Sport

Fram yfir í hálfleik

Andri Fannar Ottósson skoraði mark Fram sem er 1-0 yfir gegn Þrótti í nágrannaslag liðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Hálfleikur stendur nú yfir en þetta er lokaleikur þriðju umferðar. Mark Andra Fannars kom á 24. mínútu eftir mikla pressu Framara, af stuttu færi eftir hornspyrnu og skalla Andra Steins Birgissonar. Þórarinn Kristjánsson er í fyrsta sinn í byrjunarliði Þróttar í kvöld en hann er einn þriggja nýrra leikmanna í byrjunarliði Þróttar frá því í tapleiknum gegn Fylki. Ásgeir Elíasson hefur einnig sett inn í byrjunarliðið, Daníel Hafliðason og hinn 18 ára gamla Hauk Pál Sigurðsson. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leiknum beint hér á Vísi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×