Fleiri fréttir

WHO sam­þykkir bólu­efni Sin­op­harm

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar.

Fjórir lögreglumenn ákærðir vegna dauða Floyd

Alríkisákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi lögreglumönnum vegna dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa vísvitandi brotið á borgararéttindum Floyd þegar þeir handtóku hann.

Enn mikil ó­vissa um á­hrif hlýnunar á Suður­skaut­sísinn

Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna.

Rassían í Ríó: Saka lögregluna um aftökur utan dóms og laga

Íbúar í fátækrahverfi í Río de Janeiro í Brasilíu saka lögregluna í borginni um að hafa myrt fólk sem vildi gefast upp og ráðist inn á heimili án leitarheimildar í blóðugustu rassíu í sögu borgarinnar í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns féllu, þar á meðal einn lögreglumaður.

Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra

Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum.

25 í valnum eftir eina mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Ríó

Minnst einn lögregluþjónn og 24 meintir glæpamenn eru látnir eftir mannskæðustu atlögu lögreglunnar í Brasilíu gegn glæpagengi um árabil. Atlagan beindist gegn fíkniefnasmyglurum í einu af fátækrahverfum Ríó de Janeiro, sem kallast Jacarezinho og réðust þungvopnaðir lögregluþjónar til atlögu á brynvörðum bílum og þyrlum.

Vill embætti Cheney og fylkja Repúblikönum saman um Trump

Þingkonan Elise Stefanik lýsti því yfir í dag að hún vildi stöðu þingkonunnar Liz Cheney, sem þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney hefur verið undir miklum þrýstingi innan flokksins fyrir að taka ekki undir falsar yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningsvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í fyrra.

Sak­felld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun

Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar.

Fleiri vilja afnema einkaleyfi

Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi.

Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan

Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart.

Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“

Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu.

SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship.

200 ár frá dauða Napóleons

Í dag eru tvö hundruð ár liðin síðan Napóleon Bónaparte Frakklandskeisari dó. Emmanúel Macron, Frakklandsforseti, minntist keisarans umdeilda við athöfn í dag þegar hann lagði blómkrans að grafhýsi hans í Les Invalides í París.

Biden styður að fella niður einkaleyfi á bóluefnum

Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að styðja viðleitni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að fella niður einkaleyfi á bóluefnum gegn Covid-19. Markmiðið er að gera öðrum ríkjum kleift að framleiða meira af bóluefnum og hraða bólusetningum á heimsvísu.

Netanja­hú missir um­boð til stjórnar­myndunar

Yair Lapid, leiðtogi ísraelska miðjuflokksins Yesh Atid, hefur fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Forseti Ísraels veitti honum umboðið í dag eftir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tókst ekki að mynda ríkisstjórn fjórum vikum eftir þingkosningar í landinu.

Ósætti innan njósnabandalagsins

Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja.

Bjóst við sjö börnum en fæddi níu

Kona fæddi nýverið níu börn, þó hún hafi bara átt von á sjö. Sónar hafði sýnt fram á að konan væri ólétt af sjö börnum en við fæðingu í gær reyndust þau níu. Fimm stúlkur og fjórir drengir og öllum heilsast víst vel.

Börn niður í tólf ára fá bólu­efni Pfizer

Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19.

Trump áfram í banni á Facebook

Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur

Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig.

Yfirbyggðir sjúkrasleðar hjá danska hernum á Grænlandi

Danski herinn á Grænlandi, Arktisk Kommando, hefur tekið þrjá sjúkrasleða til notkunar á afskekktum svæðum þessarar strjálbýlu nágrannaeyju Íslands. Sleðunum er ætlað að auka öryggi danskra hermanna, þar á meðal Síríus-sérsveitarinnar, en einnig vísindamanna og annarra á ferð um hrjóstrugar slóðir fjarri byggðum.

Fimm látnir eftir sveðju­á­rás á dag­heimili

Fimm eru látnir eftir sveðjuárás átján ára karlmanns á dagheimili í suðurhluta Brasilíu í gær. Lögregla segir að þrjú börn, öll yngri en tveggja ára, hafi látist í árásinni, auk tveggja starfsmanna.

Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld

Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn.

Trump opnar eigin miðil

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook.

Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu.

Stærðarmunur á forsetahjónum vekur furðu

Mynd af forsetahjónum Bandaríkjanna með Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, og Rosalynn eiginkonu hans, hefur vakið mikla furðu og kátínu á samfélagsmiðlum. Á henni virðast Biden-hjónin eins og risar við hlið Carter-hjónanna en allt á það sér þó einfaldari skýringar.

Norsk kona dæmd fyrir að aðild að ISIS

Dómstóll í Noregi dæmdi í dag þrítuga, norska konu í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkasamtökunum ISIS. Taldi dómari að konan hafi breytt „með vitund og vilja“.

Sau­tján látnir eftir mót­mæli síðustu daga

Sautján manns hið minnsta eru látnir eftir mótmæli síðustu fimm daga á götum kólumbísku höfuðborginnar Bogota og í öðrum stórborgum landsins. Mótmælin hafa beinst að fyrirhuguðum breytingum stjórnvalda á skattalöggjöf landsins.

Sjá næstu 50 fréttir