Detroit 1 - Indiana 0 10. maí 2005 00:01 Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira
Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjá meira