Fleiri fréttir

„Við munum ekki hika við að berjast“

Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið.

Ætla að leyfa kannabis í lækningaskyni

Allt bendir til þess að notkun kannabis í lækningaskyni verði innan skamms leyfð á Spáni, en það er nú þegar leyft í tæplega helming ríkja Evrópusambandsins. Læknir sem styður lögleiðingu slíkra lyfja segir algerlega fáránlegt að afstaða fólks til þessa lyfs skuli fara eftir því hvort það sé hægri- eða vinstrisinnað.

Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins.

Vonast eftir hreinum meirihluta á þingi

Þingkosningar fara fram í Frakklandi í dag þar sem Emmanuel Macron forseti vonar að flokkur hans í miðjubandalagi við aðra flokka nái hreinum meirihluta en er ógnað af bandalagi vinstri flokka.

Nauðgunar­mál­sókn gegn Ron­aldo vísað frá dómi

Málsókn Kathryn Mayorga á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo hefur verið vísað frá dómi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Mayorga sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað henni í borginni árið 2009. Hún fór fram á 25 milljónir dollara í skaðabætur.

Hafa mögulega fundið líkamsleifar

Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans.

„Ofbeldið var engin tilviljun“

Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 

Féllu ofan í fullan tank af súkkulaði

Tveir einstaklingar féllu í tank fullan af súkkulaði í verksmiðju M&M og Mars í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum í gær. Mönnunum var bjargað af slökkviliðsmönnum og fluttir á sjúkrahús.

Ferða­mönnum í pakka­ferðum nú hleypt inn í landið

Stjórnvöld í Japan hafa nú létt á takmörkunum fyrir erlenda ferðamenn og byrjað að staðfesta vegabréfsáritanir á nýjan leik. Það á þó einungis við ferðamenn í pakkaferðum og sem samþykkja að fylgja stífum reglum landsins um grímuskyldu og aðrar sóttvarnaaðgerðir.

Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta.

Nýtt lyf heftir vöxt krabba­meins­æxla

Nýtt lyf við brjóstakrabbameini eykur líftíma sjúklinga um 23,9 mánuði á meðan hefðbundin lyfjameðferð gefur sjúklingum 16,8 mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um rannsókn sem kynnt var á dögunum á aðalfundi Félags klínískra krabbameinslækna í Bandaríkjunum.

Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO

Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.

Krabbameinið hvarf: Nýtt lyf vekur athygli og von

Niðurstöður nýrrar lyfjarannsóknar hafa vakið gríðarlega athygli og von meðal lækna og krabbameinssjúklinga en allir þátttakendur rannsóknarinnar virðast hafa læknast af krabbameini eftir stutta lyfjameðferð.

Gefa í leitina að breska blaðamanninum

Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag.

Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu

Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum.

Endurnýjaði ökuskírteinið hundrað ára gömul

Candida Uderzo sem býr í Vicenza-héraði í norðurhluta Ítalíu endurnýjaði á dögunum ökuskírteinið sitt. Uderzo er hundrað ára gömul og er þar með þriðji Ítalinn sem fær að keyra eftir hundrað ára afmælið.

Til­kynnti sjálfur að hann ætlaði að myrða hæsta­réttar­dómara

Karlmaður á þrítugsaldri sætir ákæru í Marylandríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að myrða hæstaréttardómarann Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi ætlað sér að myrða Kavanaugh og svipta sjálfan sig síðan lífi.

Vesturlönd eiga ekki að hafa áhyggjur af líðan Putins

Artis Pabriks varnarmálaráðherra Lettlands fer í engar grafgötur með að Vesturlönd eigi að bregðast af hörku við innrás Rússa í Úkraínu og varast undirróður hans sem miði að því að afvegaleiða Vesturlönd til málamiðlana.

„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“

Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök.

Mega ákæra Weinstein í London

Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996.

Lula með yfirburði yfir Bolsonaro í könnunum

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu og leiðtogi vinstrimanna, mælist með afgerandi forskot á Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar sem fara fram í október.

Krafðist að­gerða í til­finninga­þrunginni ein­ræðu

Bandaríski leikarinn Matthew McConaughey hélt tilfinningaþrungna ræðu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær, þar sem hann grátbað þingmenn um að herða skotvopnalöggjöf í landinu. Hann sýndi blaðamönnum græna skó sem meðal annars voru notaðir til að bera kennsl á eitt fórnarlamba skotárásinnar í Uvalde.

Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“

Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni.

Biles á meðal fimleikakvenna sem krefja FBI um milljarð dollara

Hópur fyrrverandi ólympíufimleikakvenna í Bandaríkjunum, þar á meðal gullverðlaunahafinn Simone Biles, ætla að krefja alríkislögreglunar FBI um meira en milljarð dollara í skaðabætur vegna mistaka hennar í máli Larrys Nassar sem misnotaði hundruð fimleikakvenna.

„Hættulegasti maður Noregs“ tekinn höndum

Norska lögreglan hafði hendur í hári Stigs Millehaugen sem hafði verið á flótta í viku. Millehaugen afplánaði fangelsisdóm fyrir tvö morð og honum er lýst sem „hættulegasta manni Noregs“.

Rúmlega tuttugu látnir í lestarslysi í Íran

Að minnsta kosti tuttugu og einn er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í austanverðu Íran. Viðbragðsaðilar segja að lestin hafi rekist á skurðgröfu og hrokkið út af.

Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers.

Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust

Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega.

Sjá næstu 50 fréttir