æfingaferð þangað í sumar en eftir sigurinn magnaða í Meistaradeild Evrópu í gær er ljóst að liðinu stendur til boða að leika á HM félagsliða, en það mót verður einmitt haldið í Japan dagana 11.-18. desember. 26.5.2005 00:01
Árangur Liverpool særir Cole Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, sagði í dag að það hefði verið mjög sárt að horfa á Liverpool lyfta Evrópubikarnum í Istanbul í gær bætti við: <em>,,Arsenal ætti að vera vinna svona titla".</em> 26.5.2005 00:01
Stewart Downing meiddur Steward Downing, kantmaður Middlesbrough, er nýjasti leikmaðurinn til að draga sig út úr enska landsliðshópnum sem nú er í Bandaríkjunum. Downing meiddist á hné á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Bandaríkjunum og Kólumbíu. 26.5.2005 00:01
Landsbankadeildin í kvöld Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og eru Valur og FH enn með fullt hús stiga eftir leiki kvöldsins. KR tapaði óvænt heima fyrir Keflavík og ungu leikmennirnir tryggðu Skagamönnum nauman sigur á Grindavík uppá Skaga. 26.5.2005 00:01
Liverpool í skrúðgöngu um borgina Liverpool, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu frá því í gær, fóru í kvöld í skrúðgöngu um Liverpool borg með bikarinn eftirsótta. 26.5.2005 00:01
Phoenix 0 - San Antonio 2 Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. 25.5.2005 00:01
Friðsamlegt í Istanbúl í nótt Allt fór friðsamlega fram í Istanbúl í Tyrklandi í nótt þegar stuðningsmenn Liverpool og AC Milan máluðu borgina rauða fyrir úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Upphitun hefst kl. 18 auk þess sem leikurinn verður krufinn til mergjar með sérfræðingum Sýnar í leikslok. 25.5.2005 00:01
Byrjunarliðið gegn Skotum Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum á McDiarmid Park í Perth í dag. 25.5.2005 00:01
Landsliðið tilkynnt í dag Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynna landsliðshóp Íslands fyrir tvo landsleiki við Ungverjaland og Möltu, 4. og 8. júní á Laugardalsvelli, í dag. Ljóst er að Hermann Hreiðarsson er frá vegna meiðsla en í hans stað hafa landsliðsþjálfararnir valið Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. 25.5.2005 00:01
KSÍ opnar nýja heimasíðu Knattspyrnusamband Íslands hefur opnað nýja útgáfu af heimasíðu sinni, ksi.is. Nýja síðan er glæsileg og sannarlega verðugur arftaki eldri útgáfunnar sem allir knattspyrnuáhugamenn ættu að þekkja vel núorðið. 25.5.2005 00:01
20 manna landsliðshópur Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa ákveðið að velja 20 manna landsliðshóp sem mætir Möltu og Ungverjalandi í næsta mánuði. Heiðar Helguson verður í banni gegn Ungverjum. Tveir nýliðar eru í hópnum, Haraldur Freyr Guðmundsson og Jóhannes Þór Harðarson en það vekur einnig athygli að Tryggvi Guðmundsson er valinn í landsliðið á nýjan leik. Enginn Guðjónssona Þórðarsonar er í hópnum. 25.5.2005 00:01
Strachan tekur við Celtic Martin O´Neill tilkynnti í morgun að hann ætli að hætta sem knattspyrnustjóri Celtic eftir fimm ár hjá félaginu og sjö stóra titla. Gordon Strachan hefur verið ráðinn stjóri Celtic í staðinn. 25.5.2005 00:01
Tveir landsliðsmenn í KR Tveir landsliðsmenn í körfubolta skrifuðu undir samning við úrvalsdeildarlið KR í morgun. Fannar Ólafsson, sem lék í Þýskalandi, og Pálmi Freyr Sigurgeirsson, sem lék með Snæfelli, skrifuðu báðir undir tveggja ára samninga við KR. 25.5.2005 00:01
Öruggur sigur Gautaborgar Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar sem sigraði Örgryte 3-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Örgryte. 25.5.2005 00:01
Þriðja tapið í röð Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í þriðja vináttulandsleiknum í röð gegn gegn Hollendingum þegar liðin mættust í gærkvöld. Holland vann 26-23. Hanna Stefánsdóttir var markahæst í liði Íslands með fimm mörk. 25.5.2005 00:01
AC Milan yfir gegn Liverpool AC Milan er 1-0 yfir gegn Liverpool í úrslitaleik Meistardeildar Evrópu í Istanbul í Tyrklandi. Paolo Maldini skoraði markið eftir aðeins 50 sekúndna leik eftir aukaspyrnu frá Andrea Pirlo. Leikurinn hófst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Sýn. 25.5.2005 00:01
Sigfús aftur í landsliðið Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta tilkynnti í dag val sitt á 18 manna hópi til undirbúnings og þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Leiknir verða æfingaleikir við Svía hér heima í byrjun júní og gegn Hvít-Rússum í undankeppni EM. Sigfús Sigurðsson kemur aftur inn í hópinn. 25.5.2005 00:01
AC Milan að slátra Liverpool AC Milan er hreinlega að ganga frá Liverpool strax í fyrri hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en staðan er orðin 3-0 fyrir Ítalana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Argentínumaðurinn Hernan Crespo hefur skorað tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu. 25.5.2005 00:01
Tvö mörk Liverpool á 2 mínútum Steven Gerrard og Vladimir Smicer hafa minnkað muninn fyrir Liverpool í 2-3 gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mörkin komu með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu. 25.5.2005 00:01
LIVERPOOL JAFNAR ! Liverpool hefur tekist hið ómögulega að jafna gegn AC Milan þar sem staðan er orðin 3-3 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Xabi Alonso jafnaði úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu og hefur Liverpool skorað 3 mörk á 6 mínútum eftir að staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Milan. 25.5.2005 00:01
Tvö lið - 19 þjóðerni Leikmenn frá 19 löndum öttu kappi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattpyrnu í Istanbul í Tyrklandi milli AC Milan og Liverpool. Hjá sexföldum Evrópumeisturum Milan voru leikmenn af 8 þjóðernum í hópnum. Liverpool stillti upp leikmönnum frá 9 mismunandi þjóðum í byrjunarliðinu einu. 25.5.2005 00:01
Íslensku stúlkurnar lögðu Skota Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan útisigur á Skotlandi í vináttulandsleik í Perth í Skotlandi í kvöld, 0-2. Dóra María Lárusdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, á 68. og 77. mínútu. 25.5.2005 00:01
Framlenging í Istanbul Úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu fer í framlengingu en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur skipt öllum varamönnunum sínum þremur inn á en sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu. Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á. 25.5.2005 00:01
LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR! Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur. 25.5.2005 00:01
FH-ingar í góðra liða hóp FH-ingar eru sjöunda liðið í sögu tíu liða efstu deildar sem hefur fullt hús og sex mörk eða meira í plús eftir fyrstu tvær umferðir Íslandsmótsins. FH-ingar hafa byrjað Landsbankadeild karla með sannfærandi hætti í sumar. 25.5.2005 00:01
Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. 25.5.2005 00:01
Ólafur dregur ummæli sín til baka Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna í knattspyrnu, hefur dregið ummæli sín um Garðar Örn Hinriksson, dómara í efstu deild, til baka. Ólafur hélt því fram í fjölmiðlum í gær að Garðar Örn hataði ákveðna leikmenn ÍA og sakaði hann um hlutdrægni í dómgæslu sinni. 25.5.2005 00:01
Tryggvi inn og Rúnar hættur Landsliðsþjálfarnir í knattspyrnu kynntu í gær landsliðshópinn sem mætir Ungverjum 4. júní og liði Möltu fjórum dögum síðar á Laugardalsvellinum. Þeir völdu 20 manna hóp þar sem Heiðar Helguson verður í banni í fyrri leiknum - og einfaldlega til að hafa vaðið fyrir neðan sig. 25.5.2005 00:01
KSI.is líka fyrir blinda Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands hefur nú fengið nýtt og betra útlit en eldri útgáfan hafði þjónað sínu undanfarin fimm ár. Skipulag síðunnar hefur verið tekið í gegn, sem og útlit, viðmót og virkni. 25.5.2005 00:01
Snorri Steinn í fótspor Ólafs Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu. 25.5.2005 00:01
Eins og í Liverpool-sögu Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. 25.5.2005 00:01
Róbert og Sturla misstu af titli Kolding tryggði sér danska meistaratitilinn í gær með öruggum sigri á Aarhus, 31-27, í oddaleik. Kolding var mikið mun betra liðið í leiknum og svo gott sem tryggði sér sigur í leiknum í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 16-8. 25.5.2005 00:01
Miami 0 - Detroit 1 Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. 24.5.2005 00:01
Gunnar með þrennu gegn Landskrona Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu fyrir Halmstad þegar liðið burstaði Landskrona 5-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Mörk Gunnars komu öll á 18 mínútna kafla í síðari hálfleik. Þetta voru fyrstu mörk Gunnars á tímabilinu. Halmstad er í öðru sæti í deildinni með níu stig eftir fjóra leiki en Helsingsborgs er á toppnum með tíu stig. 24.5.2005 00:01
Jafntefli hjá HK og Haukum HK og Haukar skildu jöfn 2-2 í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Árni Thor Guðmundsson og Eyþór Árnason skoruðu fyrir HK en Hilmar Geir Eiðsson og Svavar Sigurðsson voru á skotskónum fyrir Hauka. 24.5.2005 00:01
Dagur aftur meistari með Bregenz Dagur Sigurðsson varð í gærkvöld Austurríkismeistari í handknattleik með liði sínu Bregenz, annað árið í röð. Bregenz tryggði sér titilinn með því að vinna Margareten 44-38 í tvíframlengdum síðari úrslitaleik liðanna. Bregenz vann einnig fyrri úrslitaleikinn. Dagur, sem einnig þjálfar liðið, skoraði fimm mörk í leiknum í gær. 24.5.2005 00:01
Síðasti leikurinn með Liverpool? Milan Baros, sóknarmaður Liverpool segir að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni gegn AC Milan annað kvöld geti orðið síðasti leikur hans fyrir félagið. Baros er ekki sáttur að fá ekki að leika meira með liðinu og mun skoða möguleika sína eftir leikinn. Mörg félög hafa borið víurnar í hann. 24.5.2005 00:01
Segist ekki hafa boðið í Zlatan Real Madrid neitar að hafa boðið 30 milljónir punda í Svíann Zlatan Ibrahimovich hjá Juventus. Real hefur ekki unnið titil í tvö ár sem er talið óviðunandi á þeim bænum. Liðið eru orðað við fleiri stjörnur, þar á meðal Rio Ferdinand og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool. 24.5.2005 00:01
Suns-Spurs í beinni á Sýn í nótt Körfuboltaveislan heldur áfram á sjónvarpsstöðinni Sýn í nótt, þegar annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitum vesturdeildar verður í beinni útsendingu <strong>klukkan eitt</strong> eftir miðnætti. Fyrsti leikur liðanna var frábær skemmtun og mikið var skorað, svo áhorfendur Sýnar eiga gott kvöld í vændum. 24.5.2005 00:01
Mutu með Juventus á sunnudag Rúmenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Adrian Mutu er nú búinn að afplána 7 mánaða keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og leikur að öllum líkindum á sunnudaginn með Juventus í lokaumferð ítölsku deildarinnar. 24.5.2005 00:01
Maradona spáir Milan sigri Knattspyrnugoðsögnin Maradona spáir því að AC Milan hampi Evrópumeistaratitlinum annað kvöld en þá mætir ítalska liðið Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá litli argentínski er staddur í Istanbul í Tyrklandi og verður viðstaddur leikinn. 24.5.2005 00:01
Stórsigur Hjálmars og félaga Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar sem sigraði Örgryte 3-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Örgryte. Gautaborg er 7. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki, en Örgyte er í í 12. sæti með 7 stig. Ekki er þó langt í toppinn því Helsingborgs IF er efst með 14 stig. 24.5.2005 00:01