Sport

Emil Hallfreðsson á skotskónum

Emil Hallfreðsson átti frábæran leik með varaliði Tottenham Hotspurs í gær, þegar liðið vann stórsigur á Derby, 5-2. Emil lék í stöðu vinstri bakvarðar í leiknum, sem verður að teljast nokkuð óvanaleg staða fyrir piltinn, en það kom ekki að sök því hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði svo eitt sjálfur með skalla í lokin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×