Miami 2 - Washington 0 11. maí 2005 00:01 Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák). NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Leikmenn Washington segjast ekki hafa stórar áhyggjur af að vera komnir undir 2-0 í einvíginu við Miami eftir 108-102 tap í nótt, þar eð þeir náðu að vinna upp slíkt forskot í fyrstu umferðinni og verða níunda liðið til að fara áfram eftir að lenda undir 2-0. Gallinn er bara sá að nú eru þeir að etja kappi við Dwayne Wade og félaga. Dwayne Wade var stórkostlegur í liði Miami í gær og það var fyrst og fremst stórleikur hans sem skóp sigur liðsins með snilldartilþrifum sínum og fjölhæfni. Rétt eins í fyrsta leiknum, misstu leikmenn Miami niður gott forskot í leiknum í gær og ljóst að liðið verður að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Vítanýting liðsins var skelfileg, þeir töpuðu boltanum 20 sinnum og Washington fór illa með þá í fráköstunum, sérstaklega í sókninni. Það er í raun með ólíkindum að Miami skuli hafa unnið leikinn þrátt fyrir þetta, ekki síst vegna þess að Shaquille O´Neal var afar dapur enn einn leikinn og virðist lítið geta beitt sér ennþá vegna meiðsla sinna. Líklega var það framlag Dwayne Wade sem réði mestu um útkomu leiksins í gær, auk þess sem vörn Washington til baka var skelfileg og stundum var eins og að horfa á menntaskólabolta þegar Miami voru í hraðaupphlaupum sínum. Wade fór á kostum í gær, bæði í stigaskorun og stoðsendingum og verður að teljast einn af mönnum úrslitakeppninnar hingað til. Það er Dwayne Wade sem leiðir lið Miami í dag, ekki Shaquille O´Neal, en mikið má vera ef sá stóri er ekki dálítið að spara sig fyrir hugsanleg átök við sterkari andstæðinga í næstu umferðum. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 31 stig (15 stoðs, 7 frák, 7 tapaðir boltar), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 16 stig (7 frák), Damon Jones 14 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák),.Atkvæðamestir hjá Washington:Antawn Jamison 32 stig, Gilbert Arenas 28 stig, Larry Hughes 15 stig (8 frák), Juan Dixon 10 stig (6 frák), Brendan Haywood 9 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira