Sport

Carragher gagnrýnir dómara

Það þarf toppdómara í toppleiki. Þetta fullyrti Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, þegar hann tjáði sig um störf Mike Riley, dómara í ensku úrvalsdeildinni. Carragher vill meina að Riley hafi gert stór mistök í tveimur leikjum sem urðu Chelsea til góðs í slagnum um toppsæti deildarinnar. Varnarmaðurinn knái sagði að Liverpool hefði átt að fá vítaspyrnu þegar Chelsea lagði liðið á Anfield. "Hann setti flautuna upp í sig en svo er spurning hvort hann hafi guggnað á að dæma," sagði Carragher. Þá dró hann í efa gildi vítaspyrnunnar sem Wayne Rooney fékk í leik Manchester United og Arsenal. "Knattspyrnusambandið þarf að spyrja sig að því hvort Riley eigi heima í toppslagnum í ljósi þessara mistaka."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×