Sport

Guðjón orðaður við Notts County

Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflavíkur í knattspyrnu, er ekki gleymdur og grafinn á Englandi því enskir fjölmiðlar greina frá því að hann komi til greina sem næsti knattspyrnustjóri enska þriðju deildar liðsins Notts County. Guðjón er nefndur til sögunnar ásamt fimm öðrum knattspyrnustjórum. Notts County er í 19. sæti í ensku þriðju deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×