Liverpool á uppleið 3. janúar 2005 00:01 Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 1-2 útisigri á Norwich. Það voru þeir Luis Garcia og John Arne Riise sem skoruðu mörk Liverpool en glæsilegt mark hins 18 ára gamla Ryan Jarvis á 88. mínútu kom einfaldlega of seint og fór Liverpool því með öll stigin heim. "Við stjórnuðum leiknum í seinni hálfleik og áttum fullt af færum. Við höfum unnið þrjá leiki á níu dögum og aðeins tapað fyrir Chelsea þrátt fyrir að vera betra liðið. Það þýðir að við getum vel hugsað um að lenda í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar og veitir okkur mikið sjálfstraust," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, eftir leikinn. Andy Johnson var enn og aftur á skotskónum fyrir Crystal Palace og skoraði bæði mörkin í dýrmætum sigri liðsins á Aston Villa. Johnson, sem margir giska á að verði valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Hollandi í næsta mánuði, er nú farinn að nálgast Thierry Henry í keppni markahæstu manna og er kominn með 13 mörk. Stærri lið hafa borið víurnar í Johnson að undanförnu en Ian Dowie, stjóri liðsins, segir það ekki til umræðu að Johnson verði seldur. "Hann er okkar leikmaður og verður það. Ég og hann náum mjög vel saman og hann hefur enga ástæðu til þess að fara annað. Og ef þið þekktuð hann þá mynduð þið sjá að það verður ekki vandamál. Ég sé það í augunum á honum að hann mun ekki fara," segir Dowie. Blackburn hefur leikið vel að undanförnu og varð engin breyting á því gegn Charlton í gær. Brett Emerton skoraði eina mark leiksins en Blackburn hefði getað farið með mun stærri sigur af hólmi. "Við höfum náð að koma okkur talsvert upp töfluna og nú er komið smá gap á milli okkar og neðstu liðanna. En ég tel okkur vera með það gott lið að við eigum að horfa upp fyrir okkur og stríða toppliðunum í stað þess að einblína á að hleypa ekki neðri liðunum upp fyrir okkur á ný," sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn, eftir leikinn. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira
Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 1-2 útisigri á Norwich. Það voru þeir Luis Garcia og John Arne Riise sem skoruðu mörk Liverpool en glæsilegt mark hins 18 ára gamla Ryan Jarvis á 88. mínútu kom einfaldlega of seint og fór Liverpool því með öll stigin heim. "Við stjórnuðum leiknum í seinni hálfleik og áttum fullt af færum. Við höfum unnið þrjá leiki á níu dögum og aðeins tapað fyrir Chelsea þrátt fyrir að vera betra liðið. Það þýðir að við getum vel hugsað um að lenda í einu af fjórum efstu sætum deildarinnar og veitir okkur mikið sjálfstraust," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, eftir leikinn. Andy Johnson var enn og aftur á skotskónum fyrir Crystal Palace og skoraði bæði mörkin í dýrmætum sigri liðsins á Aston Villa. Johnson, sem margir giska á að verði valinn í enska landsliðið fyrir leikinn gegn Hollandi í næsta mánuði, er nú farinn að nálgast Thierry Henry í keppni markahæstu manna og er kominn með 13 mörk. Stærri lið hafa borið víurnar í Johnson að undanförnu en Ian Dowie, stjóri liðsins, segir það ekki til umræðu að Johnson verði seldur. "Hann er okkar leikmaður og verður það. Ég og hann náum mjög vel saman og hann hefur enga ástæðu til þess að fara annað. Og ef þið þekktuð hann þá mynduð þið sjá að það verður ekki vandamál. Ég sé það í augunum á honum að hann mun ekki fara," segir Dowie. Blackburn hefur leikið vel að undanförnu og varð engin breyting á því gegn Charlton í gær. Brett Emerton skoraði eina mark leiksins en Blackburn hefði getað farið með mun stærri sigur af hólmi. "Við höfum náð að koma okkur talsvert upp töfluna og nú er komið smá gap á milli okkar og neðstu liðanna. En ég tel okkur vera með það gott lið að við eigum að horfa upp fyrir okkur og stríða toppliðunum í stað þess að einblína á að hleypa ekki neðri liðunum upp fyrir okkur á ný," sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn, eftir leikinn.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira