Sport

Tvö lið betri en Ferrari

Renault og McLaren eru bæði með hraðskreiðari bíla en Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum samkvæmt Ralf Schumacher, ökumanni Toyotaliðsins. "Það sést langar leiðir að þessi tvö lið eru bestu lið Formúlunnar í dag," sagði Schumacher eftir að hafa fylgst með tilraunaakstri liðanna. "Ferrari fylgir fast á hæla þeirra, svo Williams, Bar og við," bætti Schumacher við. Tímabilið hefst 6. mars næstkomandi í Melbourne í Ástralíu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×