Sport

Giggs ekki með í undanúrslitunum

Manchester United verður án Ryan Giggs í undanúrslitaleiknum gegn Newcastle í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu um næstur helgi vegna meiðsla. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri hefur afskrifað möguleikana á að velski vængmaðurinn nái sér í tíma en Giggs haltraði af velli eftir aðeins 5 mínútna leik í markalausa jafnteflisleiknum gegn Blackburn í úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Giggs meiddist á hnésbót og missir eðlilega líka af leiknum gegn Norwich í deildinni á morgun laugardag. Man Utd samþykkti nýlega að framlengja samninginn við Giggs um 3 ár en hann hafði um tíma átt í stappi við félagið um nýjan samning. Man Utd vildi einungis framlengja samninginn um eitt ár sökum aldurs leikmannsins samkvæmt stefnu félagsins. Giggs verður 32 ára á árinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×