Sport

Stórsigur hjá Feyenoord

Feyenoord vann í dag stórsigur á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur voru 7-0 heimamönnum í vil þar sem Nicky Hofs skoraði þrennu og Dirk Kuijt tvö mörk. Nourdin Boukari tryggði Ajax 2-1 sigur á NAC Breda með því að skora bæði mörk liðsins. Það síðara kom á 88. mínutu leiksins. Staða efstu liðaPSV Eindhoven     52 stigAZ Alkmaar          50Ajax                       44Feyenoord             38



Fleiri fréttir

Sjá meira


×