Fleiri fréttir

Örflaga í boltanum á HM 2006

Tækni sem úrskurðar hvort bolti fer yfir marklínuna í knattspyrnuleik verður komin í notkun fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári, segir Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

GLAZER AÐ EIGNAST MAN UTD !!!

Ameríski auðnjöfurinn Malcolm Glazer og eigandi ameríska fótboltaliðsins Tampa Bay Buccaneers, eignaðist í dag meirihluta í Manchester United eftir að hafa keypt 28,7% hlut írsku auðnjöfranna, JP McManus og John Magnier. Glazer sem átti fyrir 28.1% í félaginu á því nú samtals 56.8% í félaginu eða ráðandi hlut. Þetta er mikið áfall fyrir stuðnigsmenn Man Utd.

Glazer kaupir og kaupir

Malcolm Glazer nálgast nú óðfluga þann 75% hlut í Man Utd sem til þarf svo hann geti bundið um alla lausa enda við yfirtöku á þessu ríkasta knattspyrnufélagi heims. Glazer hefur nú eignast samtals 63.25% hlut í Man Utd en hann lagði í dag inn tilboð upp á 690 milljónir punda fyrir félagið. Það stefnir því í að Man Utd verði orðið að amerísku hlutafélagi innan klukkustunda.

Molar dagsins

Joe Johnson, leikmaður Phoenix Suns, getur að öllum líkindum ekki leikið með liði sínu í þriðja leiknum við Dallas Mavericks í úrslitakeppninni vegna meiðsla og Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz mun halda áfram að þjálfa liðið næsta vetur eftir vangaveltur um að setjast í helgan stein

Pearce áfram með Man City

Manchester City hefur ráðið Stuart Pearce sem framkvæmdastjóra félagsins. Þessi fyrrum landsliðsfyrirliði Englendinga er 43 ára og hefur stýrt liðinu síðan Kevin Keegan hætti fyrir tveim mánuðum síðan. Undir hans stjórn hefur liðinu gengið vel og eru sem stendur í áttunda sæti og eiga góðan möguleika á Uefa sæti.

Henry vill Bergkamp áfram

Thierry Henry hefur sagt að hann vilji að Arsene Wenger hætti öllum vangaveltum um framtíð Hollendingsins Dennis Bergkamp og semji við hann til eins árs.

Maniche og Costinha til Moskvu

Porto hefur samþykkt að selja portúgölsku landsliðamennina Maniche og Costinha til rússneska félagsins Dynamo Mokva, en félagið greindi frá þessu í dag.

Beckham meiddur

David Beckham meiddist á æfingu og gæti misst af leik Real Madrid gegn Sevilla á laugardaginn. Hinn þrítugi enski landsliðsfyrirliði, sem hefur verið í fínu formi að undanförnu, gat ekki æft í dag né í gær.

Smicer aftur til Lens?

Vladimir Smicer, leikmaður Liverpool, segist vera að íhuga flutnig aftur til franska liðsins Lens, en Smicer mun nær örugglega yfirgefa Liverpool í sumar þegar samningur hans rennur út.

Eriksson velur landsliðið

Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur valið 22-manna hóp sem spilar í Bandaríkjunum í lok maí. Athygli vekur að Scott Carson, markvörður Liverpool og Peter Crouch, sóknarmaður Southampton, eru í hópnum.

Baros þögull um Everton

Milan Baros, sóknarmaður Liverpool, vildi í dag ekki tjá sig um þann orðróm að hann muni færa sig um set í Liverpool borg í sumar og skrifa undir hjá Everton. Tékkneski landsliðsframherjinn mun líklega yfirgefa Liverpool í sumar og verður nú æ háværari sá orðrómur að Everton sé hans næsti áfangastaður.

Sevilla á eftir Luis Fabiano

Spænska liðið Sevilla eru komnir í kapphlaupið um brasilíska framherjann Luis Fabiano hjá Porto ef marka má fréttir frá Portúgal.

San Antonio 2 - Seattle 0

Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna.

Miami 2 - Washington 0

Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga.

Fótbrotinn en skoraði samt

Jason Roberts, sóknarmaður Wigan, skaut liði sínu fótbrotinn í hóp þeirra bestu á Englandi. Liðið leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu sinni. Roberts skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri á Reading síðasta laugardag.

Leeds vill Heiðar

Enska blaðið <em>The Mirror</em> greinir frá því í morgun að 1. deildarliðið Leeds United vilji kaupa landsliðsmanninn Heiðar Helguson frá Watford á eina milljón sterlingspunda eða rúmlega 120 milljónir íslenskra króna.

