Fleiri fréttir

Leikaraskapur hjá Ballack

Leikmenn Chelsea eru ósáttir við framkomu þýska landsliðsmannsins Michael Ballack hjá Bayern München en þeir telja að hann hafi fengið vítaspyrnu á lokamínútu leiks Chelsea og Bayern München í meistaradeildinni á miðvikudaginn á óheiðarlegan hátt. Ballack skoraði sjálfur annað mark Bæjara úr spyrnunni en leikmenn Chelsea segja að hann hafi fallið í teignum án þess að komið væri við hann

Hverjir eru Charlton?

Það er óhætt að segja að franski knattspyrnustjórinn Alain Perrin, sem tók við Portsmouth í vikunni, mæti til leiks í ensku knattspyrnunni með hreint borð og lítið af fyrifram gefnum skoðunum á liðum og leikmönnum.

Auglýst eftir mönnum á spjallborði

"Höttur í úrvalsdeild í fyrsta sinn - erum að leita að leikmönnum," segir á spjallborði sport.is. Það er ekki á hverjum degi sem að lið sést auglýsa eftir liðsauka með þessum hætti en að sögn Björgvins Karls Gunnarssonar, fyrirliða Hattar, þótti tilvalið að bregða á þetta ráð.

Leiðin liggur bara upp á við

Valur og HK mætast í oddaleik í Valsheimilinu í dag í átta liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn með einu marki, 26-25, en HK sneri blaðinu við í Digranesi á fimmtudagskvöldið með öruggum sex marka sigri, 34-28.

Það kemur ekkert lengur á óvart

Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík leiðir í einvíginu, 2-1, eftir að hafa unnið þriðja leikinn í Keflavík á fimmtudagskvöldið, 86-83, á dramatískan hátt. Þessir þrír leikir liðanna tveggja hafa verið frábær skemmtun og Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að miðað við það, hvernig þessi rimma hafi þróast þá geti allt gerst í fjórða leiknum í dag

Ólöf við það að tryggja sig inn

Ólöf María Jónsdóttir er enn inni í myndinni með að komast í gegn um niðurskurðinn á Tenerife-mótinu í golfi, sem er liður í Evrópumótaröðinni þegar lítið er eftir af öðrum keppnisdegi sem stendur nú yfir. Síðustu keppendur eru nú að tínast að lokaholunni og má búast við að úrslit liggi fyrir um 7 leytið.

Ólöf áfram í evrópsku mótaröðinni

Ólöf María Jónsdóttir var rétt í þessu að ná besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð þegar hún komst í gegn um niðurskurðinn á Tenerife-mótinu í golfi, sem er liður í Evrópumótaröðinni. Hún er í 40.-46. sæti eftir tvo hringi en niðurskurðurinn í dag miðaðist við 4 högg yfir pari og því glæsilegur árangur hjá Ólöfu.

Rigning og eldingahætta á Masters

Leik á öðrum degi bandaríska Masters mótsins í golfi var hætt í dag vegna rigningar og hættu á eldingum en leikið er á Augusta National vellinum í Georgíu. Erfiðlega hefur gengið að leika mótið sökum veðurs en leik verður þó haldið áfram í kvöld. Bein útsending hefst á Sýn nú kl. 20.00.

Fram yfir í hálfleik gegn ÍBV

Fram er yfir gegn ÍBV, 14-13 í hálfleik í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum karla í handbolta en leikurinn fer fram í íþróttahúsi Fram og hófst kl.19:15. Jón B Pétursson er markahæstur heimamanna í fyrri hálfleik með 5 mörk eins og Samúel Árnason sem hefur skorað jafnmörg mörk fyrir ÍBV.

Enn framlengt hjá Fram og ÍBV

Enn þarf að framlengja í viðureignum Fram og ÍBV í 8 liða úrslitum karla í handbolta en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 27-27. Fyrri leik þessara liða lauk með sigri Eyjamanna í einum lengsta leik sögunnar sem fór í 2 framlengingar og 2 vítakeppnir. Jón B Pétursson er markahæstur heimamanna með 11 mörk eins og Samúel Árnason sem hefur skorað jafnmörg mörk fyrir ÍBV.

