Fleiri fréttir Pellegrino til Liverpool Argentínski landsliðsmaðurinn, Mauricio Pellegrino, samdi í dag við enska stórliðið Liverpool og er samningurinn til sex mánaða, með möguleika á árs framlengingu. Pellegrino hittir hjá Liverpool fyrrum þjálfara sinn hjá Valencia, Rafa Benitez, en undir hans stjórn myndaði Pellegrino eitt besta miðvarðarpar í Evrópu ásamt Roberto Ayala. 5.1.2005 00:01 Lizarazu aftur til Bayern Fyrrum landsliðsbakvörður Frakka, Bixente Lizarazu, hefur snúið aftur til Bayern München eftir aðeins sex mánuði hjá franska liðinu Olympique Marseille, en þangað fór hann í sumar einmitt frá Bayern. Lizarazu, sem mun hitta félaga sína í æfingaferð til Dubai, fær sex mánaða samning hjá Bayern. 5.1.2005 00:01 Keflavíkurstúlkur enn taplausar Tveir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur ennþá öruggri forristu á Grindavík, en bæði lið sigruðu þó í kvöld. Keflavíkurstúlkur sigruðu nágranna sína í Njarðvík 74-51 í Njarðvík og Grindavík sigraði KR, sem enn er án stiga, 77-63 í Grindavík. 5.1.2005 00:01 Sporting kvartar yfir Chelsea Sporting Lisbon hefur borið fram formlega kvörtun til alþjóða knattspyrnusambandsins eftir að þrír unglingar þeirra æfðu með Chelsea, að því er Sporting telur í leyfisleysi. Félagið sagði að Chelsea hefði reynt að fá leikmennina til að skrifa undir samning við þá. 5.1.2005 00:01 Jafnt hjá Southampton og Fulham Einn leikur fór fram í ensku úrvaldsdeildinni í kvöld er Southampton og Fulham mættust á St. Merys Stadium í Southampton. 5.1.2005 00:01 Eigendaskipti hjá Cleveland Nýstirnið LeBron James skoraði 26 fyrir Cleveland sem sigraði Charlotte Bobcats 94-83 í NBA-deildinni í nótt. James lék með sérsmíðaða andlitsgrímu þar sem hann kinnbeinsbrotnaði í leik fyrir viku. Þá urðu eigandaskipti hjá Cleveland skömmu fyrir leik þegar auðkýfingurinn Dan Gilbert keypti félagið og heimavöll þess af Gordon Gund fyrir um 23 milljarða króna. 4.1.2005 00:01 Sæki um undanþágu fyrir asmalyf Íþróttamenn sem nota asmalyf þurfa að sækja um undanþágu fyrir notkun þess. Ekki dugir lengur að greina frá því þegar viðkomandi er tekinn í lyfjapróf, samkvæmt nýrri reglugerð frá Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Búið er að birta nýjan bannlista yfir lyf sem gildir frá og með áramótum og er hægt að nálgast hann á lyfjavef ÍSÍ. 4.1.2005 00:01 Viggó hefur ekkert heyrt í Garcia Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist enn ekki hafa heyrt í Jaliesky Garcia landsliðsmanni sem er á Kúbu, en faðir hans lést á öðrum degi jóla. 4.1.2005 00:01 Redknapp lærisveinn föður síns Jamie Redknapp, miðjumaður Tottenham, er genginn til liðs við Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifaði undir hálfs árs samning við félagið og fer án endurgjalds. Knattspyrnustjóri Southampton er enginn annar er faðir hans, Harry Redknapp. 4.1.2005 00:01 Blatter vill breyta rangstöðureglu Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segist vilja breyta rangstöðureglunni í fótboltanum þannig að einungis sá leikmaður sem tekur á móti boltanum geti verið rangstæður. Þetta segir hann í viðtali við France Football. Þá segist Blatter íhuga að bjóða sig aftur fram sem formaður Alþjóðaknattspyrnusambandsins til ársins 2011. 4.1.2005 00:01 Sigurganga Heat á enda Ray Allen og félagar í Seattle Supersonics bundu enda á 14 leikja sigurgöngu Miami Heat í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt, 98-96. Allen fór fyrir sínum mönnum og skoraði 35 stig. 4.1.2005 00:01 Pellegrino til Liverpool? Góðar líkur eru á að Mauricio Pellegrino hjá spænska liðinu Valencia gangi til liðs við Liverpool. 4.1.2005 00:01 Aaron Mokoena til Blackburn Aaron Mokoena, fyrirliði Suður-Afríku og leikmaður Racing Genk í Belgíu, hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 4.1.2005 00:01 Engir nýir leikmenn til Arsenal Það verða engir leikmenn keyptir til Arsenal í þessum mánuði. 4.1.2005 00:01 Grímuball með LeBron James Gríman, sem LeBron James lék með til að verja áverka sem hann hlaut í leik gegn Houston, kom ekki í veg fyrir góða frammistöðu kappans í leik Cleveland Cavaliers gegn Charlotte Bobcats í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. 4.1.2005 00:01 Manciel kominn til baka Bandaríkjamaðurinn Michael Manciel, sem lék með Haukum á síðasta tímabili í Intersportdeildinni í körfubolta, er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og mun spila með því til loka tímabilsins. Manciel leysir landa sinn Damon Flint af hólmi en Flint spilaði tvo leiki með Haukum fyrir jól og þótti ekki standa undir væntingum. 4.1.2005 00:01 Undirbúningur fyrir HM hafinn Íslenska karlalandsliðið í handknattleik heldur til Svíþjóðar í dag til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23. janúar. Liðið leikur tvo landsleiki við Svía á miðvikudag og fimmtudag. Liðið fer svo til Spánar í næstu viku og leikur á æfingamóti gegn Frökkum, Egyptum og Spánverjum. 3.1.2005 00:01 Leikið í Þýskalandi í gær Lokaumferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið var háð í gær. Íslenskir landsliðsmenn voru þar í eldlínunni. 3.1.2005 00:01 Stoudemire með 50 stig Amaré Stoudemire setti persónlegt met þegar hann skoraði 50 stig í stórsigri Phoenix á Portland 117-84. Phoenix er með bestan árangur í deildinni með 26 sigurleiki en aðeins fjögur töp. 3.1.2005 00:01 McRae fremstur í Dakar-rallinu Bretinn Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, hefur einnar sekúndu forystu eftir þrjá keppnisdaga í Dakar-rallinu. Bandaríkjamaðurinn Robby Gordon er annar. Ökumennirnir aka 666 kílómetra í dag, frá Rabat til Agadir í Marokkó, en keppninni lýkur í Dakar í Senegal 16.janúar. 3.1.2005 00:01 Beattie til Everton James Beattie, sóknarmaður Southampton, er á leiðinni til Everton fyrir tæpar 800 milljónir króna. Beattie valdi Everton í staðinn fyrir Aston Villa. Hann skrifar væntanlega undir samning til fjögurra og hálfs árs í dag eftir læknisskoðun. 3.1.2005 00:01 Cleveland Cavaliers selt Dan nokkur Gilbert hefur fest kaup á NBA-liðinu Cleveland Cavaliers. Gilbert, sem er upphafsmaður veðréttindafyrirtækisins Quicken Loans, keypti Cavaliers af bræðrunum Gordon og George Gund fyrir rúmlega 23 milljarða íslenskra króna. 3.1.2005 00:01 Hughes með tilboð í Savage? Blackburn hefur ekki hækkað tilboð sitt í Robbie Savage hjá Birmingham. Þetta staðfesti Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, í gær. 3.1.2005 00:01 Luxemburgo hefur síðasta orðið <font face="Helv"> Hinn nýi þjálfari Real Madrid, Wanderley Luxemburgo, spilar stóran þátt í framtíð Fernando Morientes hjá liðinu. </font> 3.1.2005 00:01 Gazza á batavegi Gamla knattspyrnugoðið Paul Gascoigne er allur að koma til eftir að hann var lagður inn á spítala með lungnabólgu. 3.1.2005 00:01 Carragher gagnrýnir dómara <font face="Helv"> Það þarf toppdómara í toppleiki. Þetta fullyrti Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, þegar hann tjáði sig um störf Mike Riley, dómara í ensku úrvalsdeildinni. </font> 3.1.2005 00:01 Sex mínútna einvígi Glænýr þjálfari Real Madrid, Brasilíumaðurinn Vanderlei Luxemburgo, fær einkennilegt fyrsta verkefni sitt á morgun þegar Real tekur á móti Real Sociedad í leik sem aðeins mun standa yfir í sex til sjö mínútur. 3.1.2005 00:01 Róbert ræðir við Gummersbach Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. 3.1.2005 00:01 Liverpool á uppleið Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 1-2 útisigri á Norwich og Andy Johnson heldur áfram að fara á kostum með liði Crystal Palace. 3.1.2005 00:01 Fyrsti leikur Gylfa með Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson lék fyrsta leik sinn fyrir Leeds United í gær þegar liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Crewe í ensku fyrstu deildinni. Gylfi kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og fær ágæta dóma fyrir sinn leik á netmiðlum. Leeds er í 14.sæti deildarinnar. 2.1.2005 00:01 Efstu liðin unnu öll Þrjú efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu unnu öll góða útisigra í gær. Chelsea lagði Liverpool 1-0 á Anfield. Varamaðurinn Joe Cole skoraði sigurmarkið á 80.mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í síðari hálfleik. 2.1.2005 00:01 Gazza þungt haldinn Knattspyrnuhetjan fyrrverandi, Paul Gascoigne, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Gazza er 37 ára. Hann var lagður inn í gær og verður á sjúkrahúsi í marga daga. Umboðsmaður Gascoignes segir að hann sé ekki alvarlega veikur en enskir fjölmiðlar segja að þetta séu alvarleg veikindi. 2.1.2005 00:01 14. sigurleikur Miami í röð Miami Heat vann fjórtánda leik sinn í röð, sem er félagsmet í NBA-deildinni í körfubolta, í gærkvöldi. Miami skellti nýliðum Charlotte Bobcats 113-90. Dwyane Wade skoraði 26 stig og átti níu stoðsendingar. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig. Miami er með bestan árangur í austurdeildinni með 25 sigurleiki en aðeins sjö tapleiki. 2.1.2005 00:01 Broncos og Colts á Sýn í kvöld Denver Broncos og Indianopolis Colts mætast í ameríska fótboltanum á Sýn í kvöld klukkan 21.40. Mikil spenna er fyrir síðustu umferðina í riðlakeppninni. Denver þarf að vinna Colts til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni en Colts hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitunum. 2.1.2005 00:01 Ahonen vann glæsilegan sigur Finninn Janne Ahonen vann glæsilegan sigur í gær á heimsbikarmóti í skíðastökki í Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi. Þetta var annar sigur Ahonens í fjórðu fjallakeppninni sem haldin er um áramótin í ölpunum og níundi sigur hans á tíu heimsbikarmótum í vetur. 2.1.2005 00:01 Boumsong til Newcastle Newcastle United keypti franska varnarmanninn Jean Alain Boumsong frá Glasgow Rangers í gær. Kaupverðið er átta milljónir punda. Boumsong skrifaði undir fimm og hálfs árs samning. Leikmannamarkaðurinn opnaði formlega í gær en mestu lætin ættu að hefjast á þriðjudag þegar skrifstofur enska knattspyrnusambandsins opnast eftir jólafrí. 2.1.2005 00:01 Jafntefli hjá Rangers og Dundee Rangers mistókst að vinna Dundee United á útivelli í gær í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, lokatölur 1-1. Rangers fór þó á toppinn á markatölu. Þeir eru með 50 stig en Celtic getur endurheimt toppsætið í dag þegar liðið mætir Livingston á heimavelli. 2.1.2005 00:01 Meistaraheppni Chelsea Jose Mourinho segir að meistaraheppni hafi skilað sínu liði sigri gegn Liverpool á nýársdag. Arsenal og Manchester United fylgja Chelsea eins og skugginn. </font /></b /> 2.1.2005 00:01 Logi Geirsson gefur af sér Logi Geirsson, landsliðsmaður í handknattleik og atvinnumaður með Lemgo í Þýskalandi, er um margt sérstakur einstaklingur. Fréttablaðið hefur áður greint frá jákvæðum og uppbyggilegum pistlum kappans á heimasíðu sinni þar sem hann opinberar sýn sína á lífið og reynir að smita fólk með jákvæðni sinni. 2.1.2005 00:01 Hugurinn stefnir heim Knattspyrnumaðurinn Auðun Helgason telur meiri líkur en minni á því að hann spili með FH á komandi tímabili. 2.1.2005 00:01 Ekki metin að verðleikum "Ég tel engan vafa leika á því að Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið besta íþróttamanneskja landsins síðastliðin ár," segir Arnór Pétursson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar. Arnór er afar ósáttur við kjör á íþróttamanni ársins. 2.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Pellegrino til Liverpool Argentínski landsliðsmaðurinn, Mauricio Pellegrino, samdi í dag við enska stórliðið Liverpool og er samningurinn til sex mánaða, með möguleika á árs framlengingu. Pellegrino hittir hjá Liverpool fyrrum þjálfara sinn hjá Valencia, Rafa Benitez, en undir hans stjórn myndaði Pellegrino eitt besta miðvarðarpar í Evrópu ásamt Roberto Ayala. 5.1.2005 00:01
