Fleiri fréttir

Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO

Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn.

Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas

Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala.

Tedros endur­kjörinn fram­kvæmda­stjóri WHO

Afgerandi meirihluti aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) greiddu Tedros Ghebreyesus atkvæði sitt til nýs fimm ára skipunartímabils sem framkvæmdastjóri. Tedros hefur leitt stofnunin í gegnum umrót kórónuveirufaraldursins.

Aftökur sjaldan færri en fjölgaði mikið milli ára

Kippur var í fjölda aftaka í fyrra eftir að þeim fækkaði umtalsvert í kórónuveiruheimsfaraldrinum árið 2020. Mest fjölgaði þeim í Íran og Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir það voru sögulega fáir teknir af lífi í fyrra.

Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens.

Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi

Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi.

Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri

Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári.

Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini

Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar.

Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd

Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn.

Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn

Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick.

Segir heiminn á vendipunkti

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti.

Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana.

Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu

Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu.

Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar

Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans.

Fundu afskorið höfuð þingmanns sem var saknað

Lögregla í Nígeríu fann afskorið höfuð þingmanns sem hvarf í Anambra-ríki í síðustu viku. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins en aðstoðarmaður þingmannsins hvarf með honum.

Vaktin: Rússar sakaðir um að stela úkraínsku korni

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá.

Spánn: Fyrsta hitabylgja sumarsins

Fyrsta hitabylgja sumarsins ríður nú yfir Spán af miklu afli. Hitinn hefur víða mælst yfir 40 gráður, og allt að 15 gráðum heitari en í meðalári.

Vaktin: Her­lög gilda í þrjá mánuði í við­bót

Rússar segjast hafa tekið 2.500 úkraínska hermann fangna í Azovstal-stálverinu sem Rússar hafa setið um í að verða tvo mánuði. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Donbas segir hermennina munu sæta ákæru

Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra.

„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“

Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu.

Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð

Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans.

Albanese næsti forsætisráðherra Ástralíu

Í dag var fóru fram þingkosningar í Ástralíu þar sem kosið var til setu á neðri deild ástralska þingsins. Verkamannaflokkurinn, leiddur af Anthony Albanese, sigraði kosningarnar. 

Musk hafnar á­sökunum og vill koma á fót mál­sóknar­teymi

Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf.

Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær.

Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju

Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016.

Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum

Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði.

Banna þungunarrof eftir frjóvgun

Repúblikanar á ríkisþingi Oklahoma í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp að ströngustu þungunarrofslögum í landinu í dag. Verði frumvarpið að lögum verður þungunarrof bannað eftir frjóvgun eggs nema í algerum undantekningartilfellum.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.