Giggs ekki með í undanúrslitunum

Manchester United verður án Ryan Giggs í undanúrslitaleiknum gegn Newcastle í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu um næstur helgi vegna meiðsla. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri hefur afskrifað möguleikana á að velski vængmaðurinn nái sér í tíma en Giggs meiddist á hnésbót.

Fram-sigur eftir framlengingu

Fram knúði fram oddaleik gegn ÍBV með því að leggja Eyjamenn, 31-30 í 8 liða úrslitum karla í handbolta í Framhúsinu í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Fram. Jón Björgvin Pétursson skoraði sigurmark Fram þegar 1 mínúta var eftir af framlengingunni. Markahæsur Fram var Jón Björgvin með 14 mörk.

Fram knúði fram oddaleik

Það gekk mikið á hjá Fram og ÍBV er liðin mættust í Safamýrinni í kvöld. Fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum DHL-deildarinnar endaði með tveim framlengingum og tveim vítakeppnum og sigri ÍBV. Spennan var ekki mikið minni í kvöld en framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og reyndist heimamenn sterkari að þessu sinni.

Howard ekki meira með Rockets

Lið Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta hefur orðið fyrir miklu áfalli, því framherji liðsins Juwan Howard, verður líklega ekki meira með liðinu á tímabilinu.

NBA í nótt

Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA í nótt og spennan eykst jafnt og þétt fyrir úrslitakeppnina sem hefst síðar í mánuðinum. Fá óvænt úrslit litu dagsins ljós og þau lið sem eru að berjast um efstu sætin í úrslitakeppninni, unnu öll leiki sína.

Grant Hill frá út tímabilið

Meiðsladraugurinn heldur áfram að þjaka Grant Hill, framherja Orlando Magic og nú þykir ljóst að hann muni ekki leika meira með liði sínu á þessari leiktíð.

Emil Hallfreðsson á skotskónum

Emil Hallfreðsson átti frábæran leik með varaliði Tottenham Hotspurs í gær, þegar liðið vann stórsigur á Derby, 5-2.

Vörnin svaf á verðinum

Roberto Manchini, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, er ekki tilbúinn að játa sig sigraðan, þótt lið hans hafi beðið lægri hlut gegn grönnum sínum í AC Milan í Meistaradeildinni í gær.

Ancelotti hógvær

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan var hógvær eftir sigur sinna manna á grönnum sínum í Inter í gærkvöldi, en fagnaði endurkomu markaskorara síns.

Terry sakar Ballack um leikaraskap

John Terry, varnarmaður Chelsea, vandaði leikmönnum Bayern og dómurunum ekki kveðjurnar eftir 4-2 sigur sinna manna á Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Perrin til Portsmouth

Lið Portsmouth staðfesti í morgun að félagið hefði náð samningum við Alain Perrin um að taka við stöðu knattspyrnustjóra liðsins.

Bæjarar lofa átökum

Uli Hoeness, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern Munchen, lofar sýningu á síðari leik liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni.

Ólöf María hefur leik

Ólöf María Jónsdóttir úr GK er að hefja leik á Evrópumótaröðinni í Golfi í dag, en hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær þeim árangri að komast inn á mótaröðina.

ÍBV sigraði í maraþonleik

ÍBV sigraði Fram 42-41 eftir vítakeppni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, en leikið var í Vestmannaeyjum. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 24-24, og framlengja þurfti leikinn. Aftur var jafnt, 30-30, og enn og aftur þurfti að framlengja.

Coventry sigraði Forest í gær

Einn leikur var á dagskrá í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Coventry sigraði Nottingham Forrest með tveimur mörkum gegn engu.

Magdeburg stendur vel að vígi

Gummersbach sigraði Magdeburg, 25-24 , í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í Evrópubikarnum í handknattleik í gærkvöldi. Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg sem stendur vel að vígi fyrir síðari leik liðanna í Magdeburg.

Malmö tapaði fyrsta úrslitaleiknum

Guðmundur Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, og félagar hans í sænska liðinu Malmö FF töpuðu 5-1 fyrir Eslöv í fyrsta úrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í borðtennis. Guðmundur lék einn leik og beið lægri hlut, 3 - 1.

Tafir á Masters vegna veðurs

Þrumuveður og miklar rigningar gætu sett strik í reikninginn þegar fyrsta risamót ársins í golfi, US Masters, hefst á Agusta-vellinum í Bandaríkjunum í dag. Keppni hefur þegar verið seinkað vegna veðurs. 93 kylfingar eru skráðir til keppni en heimamaðurinn Phil Mickelson hefur titil að verja. Sýnt verður beint frá Masters-mótinu á Sýn klukkan hálfníu í kvöld.

Chelsea sagði satt

Nú hafa komið fram ný gögn frá Knattspyrnusambandi Evrópu sem sýna að Chelsea hafði rétt fyrir sér eftir allt, þegar þeir héldu því fram að Frank Rijkaard hefði rætt við Anders Frisk í hálfleik á leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum.

Liverpool óttast ólæti

Forráðamenn Liverpool óttast að uppúr sjóði meðal stuðningsmanna á síðari leik liðsins við Juventus í Meistaradeildinni í næstu viku.

Bowyer talar til stuðningsmanna

Lee Bowyer virðist vera mikið í mun að fá stuðningsmenn Newcastle aftur á sitt band eftir slagsmálin við félaga sinn Kieron Dyer um síðustu helgi.

Ólöf María á 2 yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir, golfkona úr GR, lék á tveimur höggum yfir pari á fyrstu 9 holunum á fyrsta mótinu hennar á evrópsku mótaröðinni.

Einum leik í Uefa keppninni lokið

Einum leik í 8-liða úrslitum Uefa keppninnar í knattspyrnu er lokið. CSKA Moskva sigraði franska liðið Auxerre á heimavelli sínum, Lokomotiv Stadium, í Moskvu með fjórum mörkum gegn engu.

16-20 eftir fyrsta leikhluta

Snæfell leiðir með fjögurra stiga mun, 20-16, eftir fyrsta leikhluta í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Snæfellingar byrjuðu mjög vel en Keflvíkingar komu til baka í lok leikhlutans

Keflvíkingar fá mann til reynslu

Keflvíkingar munu dagana 12.-16. apríl fá öflugan Svía til reynslu frá Örgryte, Mikhael Johansson að nafni. Johansson er tvítugur að aldri og hefur leikið með yngri landsliðum Svía.

Keflvíkingar fá mann til reynslu

Keflvíkingar munu dagana 12.-16. apríl fá öflugan Svía til reynslu frá Örgryte, Mikhael Johansson að nafni. Johansson er tvítugur að aldri og hefur leikið með yngri landsliðum Svía.

Jafnt í hálfleik í Keflavík

Þegar gengið er til búningsherbergja í Keflavík er staðan jöfn, 39-39. Snæfellingar byrjuðu betur en Keflvíkingar komu til baka og leikurinn er í algjörum járnum. Nick Bradford er lang stigahæstur hjá Keflvíkingum, búinn að gera 15 stig, þar af þrjá þrista, en Calvin Clemmons er atkvæðamestur hjá Snæfellingum með 12 stig og Hlynur Bæringsson hefur gert 9.

Ólöf María á 76 höggum á Tenerife

Ólöf María Jónsdóttir GK var rétt í þessu að ljúka við fyrsta hring sinn á Evrópsku mótaröðinni. Lék hún hringinn á 76 höggum eða 4 höggum yfir pari. Hringurinn var nokkuð köflóttur hjá henni en hún er með 4 fugla, fjóra skolla, 2 skramba og átta pör.

Allt í járnum í Keflavík

Það er allt í járnum fyrir síðasta leikhluta í Keflavík, en heimamenn leiða með einu stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 63-62.

Keflavík komið í 2-1

Keflavík sigrað Snæfell í hörkuleik í Keflavík með þriggja stiga mun, 86-83, og þurfa nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

ÍR og Haukar áfram

Þrír leikir fóru fram í 8-liða úrslitum DHL deildarinnar í handknattleik karla í kvöld.

Mikill heiður að vera valinn

Eins og fram kom á dögunum hefur Jón Arnór Stefánsson, leikmaður rússneska liðsins Dynamo St. Petersburg, verið valinn í Evrópuúrval Stjörnuleiks FIBA sem fram fer á Kýpur fimmtudaginn 14. apríl.

Á fjórum höggum yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir braut í gær blað í sögu kvennagolfsins á Íslandi þegar hún lék fyrsta hringinn á Tenerife-mótinu á evrópsku kvennamótaröðinni og varð þar með fyrsti íslenski kvennkylfingurinn til að gera slíkt.

Sjá næstu 50 fréttir