Sport

Perrin til Portsmouth

Lið Portsmouth staðfesti í morgun að félagið hefði náð samningum við Alain Perrin um að taka við stöðu knattspyrnustjóra liðsins. Honum til aðstoðar verður David Pleat, fyrrum stjóri Tottenham Hotspurs. "Við erum ánægðir með að hafa náð samningum við Perrin og hann mun strax taka við félaginu og hjálpa því að halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Hann þarf að aðlagast nýju starfsumhverfi og enginn er að okkar mati hæfari til að setja hann inn í gang mála í enska boltanum en David Pleat," sagði stjórnarformaður Portsmouth, eftir að tilkynnt var að samningar hefðu náðst í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×