Tveir svart-hvítir risar í sérflok 11. maí 2005 00:01 Keppni í Landsbankadeildinni í knattspyrnu hefst um hvítasunnuhelgina. Margir telja að KR-ingar og Íslandsmeistarar FH séu líklegir til að heyja einvígi um meistaratitilinn að þessu sinni. Nú eru aðeins fjórir dagar í fyrstu leiki Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu sem hefst á mánudaginn kemur – annan í hvítasunnu. Það eru spilað þétt fyrstu tvær vikurnar og því mikið undir strax í upphafi mótsins. Fréttablaðið kynnir í dag liðin tíu sem skipa deildina í sumar. Íslandsmeistarar FH-inga unnu sinn fyrsta stóra titil í fyrra og eru því í þeirri stöðu í fyrsta sinn að mæta í mót sem meistarar. FH-ingar hafa styrkt liðið sitt, fengið meðal annars sterkan danskan miðvallarleikmann og tvo menn heim úr atvinnumennsku, þá Tryggva Guðmundsson og Auðun Helgason. Það er vel hægt að stilla upp tveimur sterkum úrvalsdeildarliðum úr leikmannahópi félagsins í ár. Risinn er vaknaður var mottó síðasta sumars og ef marka má spá spekinganna fyrir sumarið þá verða því tveir risar í deildinni í sumar því annar risi ætlar sér örugglega að standa upp eftir slæmt fall af toppnum síðasta sumar. Aðeins tvisvar í neðri hluta KR-ingar hafa aðeins verið í neðri hlutanum tvisvar sinnum á síðustu 18 sumrum og annað þeirra sumra var í fyrra þegar liðið endaði í sjötta sæti og blandaði sér aldrei í toppbaráttuna. KR-ingar hafa styrkt liðið sitt mikið og ef ekki væri fyrir svipaða liðssöfnum í Krikanum þá væri flestir á því að titilinn væri örugglega á leiðinni í Vesturbæinn í fimmta sinn á sjö árum. Liðið hefur stykt sig mikið með mönnum eins og Grétari Hjartarsyni, Bjarnólfi Lárussyni og Rógva Jacobsen, allt lykilmönnum hjá sínum fyrri félögum, sem segir mönnum það að ekkert annað sé ásættanlegt en að titilinn verði endurheimtur út í KR. Þegar er litið er yfir hin átta lið deildarinnar þá hefur undirbúningstímabilið verið opið og spennandi og liðin hafa verið að vinna hvert annað á víxl. Það er því margt sem bendir til þess að baráttan gæti orðið jöfn og spennandi um önnur sæti deildarinnar fari svo að svart-hvítu „risarnir" stingi önnur lið af á toppnum. Flest liðin hafa verið að styrkja sig með erlendum leikmönnum á lokasprettinum sem gerir mótið enn opnara og óútreiknanlegra. Nýliðarnir sterkir Nýliðum Valsmanna er spáð góðu gengi, Willum Þór Þórsson hefur alltaf skilað góðum árangri og titli á sínu fyrsta ári með lið og Valsmenn hafa sankað að sér mörgum góðum leikmönnum. Það er ljóst að Valsmenn ætla sér að verða topplið á ný en Íslandsmeistaratitilinn kom síðast á Hlíðarenda 1987 og liðið hefur ekki verið meðal þeirra þriggja efstu síðustu fimmtán sumur. Skagamenn hafa orðið fyrir mikllri blóðtöku og nú reynir enn á ný á uppbyggingu Skagamanna sem verða seint vanmetnir þegar kemur að því að skila frá sér efnilegum knattspyrnumönnum. Liðið heldur áfram kjarna sinna reynslumiklu manna sem gæti verið drjúgt en mikið af stöðum liðsins verða skipaðar ungum og óreyndum leikmönnum. Fylkismenn hafa spilað undir mikillri pressu undanfarin ár en nú er eins og menn séu orðnir þreyttir á því að búast við góðum hlutum í Árbænum einungis til þess að vakna upp við vondan draum eftir Verslunarmannahelgi. Fylkismenn eru með svipað lið og undanfarin sumur og gætu kannski nýtt sér að titlapressunni sé aflétt í bili. Það er verst fyrir Framara og Fylkismenn að það sé ekki hægt að sameina liðin því Framarar hafa fyrst farið í gang undanfarin sumur í ágúst og september þegar Árbæjarliðið hefur verið að gefa eftir. Framarar hafa bjargað sér frá falli í 18. umferð sex ár í röð og Ólafur H. Kristjánsson mun reyna að beita allri sinni kunnáttu til þess að Safamýrarliðið detti ekki í sama farið enn eitt árið heldur fullnýti sér mannskapinn og komi sér upp töfluna. Keflvíkingar misstu marga lykilmenn í vetur en fengu kannski stærsta liðstyrkinn í nýjum þjálfara – Guðjóni Þórðarsyni. Guðjón Þórðarson hefur oft búið til sterk lið frá grunni og verkefnið í sumar er ekki af minni gerðinni. Keflvíkingar þurfa á því að halda að ungu mennirnir sem hafa fengið dýrmæta reynslu síðustu ár taki að sér burðarhlutverk í