Fleiri fréttir

Keflavík dró kæruna til baka

Mikið hefur verið rætt um mistök sem áttu sér stað á ritaraborði á leik Snæfells og Keflavíkur í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik.

Hefði átt að verja, sagði Carson

Scott Carson, markvörður Liverpool, fullyrti að hann hefði átt að gera betur eftir leikinn gegn Juventus á Anfield í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sunderland nær úrvalsdeildarsæti

Sunderland færðist nær sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðið sigraði Wigan 1-0 á útivelli. Sunderland er með 84 stig og er 5 stigum á undan Ipswich sem er í öðru sæti eftir 4-3 sigur á Rotherham.

Stephan með 17 mörk gegn Wetzlar

Þýski landsliðsmaðurinn Daniel Stephan skoraði 17 mörk þegar Lemgo sigraði Wetzlar 30-29 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. 11 af mörkum Stephans komu af vítalínunni. Logi Geirsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo og Róbert Sighvatsson 5 fyrir Wetzlar.

Rush hættur hjá Chester

Ian Rush lét í morgun af starfi sem knattspyrnustjóri hjá velska fótboltaliðinu Chester City. Rush var óánægður með stjórn félagsins og kornið sem fyllti mælinn var sú ákvörðun að segja upp samningi aðstoðarmanns hans, Marks Aizelwoods.

FIFA semur við Sony til sjö ára

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, fær 18,8 milljarða íslenskra króna fyrir sjö ára samning við Sony-samsteypuna sem verður einn aðalbakhjarl sambandsins. Samingurinn tekur gildi árið 2007 og er til 2014. Þrír helstu bakjarlar FIFA verða eftir þetta Sony, Adidas og Hyundai.

Framtíð Keane hjá Spurs í uppnámi

Robbie Keane, leikmaður hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóranum Martin Jol um þessar mundir.

Crespo vill vera áfram hjá Milan

Argentínumaðurinn Hernan Crespo er staðráðinn í að vera áfram innan raða ítalska liðsins AC Milan en hann er í láni hjá félaginu frá Chelsea þangað til í sumar.

Pistone áfram hjá Everton?

Ítalski bakvörðurinn Alessandro Pistone heldur í vonina um að fá áframhaldandi samning hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Alain Perrin til Portsmouth?

Miklar líkur eru á að lið Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni muni ráða Alain Perrin sem knattspyrnustjóra liðsins.

Nýr framkvæmdastjóri hjá BAR

Gil De Ferran, fyrrum ökumaður í Indy Racing League, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri íþróttasviðs hjá BAR-Honda í Formúlu 1 kappakstrinum.

Woods sigurstranglegur

Jack Nicklaus telur að Tiger Woods sé sigurstranglegastur fyrir Masters-mótið sem hefst á fimmtudaginn kemur.

Viduka meiddur út tímabilið

Mark Viduka, framherji Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun ekki leika meira með liðinu í vetur.

Eiður í byrjunarliðinu

Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Eiður er í fremstu víglínu ásamt Frakkanum Didier Drogba.

Joe Cole kemur Chelsea yfir

Joe Cole var rétt í þessu að koma Chelsea yfir gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu, en aðeins tæpar fimm mínútur voru liðnar af leiknum þegar Cole skoraði. Cole tók skot utan af velli, skotið virtist meinlaust og Oliver Kahn virtist vera með þetta allt á hreinu. En skotið fór í brasilíska varnarmanninn Lucio og breytti um stefnu og Kahn var varnarlaus.

Bowyer og Dyer með gegn Sporting

Stjóri Newcastle, Skotinn Graeme Souness, hefur nefnt slagsmálahundana tvo, Lee Bowyer og Kieron Dyer, í hópinn sinn í Uefa keppninni fyrir leikinn í 8-liða úrslitum gegn Sporting Lisbon.

Mellberg fór í aðgerð í dag

Fyrirliði Aston Villa, Svíinn Olof Mellberg, fór í aðgerð í morgun vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í 3-0 sigurleiknum gegn Newcastle á St James Park á laugardaginn. Ekki er ennþá vitað hvað hinn 27 ára gamli varnarmaður verður lengi frá keppni.

Bayern búið að jafna

Bastian Schweinsteiger var rétt í þessu að jafna fyrir Bayern Munchen gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu.

Lampard kemur Chelsea yfir aftur

Frank Lampard er búinn að koma Chelsea aftur yfir gegn Bayern Munchen með tveimur góðum mörkum á 60. og 70. mínútu og staðan orðin vænleg, 3-1, hjá Chelsea.

Shevchenko kemur Milan í 2-0

Knattspyrnumaður Evrópu, Úkraínumaðurinn Andrei Shevchenko var að koma AC Milan í 2-0  með marki á 74. mínútu í leik gegn Inter í Meistaradeild Evrópu. Pirlo tók aukaspyrnu, gaf fyrir og þar kom Andrei Shevchenko og skallaði framhjá Toldo í markinu. Í fagnaðarlátunum reif hann af sér treyjuna og fékk að launum gult spjald.

Drogba skorar fjórða markið

Didier Drogba var að skora fjórða mark Chelsea gegn Bayern Munchen. Eftir atgang í teignum átti Eiður Smári skot sem Kahn varði en Drogba fylgdi vel á eftir og skoraði 4-1.

Chelsea sigrar Bayern 4-2

Chelsea sigraði Bayern Munchen á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í kvöld með fjórum mörkum gegn tveimur. Joe Cole kom Chelsea yfir strax á fjórðu mínútu og og þannig var staðan í hálfleik.

AC Milan sigraði Inter 2-0

AC Milan sigraði Inter 2-0 í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Jaap Stam og Andrei Shevchenko skoruðu mörkin. Inter var betra liðið í fyrri hálfleik en Milan í þeim síðari. Varnarlínan var ótrúlega sterk hjá Milan í kvöld, en liðið spilaði varnarleikinn nánast óaðfinnanlega.

Keflavík Íslandsmeistari

Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna, þriðja árið í röð, þegar liðið lagði Grindavík með þrettán stiga mun, 70-57, í Keflavík í kvöld. Keflavík vann þar með einvígið 3-0.

Ítalska pressan óánægð

Ítalska pressan er ekki ánægð með hegðun Ítölsku áhorfendurna á leik Liverpool og Juventus á Anfield í gærkvöldi. Stuðningsmenn Liverpool stóðu fyrir minningarathöfn vegna þeirra 39 sem létust, þar af 38 stuðningsmenn Juventus, á Heysel leikvanginum þegar liðin mættust í úrslitaleik Evrópukeppninnar fyrir tuttugu árum.

Stjarnan í undanúrslit

Stjörnustúlkur úr Garðabæ tryggðu sér í kvöld þáttökurétt í undanúrslitum DHL deildarinnar, þegar þær lögðu Gróttu/KR í oddaleik liðanna í Ásgarði.

Þriðji í röð hjá Keflavíkurstúlkum

Kvennalið Keflavíkur í körfubolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn með 13 stiga sigri á Grindavík, 70-57, í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunm en þetta var þriðja árið í röð sem Keflavíkur vinnur úrslitaeinvígið 3-0.

Vítin voru aumingjaskapur

HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld.

Ponsumót Bjarkanna 2005

Nærri 100 stúlkur á aldrinum 6 til 10 ára öttu kappi á svokölluðu Ponsumóti sem Fimleikafélagið Björk hélt um liðna helgi. Ponsumót er vinamót þriggja félaga, Fimleikafélag Keflavíkur, Fimleikadeild Stjörnunnar og Bjarkanna. Keppt var í 6. þrepi fimleikastigans í áhaldafimleikum.

Úrslitin dæmd ógild?

Svo gæti farið að slæm mistök á ritaraborði í leik Snæfells og Keflavíkur í gærkvöld dragi dilk á eftir sér því tveggja stiga karfa, sem Jón Hafsteinsson skoraði fyrir Keflavík í lok þriðja leikhluta, var þurrkuð út.

Juninho á leið heim

Brasilíski knattspyrumaðurinn Juninho er sagður á leið til heimalands síns eftir að lið Glasgow Celtic sagði upp samningi sínum við hann í gær.

Lehmann fær tveggja leikja bann

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í Evrópukeppni fyrir hegðun sína eftir tapið gegn löndum sínum í Bayern Munchen á dögunum.

Vinátta yfirskrift leiksins

Hver einasti stuðningsmaður Juventus sem kemur á Anfield í kvöld fær armband sem er í litum Liverpool og Juventus með áletruninni „vinátta“, bæði á ensku og ítölsku. Þá ætla stuðningsmenn Liverpool að búa til mósaíkmynd í stúkunni með áletruninni „vinátta“.

Mourinho treystir leikmönnum sínum

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa fulla trú á að leikmenn sínir geti spjarað sig án hans gegn Bayern Munchen annað kvöld, en stjórinn tekur út bann í leiknum og má því eiga lítil sem engin afskipti af liðinu meðan á leik stendur.

Samhugur á Anfield

Mikil viðhöfn verður á leik Liverpool og Juventus í Meistaradeildinni í kvöld, til að minnast fórnarlambanna á Heysel leikvangnum fyrir réttum 20 árum, þegar veggur hrundi á úrslitaleik liðanna í keppninni og varð 39 manns að bana.

Regnmaðurinn í grjótinu

Fyrrum körfuboltamaðurinn Shawn Kemp, sem gerði garðinn frægan hjá Seattle Supersonics á sínum tíma, var nýverið handtekinn fyrir að vera með fíkniefni og skotvopn í fórum sínum.

Red Bull skipta um ökumann

Christian Klien, ökumaður Red Bull í formúlu 1 sem ekið hefur með David Coulthard í fyrstu þremur keppnum ársins, þarf að víkja fyrir Ítalanum Vitantonio Liuzzi í að minnsta kosti þrjú næstu mót.

Bannið stendur hjá Dyer

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að vísa frá áfrýjun Kieron Dyer frá í máli knattspyrnumannsins sem fékk rautt spjald um helgina fyrir áflog.

Mourinho verður víðs fjarri

Baltemar Brito, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Chelsea, hefur staðfest að Mourinho verði hvergi nærri Stamford Bridge þegar Chelsea mætir Bayern Munchen í Meistaradeildinni annað kvöld.

Pamarot frá út tímabilið

Bakvörðurinn sterki Noe Pamarot hjá Tottenham Hotspurs, verður frá keppni út tímabilið eftir að í ljós kom að hann sleit liðbönd á hné í byrjun leiks gegn Birmingham um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir