Sport

Sigurður Þorvaldsson til Hollands

Sigurður Þorvaldssson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Snæfells, hefur samþykkt tilboð frá hollenska liðinu Woonaris. Sigurður fetar þar í fótspor samherja síns, Hlyns Bæringssonar, sem gekk til liðs við Woonaris á dögunum. "Ég skrifa undir á eftir," sagði Sigurður í samtali við Vísi. "Ég renni blint svo til blint í sjóinn með þetta en ætla mér að standa mig vel með liðinu. Ég stefni að því að komast í byrjunarliðið enda er ég ekki að fara þarna út til að vera einhver áhorfandi." Ætla má að skjálfti fari nú um Snæfellsmenn því Sigurður og Hlynur hafa báðir spilað mikilvægt hlutverk í liðinu og því mikil blóðtaka staðreynd fyrir Stykkishólmsliðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.