Sport

Ólöf María á 76 höggum á Tenerife

Ólöf María Jónsdóttir GK var rétt í þessu að ljúka við fyrsta hring sinn á Evrópsku mótaröðinni. Lék hún hringinn á 76 höggum eða 4 höggum yfir pari. Hringurinn var nokkuð köflóttur hjá henni en hún er með 4 fugla, fjóra skolla, 2 skramba og átta pör. Á www.vikurfrettir.is er greinagóð lýsing á hringnum hjá Ólöfu Maríu sem er í 90.-104. sæti nú þegar einungis nokkrir keppendur eiga eftir að ljúka leik. Að loknum 2 hringjum verður niðurskurður og komast 72 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við skorið í dag þarf Ólöf María að bæta sig um 2 högg á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Þetta kemur fram á www.golf.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×