liðinu og að Guðjón finni þann leikstíl sem nær mestu út úr leikmannahópnum. Falldraugur aftur í Eyjum Eyjamenn hafa komið liða mest á óvart undanfarin tvö sumur, enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð 2003 og börðust um titilinn við FH fram í lokaumferð í fyrra eftir að hafa verið spáð 8. sæti á kynningarfundi fyrir sumarið. Nú hefur liðið misst mjög mikið og mun því reyna á góða gamla Eyjakarakterinn til þess að halda liðinu meðal þeirra bestu. Eyjamenn hafa aðeins einu sinni endað í neðri hlutanum frá 1995 en nú stefnir í að Eyjamenn þurfi að kynnast falldraugnum á ný en hann sást síðast við Eyjar á árunum 1992 til 1994 þegar liðið endaði öll árin í áttunda sætinu og rétt slapp við fall í lokaumferðinni öll árin. Grindvíkingum er spáð falli af flestum spekingum enda meðal annars búnir að missa aðalsóknarmann sinn til KR. Liðið hefur gengið í gegnum súrt og sætt undanfarin ár en þurfa í sumar að einbeita sér að því að falla ekki úr efstu deild í fyrsta sinn en Grindvíkingar eru eina félagið sem hefur aldrei fallið úr úrvalsdeildinni. Draumur Köttaranna Þróttarar hafa verið að gera fína hluti á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að hafa verið mun rólegri en Valsmenn að styrkja liðið. Þróttarar eru stemmningslið en það gæti samt orðið erfitt að uppfylla draum Köttaranna um að halda liðinu í deildinni í fyrsta sinn síðan eitt litríkasta stuðningsmannafélag landsins var stofnað. Enginn ætti þó að vera svikinn af því að mæta á leiki liðsins, það spilar fínan fótbolta og Köttararar skemmta sér og öðrum á pölllunum. Landsbankadeildin hefur sýnt það undanfarin sumur að spá spekinganna hefur oftast lítið að segja þegar komið er út á grasið og það verða því örugglega lið sem koma á óvart á komandi tímabili, bæði fyrir slaka sem og óvenju góða frammistöðu. Það eru því örugglega margar ástæður fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn til að bætast í hóp þeirra fjölmörgu áhorfenda sem streyma á völlinn næstu fimm mánuði og upplifa skemmtilegt Íslandsmót. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Keppni í Landsbankadeildinni í knattspyrnu hefst um hvítasunnuhelgina. Margir telja að KR-ingar og Íslandsmeistarar FH séu líklegir til að heyja einvígi um meistaratitilinn að þessu sinni. Nú eru aðeins fjórir dagar í fyrstu leiki Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu sem hefst á mánudaginn kemur – annan í hvítasunnu. Það eru spilað þétt fyrstu tvær vikurnar og því mikið undir strax í upphafi mótsins. Fréttablaðið kynnir í dag liðin tíu sem skipa deildina í sumar. Íslandsmeistarar FH-inga unnu sinn fyrsta stóra titil í fyrra og eru því í þeirri stöðu í fyrsta sinn að mæta í mót sem meistarar. FH-ingar hafa styrkt liðið sitt, fengið meðal annars sterkan danskan miðvallarleikmann og tvo menn heim úr atvinnumennsku, þá Tryggva Guðmundsson og Auðun Helgason. Það er vel hægt að stilla upp tveimur sterkum úrvalsdeildarliðum úr leikmannahópi félagsins í ár. Risinn er vaknaður var mottó síðasta sumars og ef marka má spá spekinganna fyrir sumarið þá verða því tveir risar í deildinni í sumar því annar risi ætlar sér örugglega að standa upp eftir slæmt fall af toppnum síðasta sumar. Aðeins tvisvar í neðri hluta KR-ingar hafa aðeins verið í neðri hlutanum tvisvar sinnum á síðustu 18 sumrum og annað þeirra sumra var í fyrra þegar liðið endaði í sjötta sæti og blandaði sér aldrei í toppbaráttuna. KR-ingar hafa styrkt liðið sitt mikið og ef ekki væri fyrir svipaða liðssöfnum í Krikanum þá væri flestir á því að titilinn væri örugglega á leiðinni í Vesturbæinn í fimmta sinn á sjö árum. Liðið hefur stykt sig mikið með mönnum eins og Grétari Hjartarsyni, Bjarnólfi Lárussyni og Rógva Jacobsen, allt lykilmönnum hjá sínum fyrri félögum, sem segir mönnum það að ekkert annað sé ásættanlegt en að titilinn verði endurheimtur út í KR. Þegar er litið er yfir hin átta lið deildarinnar þá hefur undirbúningstímabilið verið opið og spennandi og liðin hafa verið að vinna hvert annað á víxl. Það er því margt sem bendir til þess að baráttan gæti orðið jöfn og spennandi um önnur sæti deildarinnar fari svo að