Fleiri fréttir

Seattle sigraði í Staples Center

Kobe Bryant lék ekki með LA Lakers sem beið lægri hlut fyrir Seattle. Vladimir Radamonovic skoraði 26 stig í 104-93 sigri Seattle, þeim fyrsta í Staples Center í 6 ár. Þá var mikið skorað í Madison Square Garden þar sem heimamenn í New York Knicks réðu ekkert við Phoenix Suns. Suns sigraði 133-118.

Pongolle frá út tímabilið

Meiðslamartröð Liverpool heldur áfram en í dag fékkst það staðfest að Frakkinn ungi, Florent Sinama Pongolle, sem meiddist í leiknum gegn Watford í gærkvöldi, verði frá út tímabilið í það minnsta, og gæti jafnvel misst af byrjun næsta tímabils.

HM í handbolta

Átta leikjum á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis er lokið í dag. Slóvenar sigruðu Alsíringa og Rússar sigruðu Tékka, en þessi lið eru með okkur Íslendingum í riðli.

Mido til Tottenham

Egypski sóknarmaðurinn Mido hefur samið við enska úrvaldsdeildarfélagið Tottenham og mun spila með félaginu á lánssamningi næstu átján mánuðina. Mido hefur lítið fengið að spila með Roma í vetur og greyp því tækifærið á að koma í enska boltann með báðum höndum.

Íslendingar yfir í hálfleik

Íslendingar eru yfir í hálfleik gegn Kúveit á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Staðan er 17-12. Einar Hólmgeirsson hefur verið lang atkvæðamestur í íslenska liðinu og gert sjö mörk. Guðjón Valur hefur gert 3 mörk og Markús Máni tvö.

9 marka sigur Íslendinga

Íslendingar unnu níu marka sigur, 31-22, á Kúveit á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Íslenska liðið spilaði ekki nógu vel í leiknum, forystan var þó alltaf um 4-5 mörk, en undir lokin fór íslenska liðið í gang og unnu með níu mörkum.

Chelsea yfir í hálfleik

Chelsea er 1-0 yfir gegn Manchester United í hálfleik í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins, en fyrri leikurinn var markalaus. Frank Lampard gerði eina mark hálfleiksins á 29. mínútu eftir sendingu frá Didier Drogba.

Danir gjörsigruðu Kanadamenn

Í kvöld fóru fram fjórir leikir á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Íslendingar sigruðu Kúveit 31-22, Spánverjar sigruðu Svía örugglega 33-26, Serbía/Svartfjallaland sigraði Norðmenn 25-24 og Danir unnu stórsigur á Kanada 52-18

Rússneski björninn aldrei veikari

Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur.

Æfingabúðir fyrir rusldómara

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari fékk sitt þriðja gula spjald á HM í gær en hann var afar ósáttur við frammistöðu pólsku dómarana.

Erfiðustu leikirnir, sagði Guðjón

"Ég veit ekki hvort fólk trúir því eða ekki en þetta eru erfiðustu leikirnir á svona stórmótum," sagði hornamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir leikinn en hann var líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins í lítilli sigurvímu.

Chelsea í úrslitaleikinn

Chelsea sigraði Manchester United í kvöld á Old Trafford 2-1, en fyrri leikur liðana endaði með markalausu jafntefli.

Hreiðar og Ingimundur hvíla

Sömu leikmenn og hvíldu gegn Tékkum munu hvíla í leik íslenska handknattleikslandsliðsins og Slóvena á heimsmeistaramótinu í Túnis í dag. Þetta eru ÍR-ingarnir Hreiðar Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson.

Watford mætir Liverpool í kvöld

Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson verða í liði Watford sem mætir Liverpool í síðari leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 19.30.

Polakovic sendur heim

Valsmenn hafa sagt upp samningin við vinstrihandarskyttuna Pavol Polakovic frá Slóvakíu. Að mati Óskars B. Óskarssonar, þjálfara Vals, hefur hann ekki staðið undir væntingum og var því ákveðið að senda hann heim.

Serena í undanúrslit

Serena Williams sigraði Amelie Mauresmo, sem er í 2. sæti á styrkleikalista tenniskvenna, og tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Williams vann í tveimur settum og mætir Mariu Sharapovu í undanúrslitum.

Miðasala á HM 2006 að hefjast

Alls verða 812 þúsund miðar til sölu fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi 2006 frá og með 1. febrúar næstkomandi. Miðarnir verða seldir á Netinu út á nafn og geta allir skráð sig fyrir miðum.

Buso rekinn frá Fiorentina

Sergio Buso hefur verið rekinn sem þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins Fiorentina eftir aðeins þrjá mánuði við stjórnvölinn. Dino Zoff, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og landsliðsþjálfari Ítalíu í knattspyrnu, var ráðinn í hans stað.

San Antonio tapaði óvænt

Besta lið NBA-deilarinnar í vetur, San Antonio Spurs, tapaði óvænt fyrir Portland Trail Blazers 107-99 í gær. Damon Stoudamire skoraði 23 stig fyrir Portland en Tim Duncan 24 fyrir Spurs.

Alonso frá út tímabilið?

Líklegt þykir að Xabi Alonso, miðvallarleikmaður Liverpool, muni missa af því sem eftir er af tímabilinu vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Chelsea á nýársdag á Anfield.

McGrady ekki með gegn Magic

Tracy McGrady gat ekki leikið með Houston Rockets er liðið tók á móti Orlando Magic í fyrrinótt í NBA-körfuboltanum

Leikmaður Arsenal ákærður

Kolo Toure, varnarmaður Arsenal, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að lenda í stimpingum við Alan Shearer, leikmann Newcastle, er liðin mættust á sunnudaginn var.

Vonast til að vera með í SuperBowl

Terrell Owens hjá Philadelphia Eagles í amerísku fótboltadeildinni NFL eygir veika von um að leika með liðinu í Ofurskálinni gegn New England Patriots, sem fram fer sunnudaginn 6. febrúar.

Sharapova í undanúrslit

Hin rússneska Maria Sharapova sigraði löndu sína Svetlönu Kuznetsovu á opna ástralska meistaramótinu í tennis en gnístandi hiti var þegar á viðureigninni stóð, u.þ.b. 35 gráður.

Spennandi að vera kominn heim

Tryggvi Guðmundsson er kominn heim til Íslands eftir að hafa verið atvinnumaður erlendis í sjö ár. Hann hefur nú gengið til liðs við Íslandsmeistara FH, sem hafa styrkt lið sitt mikið og ætla sér stóra hluti í sumar. Tryggvi skrifaði í gær undir þriggja ára samning við hafnfirska liðið og segist sáttur við að vera kominn heim.

Grikkir sigruðu Frakka

Tveir leikir eru búnir í dag á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Rússar sigruðu Kúveit örugglega og Grikkir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Frakka.

Van der Sar framlengir hjá Fulham

Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Edwin Van der Sar skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Fulham, en samningur hans hefði runnið út í sumar. Mikið hefur verið rætt og spekúlerað um framtíð Hollendingsins stóra að undanförnu, en hann hefur nú loksins bundið enda á þær vangaveltur.

Candela leitar nýs félags

Franski varnarmaðurinn Vincent Candela hjá Roma virðist vera á leið frá félaginu ef marka má orð umboðsmans hans, Alexander Kristic. Hinn 31 árs gamli Candela hefur verið hjá Roma síðan hann kom frá franska liðinu Guingamp árið 1997, en hefur lítið fengið að spila eftir að Luigi Del Neri tók við liðinu af Rudi Völler fyrr á tímabilinu.

Alsír náði jafntefli gegn Tékkum

Alsíringar gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli, 29-29 gegn Tékkum á Heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag, en þessi lið spila með okkur Íslendingum í riðli. Þá sigruðu Túnisbúar Kanadamenn örugglega 42-20

Heiðar og Brynjar byrja báðir

Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Watford sem tekur á móti Liverpool í undanúrslitum Deildarbikarsins í kvöld á Vicarage Road, heimavelli Watford. Hjá Liverpool eru þeir Milan Baors og Fernando Morientes báðir með, en Sami Hyypia er meiddur. Scott Carson, sem Liverpool keyptu nú á dögunum, er á bekknum.

Íslendingar yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið í handknattleik er yfir í hálfleik gegn Slóvenum, 16-14, á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Róbert Gunnarsson hefur verið atkvæðamestur í íslenska liðinu og skorað 4 mörk, Alexander Pettersson og Guðjón Valur hafa gert 3 mörk og Markús Máni Michaelsson 2.

Watford heldur jöfnu

Það er kominn hálfleikur í leik Watford og Liverpool í undanúrslitum deildarbikarsins á Vicarage Road og staðan er ennþá markalaus. Liverpool hefur þó verið mun sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér mörg marktækifæri. Þeirra besta færi átti Morientes er hann átti skot í varnarmann og rétt framhjá.

Íslendingar töpuðu gegn Slóvenum

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði í kvöld gegn Slóvenum, 34-33, á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Slóvenar skriðu framúr í lokin og stálu sigrinum.

Gerrard sá um Watford

Liverpool sigraði Watford 1-0 á Vicarage Road í kvöld í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins, og 2-0 samanlagt. Steven Gerrard skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu með laglegu skoti. Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í liði Watford í kvöld og stóðu sig mjög vel.

Dómararnir í aðalhlutverki

Viggó Sigurðsson var enn vel heitur skömmu eftir leik og greinilegt að hann átti erfitt með að kyngja tapinu. Hann vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar.

Drullufúllt að tapa

Það var drullufúlt að tapa þessu enda finnst mér við vera með betra lið," sagði Markús Máni Michaelsson sem átti fínan leik og skoraði fjögur mörk.

Svakalega sárt

Skyttan unga Arnór Atlason var ekki kát á svipinn eftir leikinn enda svekkelsið mikið.

Okkar klaufaskapur

"Eins og það var sætt í gær þá er það súrt í dag," sagði Einar Hólmgeirsson og glotti.

Þvílíkur klaufaskapur

Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær.

Tryggvi skrifar undir hjá FH

FH-ingar hafa boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem tilkynnt verður að Tryggvi Guðmundsson skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Þetta staðfesti Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH, við íþróttadeildina en gengið verður frá samningnum í dag. Þá verður væntanlega gengið frá því í vikunni að Tryggvi verði lánaður frá FH til Stoke City fram á vor.

Jón Arnar til FH

Á blaðamannafundi FH á morgun verður tilkynnt að Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi mun ganga til liðs við FH úr Breiðabliki. Auk þess að keppa með FH mun Jón Arnar aðstoða við þjálfun hjá félaginu.

Tiger mættur aftur

Eftir afleita spilamennsku á síðasta ári stimplaði Tiger Woods sig inn í golfárið 2005 með glæsibrag þegar hann bar sigur úr bítum á atvinnumannamóti kylfinga á PGA-mótaröðinni, Buick-mótinu, sem var í beinni útsendingu á Sýn 2 í gærkvöld.

Sjá næstu 50 fréttir