Helena fór fyrir Haukunum 13. febrúar 2005 00:01 Helena Sverrisdóttir lagði grunninn að sigri Hauka á Grindavík í hádramatískum úrslitaleik kvenna í gær með frábærum alhliða leik. Helena skoraði 22 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók níu fráköst og stóðst pressuna á ögurstundu þegar hún setti niður tvö vítaskot þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Grindavík fékk reyndar tækifæri til að jafna leikinn á síðustu sekúndu leiksins en þriggja stiga skot Myriah Spence rétt geigaði. "Þetta var alltof mikil spenna. Við ætluðum ekki að gera þetta svona rosa jafnt. En þetta sleppur - við unnum," sagði Helena skælbrosandi í samtali við Fréttablaðið að leik loknum í gær. "Við vissum það að við erum með langfljótasta liðið í deildinni og við lögðum upp með það að keyra þær niður strax frá byrjun og það skilaði okkur sigri á endanum," bætti Helena við. Leikurinn í gær bauð upp á allt sem prýða þarf góðan körfuboltaleik, mikinn hraða og baráttu, gríðarlega stemningu á pöllunum og síðast en ekki síst hrikalega spennu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og pressuðu lið Grindavíkur stíft. Vörn Hauka var gríðarlega öflug í fyrsta leikhluta og skilaði hún liðinu fjölmörg hraðaupphlaup sem títtnefnd Helena leiddi oftast nær af stakri snilld. Pálína Gunnlaugsdóttir spilaði mjög öfluga vörn á Erlu Reynisdóttir, leikstjórnanda Grindavíkur, sem olli því að liðið náði aldrei neinum takti í sóknarleiknum. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-14 Haukum í vil og héldu yfirburðirnir áfram í öðrum leikhluta. Mestur varð munurinn 18 stig, 34-16, þegar 16 mínútur voru búnar af leiknum. Grindavíkurstúlkur vöknuðu aðeins til lífsins undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn í 36-27 áður en flautað var til hálfleiks. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Ebony Shaw sína fjórðu villu hjá Haukum og tók Agúst Björgvinsson þjálfari hana skiljanlega af leikvelli. Við það riðlaðist leikur Hauka, Grindvíkingar gengu á lagið og í upphafi fjórða leikhluta höfðu þær jafnað leikinn 52-52. Eftir það var leikurinn í járnum allt til enda og var um tíma nánast um einvígi tveggja leikmanna að ræða, þeirra Helenu hjá Haukum og Spence hjá Grindavík. Hlutirnir gerðust hratt á lokamínútunum en sem fyrr segir voru það Haukastúlkur sem höfðu betur á endanum. Auk Helendu átti Pálína fínan leik hjá Haukum og þótt Shaw hafi oft leikið betur skiptir nærvera hennar inni á vellinum miklu málið fyrir liðið. Hjá Grindavík var Spence yfirburðaleikmaður, skoraði 33 stig og hélt Grindavík inn í leiknum allt til enda nánast upp á sitt einsdæmi. Körfubolti Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira
Helena Sverrisdóttir lagði grunninn að sigri Hauka á Grindavík í hádramatískum úrslitaleik kvenna í gær með frábærum alhliða leik. Helena skoraði 22 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók níu fráköst og stóðst pressuna á ögurstundu þegar hún setti niður tvö vítaskot þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Grindavík fékk reyndar tækifæri til að jafna leikinn á síðustu sekúndu leiksins en þriggja stiga skot Myriah Spence rétt geigaði. "Þetta var alltof mikil spenna. Við ætluðum ekki að gera þetta svona rosa jafnt. En þetta sleppur - við unnum," sagði Helena skælbrosandi í samtali við Fréttablaðið að leik loknum í gær. "Við vissum það að við erum með langfljótasta liðið í deildinni og við lögðum upp með það að keyra þær niður strax frá byrjun og það skilaði okkur sigri á endanum," bætti Helena við. Leikurinn í gær bauð upp á allt sem prýða þarf góðan körfuboltaleik, mikinn hraða og baráttu, gríðarlega stemningu á pöllunum og síðast en ekki síst hrikalega spennu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og pressuðu lið Grindavíkur stíft. Vörn Hauka var gríðarlega öflug í fyrsta leikhluta og skilaði hún liðinu fjölmörg hraðaupphlaup sem títtnefnd Helena leiddi oftast nær af stakri snilld. Pálína Gunnlaugsdóttir spilaði mjög öfluga vörn á Erlu Reynisdóttir, leikstjórnanda Grindavíkur, sem olli því að liðið náði aldrei neinum takti í sóknarleiknum. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-14 Haukum í vil og héldu yfirburðirnir áfram í öðrum leikhluta. Mestur varð munurinn 18 stig, 34-16, þegar 16 mínútur voru búnar af leiknum. Grindavíkurstúlkur vöknuðu aðeins til lífsins undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn í 36-27 áður en flautað var til hálfleiks. Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Ebony Shaw sína fjórðu villu hjá Haukum og tók Agúst Björgvinsson þjálfari hana skiljanlega af leikvelli. Við það riðlaðist leikur Hauka, Grindvíkingar gengu á lagið og í upphafi fjórða leikhluta höfðu þær jafnað leikinn 52-52. Eftir það var leikurinn í járnum allt til enda og var um tíma nánast um einvígi tveggja leikmanna að ræða, þeirra Helenu hjá Haukum og Spence hjá Grindavík. Hlutirnir gerðust hratt á lokamínútunum en sem fyrr segir voru það Haukastúlkur sem höfðu betur á endanum. Auk Helendu átti Pálína fínan leik hjá Haukum og þótt Shaw hafi oft leikið betur skiptir nærvera hennar inni á vellinum miklu málið fyrir liðið. Hjá Grindavík var Spence yfirburðaleikmaður, skoraði 33 stig og hélt Grindavík inn í leiknum allt til enda nánast upp á sitt einsdæmi.
Körfubolti Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira