Sport

Ársþing KSÍ hófst í morgun

59. ársþing Knattspyrnusambands Íslands var sett á Hótel Loftleiðum í morgun. Jeff Tompson, formaður enska knattspyrnusambandsins og einn af varaforsetum Knattspyrnusambands Evrópu, er sérstakur gestur á þinginu. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var kjörinn formaður til tveggja ára á síðasta ársþingi og öll stjórn sambandsins verður endurkjörin í dag. Á þinginu verður lagt til að fjölgað verði í 1. deild karla úr 10 í 12 árið 2006 og einnig verða lagðar fram tillögur um breytingar á bikarkeppninni.  Þá verður einnig lagt til að fjármagn frá Knattspyrnusambandi Evrópu, sem á undangengnum árum hefur verið skipt á milli félaga í efstu deild, verði skipt á milli allra félaga sem leika í deildakeppni og uppfylla skilyrði UEFA og KSÍ. Styrkurinn hefur verið til eflingar barna og unglingasatrfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×