Fleiri fréttir

Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí
Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu.

Hundruð látin eftir risaskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi
Óttast er að hundruð hafi látið lífið eftir að gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Skjálftinn átti upptök sín í suðausturhluta Tyrklands, rétt við sýrlensku landamærin og var hann 7,8 stig að stærð.

Rektor fannst látinn á skólalóðinni ásamt fjölskyldu sinni
Emma Pattinson, rektor Epsom framhaldsskólans í Surrey á Bretlandi, fannst látin í byggingu á skólalóðinni ásamt eiginmanni sínum og sjö ára dóttur þeirra.

Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn
Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi.

Leggur til tveggja kjörtímabila hámark en stefnir á sitt þriðja
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, hefur lagt fram frumvarp um tveggja kjörtímabila hámark fyrir þingmenn Bandaríkjaþings. Sjálfur hefur hann þó tilkynnt að hann muni sækjast eftir endurkjöri í annað sinn.

Tíu létust í snjóflóðum í Ölpunum
Tíu manns létu lífið um helgina í snjóflóðum á ýmsum stöðum, bæði í austurríska og svissneska hluta Alpafjallanna. Meirihluti þeirra látnu voru erlendir ferðamenn.

Pervez Musharraf er látinn
Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði verið að glíma við veikindi í nokkur ár og bjó síðustu ár lífs síns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann sótti læknisþjónustu.

Skutu niður njósnabelginn
Bandaríkjaher hefur skotið niður loftbelg, sem talinn er vera njósnabelgur frá Kína, utan strönd Suður-Karólínu.

Herflugvélar hringsóla um njósnabelginn
Fjórar orrustuþotur hringsóla nú um kínverskan njósnabelg sem svífur skammt utan við Myrtle Beach í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld íhuga nú að skjóta belginn niður.

Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth
Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað.

Nauðganir, „þrælahald“ og falskt loforð um hjónaband
Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.

Tveir handteknir fyrir að myrða sex úr sömu fjölskyldu
Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morð sex einstaklinga úr sömu fjölskyldu í smábænum Goshen í Kaliforníu í janúar. Meðal þeirra myrtu voru tíu mánaða gamalt barn og sextán ára móðir þess.

Elsti hundur heims við hestaheilsu
Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness.

Pizzabakari reyndist eftirlýstur mafíósi
Ítalski mafíósinn Edgardo Greco var nýlega handtekinn í frönsku borginni Saint-Étienne eftir sautján ár á flótta. Greco hafði breytt um nafn og starfaði sem pizzabakari í borginni. Greco hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvo bræður árið 1991.

Njósnabelgur svífur yfir Bandaríkjunum
Bandarísk stjórnvöld segjast vera að fylgjast grannt með stórum eftirlitsloftbelg sem svífur nú yfir Bandaríkjunum en er sagður á vegum Kínverja.

Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO
Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag.

Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar
Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar.

Haley sögð munu tilkynna um forsetaframboð 15. febrúar
Nikki Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, er sögð munu tilkynna um framboð sitt til forseta 15. febrúar næstkomandi.

Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn
Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða.

Áfrýjun Tate-bræðra hafnað en þeir segjast saklausir
Áfrýjun Andrew Tate og bróður hans, Tristan, var hafnað af áfrýjunardómstól Búkarest í dag. Þeir munu þurfa að dvelja í fangelsi þar til undir lok febrúar. Andrew öskraði á aðdáendur sína og fjölmiðla að hann væri saklaus þegar hann var leiddur inn í dómhús í dag.

Alríkislögreglan leitar á heimili Bidens
Alríkislögregla Bandaríkjanna leitar nú á heimili Joe Biden Bandaríkjaforseta í Delaware í tengslum við rannsókn embættisins á hvarfi leynilegra skjala. Þetta staðfestir lögmaður Bidens í yfirlýsingu.

Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag
Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi.

Kynlífssvall og svefnleysi banar pokaköttum
Niðurstöður nýrrar ástralskrar rannsóknar benda til að karlkyns pokakettir fórni svefni til að tryggja sér kynlíf og að þessi forgangsröðun spili stóran þátt í ótímabærum dauða þeirra. Rannsóknin bendir til að karldýrin ferðist langar vegalengdir í von um að finna kvendýr og sleppi því að sofa á meðan.

Allt í volli í dýragarðinum í Dallas: Dýr að sleppa og grunsamlegur dauðdagi hrægamms
Dularfull hvörf og grunsamlegur dauðdag hrægamms í dýragarðinum í Dallas eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni. Í gær komst í ljós að tveimur keisaratamarin öpum hafði verið stolið úr garðinum en skömmu fyrir það fannst hrægammur sem lést dularfullum dauðdaga.

Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu
Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann.

Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands
Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar.

Leit að geislavirkri nál í heystakki bar árangur í Ástralíu
Yfirvöld í Ástralíu segjast nú hafa fundið agnarsmátt geislavirkt hylki sem týndist á dögunum.

Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara
Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum.

Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur
Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið.

Leggja til að fangar fái að gefa líffæri gegn styttri afplánunartíma
Tveir þingmenn í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fangar fái dóma sína mildaða gegn því að gefa beinmerg eða líffæri. Afplánunartíminn gæti þannig styst um 60 til 365 daga.