Sport

Watford mætir Liverpool í kvöld

Brynjar Björn Gunnarsson og Heiðar Helguson verða í liði Watford sem mætir Liverpool í síðari leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 19.30. Liverpool vann fyrri leikinn á Anfield 1-0. Vinni Watford með tveggja marka mun eða meira kemst liðið í úrslitaleikinn gegn annað hvort Chelsea eða Man. Utd sem mætast annað kvöld. Vinni Watford með eins marks mun, 1-0, 2-1, 3-2 o.s.frv., fer leikurinn í framlengingu. Breytist staðan ekkert í framlengingunni gildir útivallarmarkareglan. Að sögn Brynjars Björns er gríðarlegur áhugi fyrir leiknum og telur hann að Watford eigi góða möguleika að slá Liverpool út sem hefur verið í mikilli lægð að undanförnu og tapað þremur leikjum í röð. Þær fréttir bárust í morgun úr herbúðum Liverpool að Spánverjinn Xabi Alonso leiki ekki meira á leiktíðinni vegna ökklabrots gegn Chelsea á nýársdag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×