Sport

Ólöf María hefur leik

Ólöf María Jónsdóttir úr GK er að hefja leik á Evrópumótaröðinni í Golfi í dag, en hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær þeim árangri að komast inn á mótaröðina. Ólöf keppir á Costa Adeje vellinum í Tenerife á Kanaríeyjum og er hið fimmta á mótaröðinni, en áður hafa farið fram mót í Suður-Afríku, Singapore, Ástralíu og Tælandi. Ólöf á rástíma klukkan 13:05 og er því nýbyrjuð að leika á mótinu. Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu í heimasíðu Víkurfrétta á slóðinni www.vikurfrettir.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×