Sport

Pellegrino til Liverpool?

Góðar líkur eru á að Mauricio Pellegrino hjá spænska liðinu Valencia gangi til liðs við Liverpool. Hinn 33 ára gamli Pellegrino hefur fengið leyfi hjá Valencia til að hefja viðræður við Liverpool. Samkvæmt Filippo Cavadini, umboðsmanni Pellegrino, fékk kappinn tilboð frá Liverpool í fyrradag sem hljómaði ágætlega. "Fyrst þarf þó að ganga frá samningslokum við Valencia," sagði Cavadini. "Minn maður er tilbúinn að fara til Liverpool." Sjálfur sagðist Pellegrino alltaf hafa dreymt um að leika í enska boltanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×