Sport

Sporting kvartar yfir Chelsea

Sporting Lisbon hefur borið fram formlega kvörtun til alþjóða knattspyrnusambandsins eftir að þrír unglingar þeirra æfðu með Chelsea, að því er Sporting telur í leyfisleysi. Félagið sagði að Chelsea hefði reynt að fá leikmennina til að skrifa undir samning við þá. Talsmaður Chelsea staðfesti að félagið hefði talað við Sporting um þrjá leikmenn úr unglingaliði þeirra, en sagði hinsvegar að einu Portúgölsku leikmennirnir sem væru til reynslu núna kæmu frá Felgueiras og Pedras Rubras.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×