Fleiri fréttir

Tvö lið betri en Ferrari

Renault og McLaren eru bæði með hraðskreiðari bíla en Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum samkvæmt Ralf Schumacher, ökumanni Toyotaliðsins.

Roddick varði titilinn

Tenniskappinn Andy Roddick þurfti ekki nema 49 mínútur til að leggja Cyril Saulnier af velli í San Jose og varði þar með SAP Open titilinn sinn.

Steve Davis vann meistarann

Ballskáksgoðið og Íslandsvinurinn Steve Davis gerði vonir Paul Hunter um að verja Masters-titil sinn að engu með 6-5 sigri í London í fyrradag.

Arsenal flengdi Palace

Englandsmeistarar Arsenal lentu ekki í neinum vandræðum þegar þeir tóku á móti Crystal Palace á heimavelli sínum, Highbury, í kvöld. Meistararnir leiddu 3-0 í hálfleik og unnu að lokum stórsigur, 5-1.

Stúdínur lögðu KR

ÍS lagði KR í 1. deild kvenna í körfuboltanum í kvöld. Lokatölur voru 79-66 en Stúdínur lögðu með þrem stigum í hálfleik, 35-32.

Snæfell sigraði á Ísafirði

Einn leikur fór fram í Intersportdeildinni í kvöld er Snæfell heimsótti KFÍ á Ísafirði. Gestirnir leiddu með þrem stigum í hálfleik, 49-46, og unnu að lokum 13 stiga sigur, 93-80.

Barcelona náði sjö stiga forystu

Barcelona náði í gærkvöldi sjö stiga forystu í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar liðið sigraði Real Zaragosa, 4-1, á útivelli. Valencia, sem vermir þriðja sætið með 38 stig, fór illa að ráði sínu á heimavelli þegar liðið beið lægri hlut fyrir Deportivo, 2-1.

Saunders rekinn frá Minnesota

Forráðamenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni ráku í gær aðalþjálfara liðsins, Flip Saunders, en Saunders hefur þjálfað Minnesota síðan 1995, nær allar götur síðan félagið var stofnað. Forráðamenn Wolves misstu þolinmæðina þegar liðið, sem komst í úrslt Vesturdeildarinnar í fyrra, tapaði með 18 stigum fyrir Utah Jazz í fyrrinótt.

Iverson með 60 stig

Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA-deildinni, setti persónulegt met í nótt er hann skoraði heil 60 stig í sigurleik gegn Orlando Magic. Iverson, sem er stigahæsti leikmaður NBA í ár, átti áður 58 stig best en hann gaf einnig 6 stoðsendingar og stal 6 boltum í leiknum.

Inter enn taplaust

Á Ítalíu voru tveir leikir á dagskrá í gær. Lazio vann Atalanta með tveimur mörkum gegn einu og Inter sigraði Roma, 2-0.

Tottenham vann WBA

Í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í gær vann Tottenham WBA, 3-1, Fullham vann Derby, 4-2, í framlengdum leik og Hartlepool tapaði á heimavelli fyrir Brentford, 0-1. Í dag verður leikur Sheffield United og West Ham sýndur á Sýn klukkan fjögur.

Nýtt heimsmet í stangastökki

Rússneski stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva setti í gær heimsmet í stangastökki kvenna innanhúss er hún fór yfir 4,87 m á móti í Donetsk, Úkraínu. Þetta ver ennfremur fyrsta mót Isinbayevu, sem er Ólympíumeistari í greininni, á árinu. Isinbayeva á einnig heimsmetið utanhúss, 4,91 m.

Markalaust í Manchester

Hálfleikur er nú í grannaslag Manchester-borgar þar sem City og United eigast við á heimavelli hinna fyrrnefndu. Enn hefur ekkert mark litið dagsins ljós en leikurinn hefur þó verið fjörugur og boðið upp á þó nokkur marktækifæri. Það besta fékk kempan Steve McManaman eflaust en hann klúðraði af stuttu færi.

Takaoka vann Tokyo maraþonið

Japaninn Toshinari Takaoka vann í nótt alþjóðlega Tokyo maraþonið. Takaoka kom í mark meira en þremur mínútum á undan næsta manni, Zebedayo Bayo frá Tansaníu, á tímanum 2 klukkustunum og 7.41 mínútum. Zebedayo var á tímanum 2:10.51.

Góður árangur á meistaramótinu

Góður árangur náðist á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í Egilshöll í gær. Sigurbjörg Ólafsdóttir Breiðabliki vann sigur í tveimur greinum, 60 metra hlaupi og langstökki, og Ólafur Guðmundsson úr UMSS vann sigur í hástökki og langstökki. Keppni á meistaramótinu lýkur í dag.

Silja tryggði sér keppnisrétt

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, tryggði sér í gærkvöld keppnisrétt í 400 metra hlaupi á bandaríska háskólameistaramótinu innanhúss þegar hún varð fjórða á móti í Arkansas á 53,51 sekúndu.

Grönholm úr leik

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm er úr leik í sænska rallinu eftir að hafa keyrt út af  og og velt bíl sínum á 16. sérleið kappakstursins í gær. Norðmaðurinn Petter Solberg hefur því góða forystu en aðeins fjórar af tuttugu leiðum eru ófarnar.

Flensburg burstaði Wilhelmshaven

Flensburg er á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en liðið burstaði Wilhelmshaven á útivelli, 30-18. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir heimamenn. Dusseldorf steinlá heima fyrir Goppingen, 31-23. Alexander Peterson skoraði sjö mörk fyrir Dusseldorf og Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú.

Óli með góðan leik

Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk þegar Ciudad Real vann Teucro, 33-22, á útivelli í spænska handboltanum í gær. Ciudad er á toppnum í deildinni með 27 stig. Dagur Sigurðsson skoraði fjögur mörk þegar Bregenz tapaði fyrir Linz, 29-26, í austurríska handboltanum.

Lokeren gerði markalaust jafntefli

Lokeren gerði markalaust jafntefli gegn La Louvier í belgísku fyrstu deildinni í knattspyrnu og er liðið í níunda sæti deildarinnar. Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson voru allir í byrjunarliði Lokeren.

Fast sigraði á Nýja-Sjálandi

Sænski kylfingurinn Niklas Fast sigraði á Opna Nýja-Sjálandsmótinu í golfi í dag þegar hann sigraði Miles Tunnicliff frá Englandi á annarri holu í bráðabana. Á Pebble Beach mótinu sem fram fer í Kaliforníu hefur Phil Mickelson sjö högga forskot að loknum þremur hringjum.

Mikilvægur sigur hjá United

Manchester United vann í dag mikilvægan 2-0 sigur á grönnum sínum í Manchester City og minnkaði þannig forystu Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í 9 stig. Wayne Rooney var maðurinn á bak við sigur United en hann skoraði fyrra mark United á 65. mínútu og átti síðan fyrirgjöf sjö mínútum síðar sem Richard Dunne stýrði í eigið net.

Haukar bikarmeistarar

Haukastúlkur urðu í dag bikarmeistarar er þær báru sigurorð af Grindavík í æsispennandi úrslitaleik, 72-69. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka til sigurs með 22 stig og tveimur vítaskotum á ögurstundu en Myriah Spence var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 33 stig.

Solberg vann sænska rallið

Norðmaðurinn Petter Solberg vann í dag sænska rallið í Karlstad sem er liður í heimsmeistarakeppninni. Sigur Solberg var í raun aldrei í hættu eftir að Finninn Marcus Grönhol keyrði út af í gær en þá skildu aðeins 12.6 sekúndur kappana að. Solberg endaði þriggja daga rallið 2 mínútum og 11.1 sekúndum á undan mæsta manni, Markko Martin.

Safina vann á Open Gaz

Dinara Safina frá Rússlandi vann í dag Open Gaz mótið í Frakklandi með því að vinna hina frönsku Amalie Mauresmo 6-4, 2-6 og 6-3. Safina, sem er systir Marats Safins sem vann opna ástralska meistaramótið á dögunum, er aðeins 18 ára og fékk fyrir sigurinn tæpar 10 milljónir króna.

Stórsigur hjá Feyenoord

Feyenoord vann í dag stórsigur á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur voru 7-0 heimamönnum í vil þar sem Nicky Hofs skoraði þrennu og Dirk Kuijt tvö mörk. Nourdin Boukari tryggði Ajax 2-1 sigur á NAC Breda með því að skora bæði mörk liðsins. Það síðara kom á 88. mínutu leiksins.

Juventus aftur á beinu brautina

Juventus komst í dag aftur á beinu brautina í ítölsku úrvalsdeildinni eftir tvo tapleiki í röð. Juve vann Udinese á heimavelli, 2-1, með mörkum frá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og Mauro Camoranesi. David di Michele minnkaði muninn fyrir Udinese í blálok leiksins. Juve hefur því fimm stiga forystu á AC Milan, sem á leik til góða í kvöld.

Njarðvík yfir í hálfleik

Njarðvíkingar hafa yfir í hálfleik gegn Fjölni í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfuknattleik, 43-39. Njarðvíkingar komu sterkir til leiks og skoruðu átta fyrstu stig leiksins en þá tóku Fjölnismenn leikhlé og endurskipulögð leik sinni. Fjölnismenn komust síðan yfir um miðbik hálfleiksins en Njarðvíkingar sigu fram úr undir lokin.

Stjórn KSÍ var einróma endurkjörin

Stjórn KSÍ var einróma endurkjörinn á ársþingi sambandsins á laugardaginn. Sambandið áætlar að skila tæplega 500 þúsund króna hagnaði á þessu ári en fjárhagsáætlun stjórnarinnar var samþykkt á ársþinginu. Þetta þing var í rólegri kantinum og voru engar stórvægilegar tillögur samþykktar. </font />

Erfiðir mótherjar á EM í sumar

<font face="Helv"> Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri, sem vann það frækna afrek að bera sigur úr býtum í B-deild Evrópukeppninnar síðasta sumar á erfitt verkefni fyrir höndum í A-deildinni á þessu ári en dregið var í riðla í Prag í Tékklandi í gær. </font>

Petersson með sjö mörk

Alexander Petersson skoraði sjö mörk og var markahæsti leikmaður Düsseldorf sem tapaði fyrir Göppingen, 31-23, á á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handbolta á laugardaginn. Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf en Jaliesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen.

Torben Winther rekinn

<font face="Helv"> Torben Winther hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt liðinu undanfarin fimm ár og komið því í hóp bestu liða heims á þeim tíma. </font>

Tilboði Glazer hafnað

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United hafa gefið það út að tilboði bandaríska kaupsýslumannsins Malcolms Glazer í félagið verði ekki tekið. Forráðamenn félagsins hafa ekki mikla trú á því að Glazer hafi í raun og veru fjárhagslegt bolmagn til að kaupa félagið sem er metið á tæpa 100 milljarða íslenskra króna.

Vignir í viðræðum við Skjern

Vignir Svavarsson, línumaðurinn sterki hjá Haukum og íslenska landsliðinu, er staddur í Danmörku þessa dagana þar sem hann ræðir við danska liðið Skjern. Gamli Haukamaðurinn Aron Kristjánsson er aðstoðarþjálfari liðsins en einnig leika miðjumaðurinn Ragnar Óskarsson og Jón Jóhannsson með liðinu.

Owen leiðist á bekknum

Enski framherjinn Michael Owen er orðinn leiður á því að verma varamannabekkinn hjá spænska stórliðinu Real Madrid og segir það ekki vera uppbyggilegt fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári.

Tyrki á leið til CSKA Moskvu

Tyrkneski framherjinn Nihat Kahveci, sem leikur með spænska liðinu Real Sociedad gæti verið á leið til rússneska liðsins CSKA Moskvu en samkvæmt rússneskum fjölmiðlum á hann aðeins eftir að komast að samkomulagi við félagið um laun.

Nýr samningur hjá Ronaldo

Portúgalska ungstirnið Cristiano Ronaldo er nálægt því að komast að samkomulagi við Manchester United um nýjan samning en hann á enn eftir rúm þrjú ár af núgildandi samningi sínum.

Henry vill enda hjá Arsenal

Franski framherjinn Thierry Henry segist vilja enda ferilinn sinn hjá Arsenal. Samningur hans við Arsenal rennur út 2007 en þá verður Henry 29 ára gamall.

Helena fór fyrir Haukunum

Helena Sverrisdóttir lagði grunninn að sigri Hauka á Grindavík í hádramatískum úrslitaleik kvenna í gær með frábærum alhliða leik. Helena skoraði 22 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók níu fráköst og stóðst pressuna á ögurstundu þegar hún setti niður tvö vítaskot þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum.

Lok, lok og læs hjá Njarðvík

Njarðvíkingar tóku Fjölnismenn í kennslustund í varnarleik í Laugardalshöllinni í gær þegar liðin mættust í bikarúrslitaleiknum í karlaflokki í körfu. Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi, 90-64, eftir að hafa haft yfir, 43-39, í hálfleik.

Ársþing KSÍ hófst í morgun

59. ársþing Knattspyrnusambands Íslands var sett á Hótel Loftleiðum í morgun. Jeff Tompson, formaður enska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum Knattspyrnusambands Evrópu, er sérstakur gestur á þinginu.

Ekki rétt hjá Gunnari

Forráðamenn Fylkis í Árbæ segja það ekki rétt sem kom fram hjá Gunnari Sigurðssyni, fyrrum hæstráðenda knattspyrnumála á Akranesi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að ekkert íslenskt lið hafi komist upp úr forkeppni á Evrópumótunum í knattspyrnu síðustu ár. Það hafi Fylkir gert árið 2001 og einnig FH á síðasta sumri.

Einar með tvö í sigurleik

Einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk þegar Wallau Massenheim sigraði Hamborg 33-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Wallau er í níunda sæti deildarinnar með 19 stig en Hamborg í 5. sæti með 27 stig.

Wenger vill tala við Reyes

Framkvæmdastjóri Arsenal, Frakkinn Arsene Wenger, sagði í dag að ef Jose Antonio Reyes vilji fara frá félaginu þurfi hann bara að koma og tala við sig.

Sjá næstu 50 fréttir