svart-hvítu „risarnir" stingi önnur lið af á toppnum. Flest liðin hafa verið að styrkja sig með erlendum leikmönnum á lokasprettinum sem gerir mótið enn opnara og óútreiknanlegra. Nýliðarnir sterkir Nýliðum Valsmanna er spáð góðu gengi, Willum Þór Þórsson hefur alltaf skilað góðum árangri og titli á sínu fyrsta ári með lið og Valsmenn hafa sankað að sér mörgum góðum leikmönnum. Það er ljóst að Valsmenn ætla sér að verða topplið á ný en Íslandsmeistaratitilinn kom síðast á Hlíðarenda 1987 og liðið hefur ekki verið meðal þeirra þriggja efstu síðustu fimmtán sumur. Skagamenn hafa orðið fyrir mikllri blóðtöku og nú reynir enn á ný á uppbyggingu Skagamanna sem verða seint vanmetnir þegar kemur að því að skila frá sér efnilegum knattspyrnumönnum. Liðið heldur áfram kjarna sinna reynslumiklu manna sem gæti verið drjúgt en mikið af stöðum liðsins verða skipaðar ungum og óreyndum leikmönnum. Fylkismenn hafa spilað undir mikillri pressu undanfarin ár en nú er eins og menn séu orðnir þreyttir á því að búast við góðum hlutum í Árbænum einungis til þess að vakna upp við vondan draum eftir Verslunarmannahelgi. Fylkismenn eru með svipað lið og undanfarin sumur og gætu kannski nýtt sér að titlapressunni sé aflétt í bili. Það er verst fyrir Framara og Fylkismenn að það sé ekki hægt að sameina liðin því Framarar hafa fyrst farið í gang undanfarin sumur í ágúst og september þegar Árbæjarliðið hefur verið að gefa eftir. Framarar hafa bjargað sér frá falli í 18. umferð sex ár í röð og Ólafur H. Kristjánsson mun reyna að beita allri sinni kunnáttu til þess að Safamýrarliðið detti ekki í sama farið enn eitt árið heldur fullnýti sér mannskapinn og komi sér upp töfluna. Keflvíkingar misstu marga lykilmenn í vetur en fengu kannski stærsta liðstyrkinn í nýjum þjálfara – Guðjóni Þórðarsyni. Guðjón Þórðarson hefur oft búið til sterk lið frá grunni og verkefnið í sumar er ekki af minni gerðinni. Keflvíkingar þurfa á því að halda að ungu mennirnir sem hafa fengið dýrmæta reynslu síðustu ár taki að sér burðarhlutverk í liðinu og að Guðjón finni þann leikstíl sem nær mestu út úr leikmannahópnum. Falldraugur aftur í Eyjum Eyjamenn hafa komið liða mest á óvart undanfarin tvö sumur, enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð 2003 og börðust um titilinn við FH fram í lokaumferð í fyrra eftir að hafa verið spáð 8. sæti á kynningarfundi fyrir sumarið. Nú hefur liðið misst mjög mikið og mun því reyna á góða gamla Eyjakarakterinn til þess að halda liðinu meðal þeirra bestu. Eyjamenn hafa aðeins einu sinni endað í neðri hlutanum frá 1995 en nú stefnir í að Eyjamenn þurfi að kynnast falldraugnum á ný en hann sást síðast við Eyjar á árunum 1992 til 1994 þegar liðið endaði öll árin í áttunda sætinu og rétt slapp við fall í lokaumferðinni öll árin. Grindvíkingum er spáð falli af flestum spekingum enda meðal annars búnir að missa aðalsóknarmann sinn til KR. Liðið hefur gengið í gegnum súrt og sætt undanfarin ár en þurfa í sumar að einbeita sér að því að falla ekki úr efstu deild í fyrsta sinn en Grindvíkingar eru eina félagið sem hefur aldrei fallið úr úrvalsdeildinni. Draumur Köttaranna Þróttarar hafa verið að gera fína hluti á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að hafa verið mun rólegri en Valsmenn að styrkja liðið. Þróttarar eru stemmningslið en það gæti samt orðið erfitt að uppfylla draum Köttaranna um að halda liðinu í deildinni í fyrsta sinn síðan eitt litríkasta stuðningsmannafélag landsins var stofnað. Enginn ætti þó að vera svikinn af því að mæta á leiki liðsins, það spilar fínan fótbolta og Köttararar skemmta sér og öðrum á pölllunum. Landsbankadeildin hefur sýnt það undanfarin sumur að spá spekinganna hefur oftast lítið að segja þegar komið er út á grasið og það verða því örugglega lið sem koma á óvart á komandi tímabili, bæði fyrir slaka sem og óvenju góða frammistöðu. Það eru því örugglega margar ástæður fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn til að bætast í hóp þeirra fjölmörgu áhorfenda sem streyma á völlinn næstu fimm mánuði og upplifa skemmtilegt Íslandsmót.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira