Sport

Arsenal flengdi Palace

Englandsmeistarar Arsenal lentu ekki í neinum vandræðum þegar þeir tóku á móti Crystal Palace á heimavelli sínum, Highbury, í kvöld. Meistararnir leiddu 3-0 í hálfleik og unnu að lokum stórsigur, 5-1. Thierry Henry skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og þeir Patrick Vieira, Dennis Bergkamp og Jose Antonio Reyes bættu einu marki við hvor. Andrew Johnson skoraði eina mark Palace úr vítaspyrnu. Það vakti athygli í leiknum að enginn Englendingur var í leikmannahópi Arsenal í kvöld en það hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×