Sport

Gazza þungt haldinn

Knattspyrnuhetjan fyrrverandi, Paul Gascoigne, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Gazza er 37 ára. Hann var lagður inn í gær og verður á sjúkrahúsi í marga daga. Umboðsmaður Gascoignes segir að hann sé ekki alvarlega veikur en enskir fjölmiðlar segja að þetta séu alvarleg veikindi. Þetta er enn einn kaflinn í sorgarsögu Gazza sem var á sínum tíma einn besti miðvallarleikmaður heims. Hann hefur glímt við áfengissýki í mörg ár. Gazza hætti sem þjálfari og leikmaður hjá Boston United eftir aðeins tvo mánuði og sótti um starf hjá Newcastle Jets í áströlsku deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×