KKÍ harmar mál Ólafs Arons

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands lýsir yfir harmi sínum, eins og það er orðað á heimasíðu félagsins, með að körfuknattleiksmaður hafi fallið á lyfjaprófi. Eins og greint var frá í gær hefur Ólafur Aron Ingvarsson, leikmaður Njarðvíkur, verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að í ljós kom að hann hafi neytt amfetamíns.

Arnar fær ekki nýjan samning

FH-ingar ætla ekki að framlengja samning við handboltamanninn Arnar Pétursson. Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild fyrir hádegi.

Valur pakkaði ÍBV saman

Valur sigraði ÍBV 10-0 í meistarakeppni kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði 4 mörk, Margrét Lára Viðarsdóttir 2 og þær Dóra María Lárusdóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir sitt markið hver.

Nýliðarnir með 5 erlenda leikmenn

Nýliðarnir í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, Keflavík, tefla fram fimm erlendum leikmönnum í sumar. Tvær serbneskar stúlkur eru á leiðinni: Katarina Jovic, 27 ára varnar- eða miðjumaður, og Vesna Smilijkovic, 22 ára framherji.

D´Antoni þjálfari ársins í NBA

Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle.

Magdeburg rassskellti Nordhorn

Magdeburg sigraði Nordhorn með ellefu marka mun í þýska handboltanum í gærkvöldi, 42-31. Arnór Atlason skoraði tvö marka Magdeburgar sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Árni Gautur í liði vikunnar

Árni Gautur Arason er í liði vikunnar hjá <em>Aftenposten</em> og norska netmiðlinum <em>Nettavisen</em>. Árni varði meistaralega þegar Voleringa sigraði Bodo Glimt í fyrradag.

Íslandsmótið rætt á Sýn

Klukkan 20.30 í kvöld verður þáttur um Landsbankadeildina í knattspyrnu á Sýn. Þar verður rætt við þjálfara, leikmenn og fleiri um Íslandsmótið í knattspyrnu sem hefst á mánudag.

Viggó velur Færeyjarfara

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur valið hópinn sem mætir Færeyjum í tveimur æfingaleikjum um þar næstu helgi en leikið verður ytra. 20 ára landslið kvenna verður einnig með í för og leikur tvo leiki gegn færeysku jafnöldrum sínum. A-hópur karla er skipaður eftirtöldum leikmönnum: 

Veigar skoraði fernu í bikarnum

Veigar Páll Gunnarsson skoraði fernu fyrir Stabæk í norska bikarnum í kvöld en Stabæk-liðið vann þá 7-0 sigur á Fossum í 1. umferð norsku bikarkeppninnar. Haraldur Freyr Guðmundsson var einnig á markaskónum með Álasund sem vann Hareid 4-0. Engin óvænt úrslit voru í þessarri fyrstu umferð og öll lið úrvalsdeildarinnar komust klakklaust áfram.

Heiðar Davíð komst í gegn

Heiðar Davíð Bragason kylfingur úr GKJ komst í dag í gegnum fyrsta niðurskurð fyrir Brabazone Trophy, Opna enska áhugamannameistaramótið í golfi sem hefst á Oxfordshire-vellinum á föstudag. Heiðar lék á 2 höggum undir pari í dag eða 70 höggum og varð efstur ásamt 5 öðrum kylfingum. Þrír aðrir Íslendingar keppa á mótinu.

Arsenal 7 - Everton 0

Arsenal fór hamförum og gjörsamlega niðurlægði Meistaradeildarnýliðana í Everton með 7-0 sigri í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Dennis Bergkamp fór á kostum, lagði upp nokkur markanna og skoraði eitt.  Staðan í hálfleik var 3-0.

Nýliðarnir mætast í 1. umferð

Nýliðarnir í úrvalsdeildinni í körfubolta, Höttur og Þór Akureyri munu mætast í 1. umferð Íslandsmótsins í haust en KKÍ kynnti leikjaniðurröðun í dag. Íslandsmeistarar Keflavíkur hefja titilvörn sína í Seljaskóla gegn ÍR-ingum. Í 1. deild karla fara nýliðarnir í Hrafnaflóka til Víkur og mæta þar Drangi í 1. umferð í byrjun október.

Serbi með tannpínu leitar að liði

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að útlendingaflæðið í íslenska fótboltann er meira en nokkru sinni fyrr. Þessir menn eru að sjálfsögðu mjög misjafnir að gæðum og sumir þeirra hafa nánast ekkert fram að færa.

