Fleiri fréttir

Danir vilja leigja þrjú hundruð fangelsis­pláss í Kósovó

Dönsk stjórnvöld ætla sér að taka upp viðræður við stjórnvöld í Kósovó um leigu á alls þrjú hundruð fangelsisplássum í Kósovó. Hugmyndin er liður í áætlun dönsku stjórnarinnar að tryggja þúsund ný fangelsispláss.

Bretar fá afar misvísandi skilaboð um hegðun í aðdraganda jóla

Bretar fá nú misvísandi skilaboð frá yfirvöldum en á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra hefur sagt að fólk eigi ekki að þurfa að hætta við boð í aðdraganda jóla hvetur Chris Whitty, yfirmaður heilbrigðismála, fólk til að hitta ekki aðra en nána aðstandendur. 

Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum

Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins.

Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“

Ríkisstjórn Litháens hefur kallað erindreka sína og sendiráðsstarfsmenn í Kína heim og segir að sendiráðið í Kína verði starfrækt með fjarvinnu um óákveðinn tíma. Samband ríkjanna hefur beðið mikla hnekki eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen.

Föst á þaki há­hýsis í Hong Kong vegna elds

Rúmlega hundrað manns eru nú fastir á þaki stórhýsis í Hong Kong eftir að eldur upp í húsinu um hádegisbil að staðartíma í dag. Húsið sem um ræðir er þrjátíu og átta hæðir.

OJ Simpson laus allra mála

Fótboltmaðurinn fyrrverandi og leikarinn OJ Simpson er frjáls maður, þrettán árum eftir að hann var sakfelldur fyrir vopnað rán. 

Fara í hart gegn öfga­hópum vegna á­rásarinnar á þing­húsið

Ríkissaksóknari Washington DC hefur höfðað mál gegn öfgahópunum Proud Boys og Oath Keepers vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Karl A Racine ætlar að nota lög sem samin voru til að sporna gegn Ku Klux Klan til að krefjast bóta frá samtökunum vegna þess skaða sem unninn var í árásinni og vegna árása á lögregluþjóna þann dag.

Segja milljónir barna seldar í þræla- og kynlífsvinnu

Alþjóðlegu hjálparsamtökin Lumos, sem voru stofnuð af rithöfundinum J.K. Rowling, segja um 5,4 milljónir barna út um allan heim búa á barnaheimilum þar sem þarfir þeirra eru vanræktar og þau eru misnotuð.

Hand­teknir vegna gruns um að hafa stýrt skipinu ölvaðir

Tveir hafa verið handteknir í tengslum við sjóslysið í Eystrasalti í gær þar sem danskt og breskt flutningaskip rákust saman norðaustur af Borgundarhólmi aðfararnótt mánudagsins. Einn hefur fundist látinn og er annars enn saknað.

Hafa loks náð saman um níu mánuði eftir kosningar

Hollensku stjórnmálaflokkarnir sem hafa starfað saman í stjórn frá árinu 2017 hafa loks náð saman um framhald stjórnarsamstarfsins, um níu mánuði eftir þingkosningarnar. Samkomulagið gerir það að verkum að forsætisráðherrann Mark Rutte mun stýra landinu sitt fjórða kjörtímabil.

Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron

Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 

Støj­berg dæmd í sex­tíu daga fangelsi

Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni.

Flúðu niður í kjallara í hvirfilbylnum

Hátt í hundrað eru látnir í einhverjum verstu náttúruhamförum í seinni tíð í Bandaríkjunum. Íslendingur í St. Louis sem lokaði sig niðri í kjallara ásamt fjölskyldu sinni um helgina segir eyðilegginguna ofboðslega.

„Ó­hugsandi harm­leikur“

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri.

Óttast að yfir hundrað manns gæti hafa farist

Nú er óttast að minnst sjötíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst.

Myrti eigin­konu sína með því að keyra yfir hana

David Turtle, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður frá Bournemouth á Englandi, hefur verið fundinn sekur fyrir frönskum dómstól um að hafa myrt eiginkonu sína. Morðvopnið var Mercedes Benz bifreið hans.

Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út

Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út.

Sjá næstu 50 fréttir