Sport

Hughes með tilboð í Savage?

Blackburn hefur ekki hækkað tilboð sitt í Robbie Savage hjá Birmingham. Þetta staðfesti Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, í gær. "Það hefur ekkert breyst varðandi Savage og hann er sem fyrr, ekki til sölu," sagði Bruce. Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, hefur rennt hýru auga til Savage og er búist við nýju tilboði frá Hughes á næstu dögum. Blackburn bauð 2 milljónir punda í Savage í síðasta mánuði en forráðamenn Birmingham afþökkuðu boðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×