Sport

Blackburn gefur Barry grænt ljós

Forráðamenn Blackburn hafa gefið Barry Ferguson grænt ljós á að fara á ný til Glasgow Rangers. Blackburn keypti kappann þaðan fyrir einu og hálfu ári og var kaupverðið 6,5 milljónir punda. Félagið á enn eftir að greiða 2,5 milljónir af þeirri upphæð. Rangers hefur boðið 3 milljónir við litlar undirtektir hjá Blackburn en þar á bæ eru menn ákveðnir í að ná í megnið af þeirri upphæð sem félagið borgaði fyrir piltinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×