Sport

Serena í undanúrslit

Serena Williams sigraði Amelie Mauresmo, sem er í 2. sæti á styrkleikalista tenniskvenna, og tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Williams vann í tveimur settum og mætir Mariu Sharapovu í undanúrslitum. Í karlaflokki tryggði Marat Safin sér fyrstur sæti í undanúrslitum eftir sigur á Dominik Krbaty frá Slóvakíu í þremur settum: 6-2, 6-4 og 6-2. Þá sló Roger Federer, stigahæsti tenniskappi heims, gamla brýnið Andre Agassi út í þremur settum í morgun: 6-3, 6-4 og 6-4. Federer og Safin mætast í undanúrslitum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×