Lizarazu aftur til Bayern Fyrrum landsliðsbakvörður Frakka, Bixente Lizarazu, hefur snúið aftur til Bayern München eftir aðeins sex mánuði hjá franska liðinu Olympique Marseille, en þangað fór hann í sumar einmitt frá Bayern. Lizarazu, sem mun hitta félaga sína í æfingaferð til Dubai, fær sex mánaða samning hjá Bayern. 5.1.2005 00:01
Keflavíkurstúlkur enn taplausar Tveir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík heldur ennþá öruggri forristu á Grindavík, en bæði lið sigruðu þó í kvöld. Keflavíkurstúlkur sigruðu nágranna sína í Njarðvík 74-51 í Njarðvík og Grindavík sigraði KR, sem enn er án stiga, 77-63 í Grindavík. 5.1.2005 00:01
Sporting kvartar yfir Chelsea Sporting Lisbon hefur borið fram formlega kvörtun til alþjóða knattspyrnusambandsins eftir að þrír unglingar þeirra æfðu með Chelsea, að því er Sporting telur í leyfisleysi. Félagið sagði að Chelsea hefði reynt að fá leikmennina til að skrifa undir samning við þá. 5.1.2005 00:01
Jafnt hjá Southampton og Fulham Einn leikur fór fram í ensku úrvaldsdeildinni í kvöld er Southampton og Fulham mættust á St. Merys Stadium í Southampton. 5.1.2005 00:01
Eigendaskipti hjá Cleveland Nýstirnið LeBron James skoraði 26 fyrir Cleveland sem sigraði Charlotte Bobcats 94-83 í NBA-deildinni í nótt. James lék með sérsmíðaða andlitsgrímu þar sem hann kinnbeinsbrotnaði í leik fyrir viku. Þá urðu eigandaskipti hjá Cleveland skömmu fyrir leik þegar auðkýfingurinn Dan Gilbert keypti félagið og heimavöll þess af Gordon Gund fyrir um 23 milljarða króna. 4.1.2005 00:01
Sæki um undanþágu fyrir asmalyf Íþróttamenn sem nota asmalyf þurfa að sækja um undanþágu fyrir notkun þess. Ekki dugir lengur að greina frá því þegar viðkomandi er tekinn í lyfjapróf, samkvæmt nýrri reglugerð frá Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Búið er að birta nýjan bannlista yfir lyf sem gildir frá og með áramótum og er hægt að nálgast hann á lyfjavef ÍSÍ. 4.1.2005 00:01
Viggó hefur ekkert heyrt í Garcia Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist enn ekki hafa heyrt í Jaliesky Garcia landsliðsmanni sem er á Kúbu, en faðir hans lést á öðrum degi jóla. 4.1.2005 00:01
Redknapp lærisveinn föður síns Jamie Redknapp, miðjumaður Tottenham, er genginn til liðs við Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skrifaði undir hálfs árs samning við félagið og fer án endurgjalds. Knattspyrnustjóri Southampton er enginn annar er faðir hans, Harry Redknapp. 4.1.2005 00:01
Blatter vill breyta rangstöðureglu Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segist vilja breyta rangstöðureglunni í fótboltanum þannig að einungis sá leikmaður sem tekur á móti boltanum geti verið rangstæður. Þetta segir hann í viðtali við France Football. Þá segist Blatter íhuga að bjóða sig aftur fram sem formaður Alþjóðaknattspyrnusambandsins til ársins 2011. 4.1.2005 00:01
Sigurganga Heat á enda Ray Allen og félagar í Seattle Supersonics bundu enda á 14 leikja sigurgöngu Miami Heat í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt, 98-96. Allen fór fyrir sínum mönnum og skoraði 35 stig. 4.1.2005 00:01
Pellegrino til Liverpool? Góðar líkur eru á að Mauricio Pellegrino hjá spænska liðinu Valencia gangi til liðs við Liverpool. 4.1.2005 00:01
Aaron Mokoena til Blackburn Aaron Mokoena, fyrirliði Suður-Afríku og leikmaður Racing Genk í Belgíu, hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 4.1.2005 00:01
Engir nýir leikmenn til Arsenal Það verða engir leikmenn keyptir til Arsenal í þessum mánuði. 4.1.2005 00:01
Grímuball með LeBron James Gríman, sem LeBron James lék með til að verja áverka sem hann hlaut í leik gegn Houston, kom ekki í veg fyrir góða frammistöðu kappans í leik Cleveland Cavaliers gegn Charlotte Bobcats í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. 4.1.2005 00:01
Manciel kominn til baka Bandaríkjamaðurinn Michael Manciel, sem lék með Haukum á síðasta tímabili í Intersportdeildinni í körfubolta, er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og mun spila með því til loka tímabilsins. Manciel leysir landa sinn Damon Flint af hólmi en Flint spilaði tvo leiki með Haukum fyrir jól og þótti ekki standa undir væntingum. 4.1.2005 00:01
Undirbúningur fyrir HM hafinn Íslenska karlalandsliðið í handknattleik heldur til Svíþjóðar í dag til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Túnis sem hefst 23. janúar. Liðið leikur tvo landsleiki við Svía á miðvikudag og fimmtudag. Liðið fer svo til Spánar í næstu viku og leikur á æfingamóti gegn Frökkum, Egyptum og Spánverjum. 3.1.2005 00:01
Leikið í Þýskalandi í gær Lokaumferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fyrir heimsmeistaramótið var háð í gær. Íslenskir landsliðsmenn voru þar í eldlínunni. 3.1.2005 00:01
Stoudemire með 50 stig Amaré Stoudemire setti persónlegt met þegar hann skoraði 50 stig í stórsigri Phoenix á Portland 117-84. Phoenix er með bestan árangur í deildinni með 26 sigurleiki en aðeins fjögur töp. 3.1.2005 00:01
McRae fremstur í Dakar-rallinu Bretinn Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, hefur einnar sekúndu forystu eftir þrjá keppnisdaga í Dakar-rallinu. Bandaríkjamaðurinn Robby Gordon er annar. Ökumennirnir aka 666 kílómetra í dag, frá Rabat til Agadir í Marokkó, en keppninni lýkur í Dakar í Senegal 16.janúar. 3.1.2005 00:01
Beattie til Everton James Beattie, sóknarmaður Southampton, er á leiðinni til Everton fyrir tæpar 800 milljónir króna. Beattie valdi Everton í staðinn fyrir Aston Villa. Hann skrifar væntanlega undir samning til fjögurra og hálfs árs í dag eftir læknisskoðun. 3.1.2005 00:01
Cleveland Cavaliers selt Dan nokkur Gilbert hefur fest kaup á NBA-liðinu Cleveland Cavaliers. Gilbert, sem er upphafsmaður veðréttindafyrirtækisins Quicken Loans, keypti Cavaliers af bræðrunum Gordon og George Gund fyrir rúmlega 23 milljarða íslenskra króna. 3.1.2005 00:01
Hughes með tilboð í Savage? Blackburn hefur ekki hækkað tilboð sitt í Robbie Savage hjá Birmingham. Þetta staðfesti Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, í gær. 3.1.2005 00:01
Luxemburgo hefur síðasta orðið <font face="Helv"> Hinn nýi þjálfari Real Madrid, Wanderley Luxemburgo, spilar stóran þátt í framtíð Fernando Morientes hjá liðinu. </font> 3.1.2005 00:01
Gazza á batavegi Gamla knattspyrnugoðið Paul Gascoigne er allur að koma til eftir að hann var lagður inn á spítala með lungnabólgu. 3.1.2005 00:01
Carragher gagnrýnir dómara <font face="Helv"> Það þarf toppdómara í toppleiki. Þetta fullyrti Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, þegar hann tjáði sig um störf Mike Riley, dómara í ensku úrvalsdeildinni. </font> 3.1.2005 00:01
Sex mínútna einvígi Glænýr þjálfari Real Madrid, Brasilíumaðurinn Vanderlei Luxemburgo, fær einkennilegt fyrsta verkefni sitt á morgun þegar Real tekur á móti Real Sociedad í leik sem aðeins mun standa yfir í sex til sjö mínútur. 3.1.2005 00:01
Róbert ræðir við Gummersbach Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson mun að öllum líkindum spila með þýska félaginu Gummersbach næstu árin. Róbert hefur undanfarin ár leikið með danska félaginu Århus með frábærum árangri. Mörg þýsk félög hafa borið víurnar í Róbert síðustu ár en hann hefur staðist gylliboð þeirra til þessa. Samningur hans við Århus rennur aftur á móti út í sumar og Róbert hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls og fara til Þýskalands næsta vetur. 3.1.2005 00:01
Liverpool á uppleið Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 1-2 útisigri á Norwich og Andy Johnson heldur áfram að fara á kostum með liði Crystal Palace. 3.1.2005 00:01
Fyrsti leikur Gylfa með Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson lék fyrsta leik sinn fyrir Leeds United í gær þegar liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Crewe í ensku fyrstu deildinni. Gylfi kom inn á sem varamaður á 60. mínútu og fær ágæta dóma fyrir sinn leik á netmiðlum. Leeds er í 14.sæti deildarinnar. 2.1.2005 00:01
Efstu liðin unnu öll Þrjú efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu unnu öll góða útisigra í gær. Chelsea lagði Liverpool 1-0 á Anfield. Varamaðurinn Joe Cole skoraði sigurmarkið á 80.mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af í síðari hálfleik. 2.1.2005 00:01
Gazza þungt haldinn Knattspyrnuhetjan fyrrverandi, Paul Gascoigne, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Gazza er 37 ára. Hann var lagður inn í gær og verður á sjúkrahúsi í marga daga. Umboðsmaður Gascoignes segir að hann sé ekki alvarlega veikur en enskir fjölmiðlar segja að þetta séu alvarleg veikindi. 2.1.2005 00:01
14. sigurleikur Miami í röð Miami Heat vann fjórtánda leik sinn í röð, sem er félagsmet í NBA-deildinni í körfubolta, í gærkvöldi. Miami skellti nýliðum Charlotte Bobcats 113-90. Dwyane Wade skoraði 26 stig og átti níu stoðsendingar. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig. Miami er með bestan árangur í austurdeildinni með 25 sigurleiki en aðeins sjö tapleiki. 2.1.2005 00:01
Broncos og Colts á Sýn í kvöld Denver Broncos og Indianopolis Colts mætast í ameríska fótboltanum á Sýn í kvöld klukkan 21.40. Mikil spenna er fyrir síðustu umferðina í riðlakeppninni. Denver þarf að vinna Colts til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni en Colts hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitunum. 2.1.2005 00:01
Ahonen vann glæsilegan sigur Finninn Janne Ahonen vann glæsilegan sigur í gær á heimsbikarmóti í skíðastökki í Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi. Þetta var annar sigur Ahonens í fjórðu fjallakeppninni sem haldin er um áramótin í ölpunum og níundi sigur hans á tíu heimsbikarmótum í vetur. 2.1.2005 00:01
Boumsong til Newcastle Newcastle United keypti franska varnarmanninn Jean Alain Boumsong frá Glasgow Rangers í gær. Kaupverðið er átta milljónir punda. Boumsong skrifaði undir fimm og hálfs árs samning. Leikmannamarkaðurinn opnaði formlega í gær en mestu lætin ættu að hefjast á þriðjudag þegar skrifstofur enska knattspyrnusambandsins opnast eftir jólafrí. 2.1.2005 00:01
Jafntefli hjá Rangers og Dundee Rangers mistókst að vinna Dundee United á útivelli í gær í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, lokatölur 1-1. Rangers fór þó á toppinn á markatölu. Þeir eru með 50 stig en Celtic getur endurheimt toppsætið í dag þegar liðið mætir Livingston á heimavelli. 2.1.2005 00:01
Meistaraheppni Chelsea Jose Mourinho segir að meistaraheppni hafi skilað sínu liði sigri gegn Liverpool á nýársdag. Arsenal og Manchester United fylgja Chelsea eins og skugginn. </font /></b /> 2.1.2005 00:01
Logi Geirsson gefur af sér Logi Geirsson, landsliðsmaður í handknattleik og atvinnumaður með Lemgo í Þýskalandi, er um margt sérstakur einstaklingur. Fréttablaðið hefur áður greint frá jákvæðum og uppbyggilegum pistlum kappans á heimasíðu sinni þar sem hann opinberar sýn sína á lífið og reynir að smita fólk með jákvæðni sinni. 2.1.2005 00:01
Hugurinn stefnir heim Knattspyrnumaðurinn Auðun Helgason telur meiri líkur en minni á því að hann spili með FH á komandi tímabili. 2.1.2005 00:01
Ekki metin að verðleikum "Ég tel engan vafa leika á því að Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið besta íþróttamanneskja landsins síðastliðin ár," segir Arnór Pétursson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar. Arnór er afar ósáttur við kjör á íþróttamanni ársins. 2.1.2005 00:01