Orðaður við Leeds en er sáttur

Í enskum fjölmiðlum í gær var sagt frá því að Leeds United ætlaði að bjóða rúmar 120 milljónir króna í íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Heiðar reikna með að vera áfram í herbúðum Watford.

Ætla að kveðja með titli

Besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í fyrra, Heimir Guðjónsson, ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og er staðráðinn í að kveðja með stæl.

Tveir svart-hvítir risar í sérflok

Keppni í Landsbankadeildinni í knattspyrnu hefst um hvítasunnuhelgina. Margir telja að KR-ingar og Íslandsmeistarar FH séu líklegir til að heyja einvígi um meistaratitilinn að þessu sinni.

Galatasaray bikarmeistari

Galatasaray tryggði sér í kvöld tyrkneska bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu eftir stórsigur á nágrönnum sínum í Fenerbahce, 5-1. Leikurinn fór fram Ólympíuleikvanginum í Aþenu sem mun hýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar milli AC Milan og Liverpool en hann tekur 80.000 manns í sæti. Aðeins 18.000 áhorfendur treystu sér þó á völlinn í kvöld.

Íslenska deildin 50 ára

Þetta er því afmælissumar í íslenskri knattspyrnu því 12. júní næstkomandi verða liðin 50 ár síðan að keppni í 1. deild hófst en fyrstu 43 ár Íslandsmótsins hér á landi var mótið spilað í einni deild en það breyttist allt fyrir hálfri öld síðan.

FH-ingar mæta sterkir til leiks

FH vann Keflvíkinga 2-0, í Meistarakeppni KSÍ í gær og það án dönsku leikmannanna þriggja. Þrátt fyrir það voru FH-ingar mjög sterkir og greinilega með mannskapinn í meistaralið í deildinni í sumar.

Hlynur til Hollands

Lið Snæfells í Intersportdeildinni í körfuknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku, því Hlynur Bæringsson er á leið til Hollands að leika með liði þar í landi.

Aðalsteinn tekur við Stjörnunni

Aðalsteinn Eyjólfsson er á leið til Íslands á ný eftir ársdvöl í Þýskalandi með TuS Weibern. Hann hefur komist að samkomulagi við Stjörnuna um að stýra kvennaliði félagsins næstu tvö árin.

Guðjóni hefur fengið verri spá

Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans hjá Keflavík er spáð sjötta sæti Landsbankadeildarinnar í ár af kollegum þeirra í deildinni. Er þetta með því lægsta sem Guðjóni hefur verið spáð hingað til á hans þjálfaraferli, en þó ekki það allra lægsta.

Detroit 1 - Indiana 0

Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu.

Phoenix 1 - Dallas 0

Átta daga hvíld eftir sigurinn á Memphis í fyrstu umferðinni, reyndist liði Phoenix Suns greinilega vel og ekki var að sjá ryð í leik þeirra þegar þeir völtuðu yfir Dallas Mavericks, 127-102 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildar í nótt.

Sigurður Þorvaldsson til Hollands

Sigurður Þorvaldssson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Snæfells, hefur samþykkt tilboð frá hollenska liðinu Woonaris.

Guðjón orðaður við Notts County

Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflavíkur í knattspyrnu, er ekki gleymdur og grafinn á Englandi því enskir fjölmiðlar greina frá því að hann komi til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska þriðju deildar liðsins Notts County. Guðjón er nefndur til sögunnar ásamt fimm öðrum knattspyrnustjórum. Notts County er í 19. sæti í ensku þriðju deildinni.

Íri til liðs við Keflvíkinga

Brian O´Callaghan, 24 ára knattspyrnumaður frá Írlandi, er á leið til Keflavíkur og mun að öllu óbreyttu leika með liðinu í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í sumar. O´Callaghan var á mála hjá Barnsley en Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Keflavíkur, sagði í morgun að Guðjón Þórðarson þekkti vel til leikmannsins sem hefur leikið með 21 árs landsliði Íra.

Þórarinn yfirgefur Aberdeen

Þórarinn Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, hefur verið leystur undan samningi hjá Aberdeen í Skotlandi, en hann samdi við skoska liðið í byrjun ársins. Þórarinn, sem var lykilmaður í liði Keflavíkur á síðustu leiktíð, hefur átt við meiðsli að stríða í vetur en líklegt þykir að hann gangi til liðs við sína gömlu félaga í Keflavík og leiki með þeim í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir