Fleiri fréttir

Bandaríski blaðamaðurinn leystur úr haldi í Búrma

Herforingjastjórnin í Búrma (Mjanmar) sleppti Danny Fenster, bandarískum blaðamanni, úr fangelsi í dag. Herdómstóll dæmdi Fenster í ellefu ára fangelsi fyrir helgi en Fenster verður nú leyft að yfirgefa landið.

Perónistar misstu þingmeirihluta í fyrsta skipti í áratugi

Stjórnarflokkur perónista í Argentínu missti meirihluta sinn á þingi í fyrsta skipti í tæp fjörutíu ár í þingkosningum sem fóru fram í gær. Vaxandi verðbólga og fátækt var flokki Albertos Fernandéz forseta dýrkeypt.

Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi

Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans.

Níu ára drengur látinn eftir troðninginn á Astroworld

Níu ára drengur, sem hefur verið haldið sofandi frá því að hann varð undir á Astroworld-tónlistarhátíðinni í Texas í Bandaríkjunum, er látinn. Ezra Blount hlaut umtalsverðan heila- og líffæraskaða en hann er yngstur þeirra sem hafa látist.

Heiðra þá sem látist hafa í stríði

Flaggað er í hálfa stöng hjá þýska sendiráðinu á Íslandi í tilefni Volktrauerstag eða minningardagsins, sem haldinn er árlega í Þýskalandi til heiðurs allra þeirra sem látið hafa lífið í styrjöldum. Þá halda Bretar einnig sinn Remembrance sunday.

Óbólu­­settir í út­­göngu­bann í Austur­­ríki

Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta.  Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt.

Drottningin missir af minningar­at­höfn vegna tognunar

Elísabet önnur Bretlandsdrottning verður ekki viðstödd minningarathöfn sem haldin verður til heiðurs þeirra sem látist hafa í herþjónustu við breska heimsveldið í dag. Ástæðan er tognun í baki.

Snæ­hlé­barðar deyja úr Co­vid

Þrír snæhlébarðar létu lífið úr Covid-19 í dýragarðinum Lincoln Children’s Zoo í Nebraska í Bandaríkjunum á föstudaginn. 

„Við römbum enn á barmi lofts­lags­ham­fara“

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni.

Skíða­fólk tekur gleði sína á ný

Aðstandendur ítalskra skíðahótela halda bjartsýnir inn í veturinn en hafa varann á. Síðustu tvö árin hafa eðli málsins samkvæmt verið hóteleigendum erfið vegna kórónuveirunnar. Bókanir streyma nú inn.

Pútín svarar hótunum Lúkasjenka

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 

Há­karlar og sæ­hestar í ánni Thames

Vísindamenn hafa nú uppgötvað fjölda sjávardýra í ánni Thames í Bretlandi. Dýrafræðistofnun Lúndúna sögðu ána „líffræðilega dauða“ árið 1957. Ný rannsókn sýnir að áin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum.

Sara Duterte fer í fram­boð

Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins.

Britney loks orðin frjáls

Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi.

Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence

Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans.

Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal

Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag.

Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin.

Ólíklegt að samstaði náist um að hætta kolanotkun

Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina.

Ellefu ára fangelsi yfir bandarískum blaðamanni í Búrma

Herdómstóll í Búrma dæmdi Danny Fenster, bandarískan blaðamann, í ellefu ára fangelsi fyrir undirróður gegn hernum, brot á innflytjendalögum og samkomutakmörkunum í dag. Hann gæti hlotið enn þyngri dóm verði hann sakfelldur fyrir uppreisnaráróður og hryðjuverk.

Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng

Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður.

Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands.

Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér.

Segir mark­mið Parísar­sam­komu­lagsins í „öndunar­vél“

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.

Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar

Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum.

Sex hundraðasti geim­farinn á leið til geim­stöðvarinnar

Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir