Fleiri fréttir

Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk
Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk.

Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO
Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu.

Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi
Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag.

Samkvæmishúsabann Airbnb orðið varanlegt
Í rúmlega tvö ár hafa svokölluð „samkvæmishús“ ekki verið leyfð á vefsíðu Airbnb. Þeir sem brjóta regluna verða bannaðir alfarið hjá heimagistingaþjónustunni.

Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku
Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum.

Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands
Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna.

Tæplega fimmtíu látnir í bruna í kólumbísku fangelsi
Að minnsta kosti 49 eru látnir og tugir slasaðir til viðbótar eftir að eldur kom upp í fangelsi í suðvestanverðri Kólumbíu í morgun. Eldurinn er sagður hafa kviknað í óeirðum í fangelsinu.

Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu
Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum.

Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi
Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen.

„Þetta er 1937 augnablikið okkar,“ segir yfirmaður breska hersins
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir leiðtoga G7-ríkjanna hafa verið sammála um að veita Úkraínumönnum þann stuðning sem þeir þurfa til að snúa stríðinu sér í hag. Þetta sé það sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hafi óskað eftir.

Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju
Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn.

Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump
Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti.

Versta hitabylgja í Japan í eina og hálfa öld
Hitabylgja sem gengur nú yfir Japan er sú versta í júnímánuði í tæplega 150 ár. Mikið álag er á raforkukerfi landsins vegna hitans og vara yfirvöld við því að ekki sé útilokað að grípa þurfi til skammtana.

Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd.

Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm
Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs.

Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu
Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag.

Setja verulegar hömlur á sölu eldsneytis
Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri.

Að minnsta kosti sautján látnir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð
Ljóst er að sautján hið minnsta létust þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í miðhluta Úkraínu í gær.

Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas
Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina.

Tilraun til að taka Krímskaga leiði til þriðju heimsstyrjaldarinnar
Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar.

Þrír létu lífið er lest klessti á vörubíl í Missouri
Þrír eru látnir og að minnsta kosti fimmtíu slasaðir eftir að járnbrautarlest fór af teinunum í Missouri-ríki í Bandaríkjunum. Lestin skall á vörubíl við gatnamót nærri bænum Mendon.

Yngsta fórnarlambið þrettán ára
Yngsta fórnarlambið í hópi þeirra sem fundust látin á veitingastað í Austur-London í Suður-Afríku um helgina var þrettán ára. Alls fannst 21 maður látinn á Enyobeni Tavern aðfaranótt sunnudagsins, en hin látnu lágu ýmist á borðum eða á gólfi staðarins.

Þrettán manns létu lífið í gasleka
Þrettán manns hafa látið lífið og eru rúmlega 250 einstaklingar slasaðir eftir gasleka í borginni Aqaba í Jórdaníu. Íbúar borgarinnar hafa verið beðnir um að loka öllum gluggum og halda sig innandyra.

Einn lést í hvirfilbyl í Hollandi
Einn einstaklingur lést í hvirfilbyl sem gekk yfir suðurhluta Hollands í dag. Að minnsta kosti tíu aðrir eru slasaðir.

Fundur G7 ríkjanna: Selenskí vill stöðva átökin fyrir veturinn
Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti biðlar til leiðtoga G7 ríkjanna að stöðva átökin í Úkraínu áður en vetur skellur á.

Rúmlega þúsund manns í verslunarmiðstöðinni sem varð fyrir loftárás Rússa
Rúmlega eitt þúsund manns voru inni í verslunarmiðstöð í Kremenchuk þegar loftskeyti hæfði miðstöðina, að sögn Volodomyr Zelensky Úkraínuforseta. Tíu dauðsföll eru staðfest en fjörutíu eru alvarlega særðir og þar af níu í lífshættu. Óttast er að tala fallinna muni hækka brátt.

Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur.

Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabisi þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar.

Skapari grænlenska fánans fallinn frá
Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985.

Kona fannst látin í rústum hússins sem sprakk
Slökkviliðið í Vestur-Miðlöndum á Englandi hefur tilkynnt að kona hafi fundist látin í rústum íbúðarhúss sem sprakk í loft upp í Birmingham í gærkvöldi.

Sakaður um að deila ríkisleyndarmálum með fjölskyldunni
Lars Findsen, fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, er sakaður um að hafa deilt ríkisleyndarmálum með nánum ættingjum hans, þar á meðal móður, bróður og kærustu. Sérfræðingur telur málið byggt á veikum grunni

Baldwin ræðir við Allen í beinni á Instagram
Leikarinn Alec Baldwin hefur greint frá því að hann muni taka viðtal við leikstjórann Woody Allen á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Instagram.

Nafngreina mennina sem létust í árásinni í Osló
Lögregla í norsku höfuðborginni Osló hefur birt nöfn mannanna tveggja sem létust í skotárásinni aðfararnótt laugardagsins. Mennirnir sem létust hétu Kaare Arvid Hesvik, sextíu ára að aldri, og Jon Erik Isachsen, 54 ára.

Vaktin: Loftárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk
Serhai Haidai, ríkisstjóri Luhansk, hefur hvatt íbúa Lysychansk til að yfirgefa borgina og segir ástandið afar erfitt. „Bjargið sjálfum ykkur og ástvinum. Passið upp á börnin. Þið getið verið fullviss um að það verður séð um ykkur í öruggum borgum Úkraínu.“

Nýtt bóluefni gefur vonir um útrýmingu malaríu fyrir árið 2040
Miklar vonir eru bundnar við nýtt bóluefni gegn malaríu en sjúkdómurinn er algengasta dánarorsök fimm ára og yngri í Afríku. 600 þúsund manns létust úr malaríu í Afríku árið 2020 en nýtt bóluefni er talið geta lækkað dánartíðnina um allt að 75 prósent.

Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun
Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO.

Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju
Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort.

Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn
Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade.

Einn í lífshættu eftir að hús sprakk
Einbýlishús sprakk í Birmingham á Englandi í nótt með þeim afleiðingum að karlmaður liggur á spítala í lífshættu.

Minnst fjögur látin eftir að stúka hrundi á nautaati
Minnst fjögur létust og hundruð eru slösuð eftir að áhorfendastúka hrundi í El Espinal í Kólumbíu þegar nautaat fór fram í dag.

„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“
Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum.

Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi
Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast.

Fíllinn Happy telst ekki gæddur mannlegum eiginleikum
Hinn fimmtugi fíll Happy þarf áfram að dvelja í dýragarðinum í Bronx í New York eftir að æðsti dómstóll borgarinnar hafnaði kröfu dýravernarsamtaka um að honum yrði sleppt á þeim forsendum að Happy deildi vitrænum eiginleikum með mannfólkinu, eins og það var orðað í kröfugerðinnni.

Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna
Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum.

Búa sig undir slag um þungunarrofspillu
Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum.