Sport

Rigning og eldingahætta á Masters

Leik á öðrum degi bandaríska Masters mótsins í golfi var hætt í dag vegna rigningar og hættu á eldingum en leikið er á Augusta National vellinum í Georgíu. Erfiðlega hefur gengið að leika mótið sökum veðurs en leik verður þó haldið áfram í kvöld og er veðurspáin fyrir helgina nokkuð jákvæð. Breski kylfingurinn David Howell er efstur ásamt landa sínum Luke Donald og Bandaríkjamanninum Chris DiMarco en þeir eru allir á 5 undir pari. Fiji búinn Vijay Singh kemur næstur í fjórða á 4 undir pari en Tiger Woods er í tómum vandræðum og er í 36. sæti á 2 yfir pari. Bein útsending hefst á Sýn nú kl. 20.00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×