Fleiri fréttir

Kynnti 1.900 milljarða dala aðgerðapakka
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í gærkvöldi aðgerðapakka sem ætlað er að örva bandarískan efnahag í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Alls er fyrirhugað að verja 1.900 milljörðum Bandaríkjadala til ýmissa verkefna og meðal annars fá allir landsmenn 1.400 dala eingreiðslu, um 180 þúsund krónur.

Öflugur skjálfti í Indónesíu
Að minnsta kosti 35 eru látin og hundruð slösuð eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyjuna Sulawesi í gær.

Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína.

Frakkar herða aðgerðir enn frekar
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, kynnti í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins sem virðist ekki á undanhaldi í landinu. Útgöngubann er nú í gildi frá klukkan sex á kvöldin til klukkan sex á morgnanna. Aðgerðirnar taka gildi á laugardag.

Lífverðirnir máttu ekki gera þarfir sínar hjá Ivönku og Jared
Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna hefur greitt þrjú þúsund dali á mánuði í leigu lítillar kjallaraíbúðar nærri heimili Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump forseta, og Jared Kushner í Washington DC svo þeir geti farið á klósettið.

Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar
Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot.

Mótmæla vegna dauða manns sem lést í haldi lögreglu
Hundruð mótmæltu í Brussel í gær vegna dauða 23 ára gamals manns, sem lést í haldi lögreglu um síðustu helgi. Mótmælendur kveiktu meðal annars í lögreglustöð og réðust að bíl Filippusar konungs.

Kallas fær umboðið í Eistlandi
Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, fékk í dag umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Eistlandi. Útlit er því fyrir að hún verði fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í landinu.

Komust yfir mörg hundruð vegabréfa og skilríkja
Lögregla í Þýskalandi segir að þjófar hafi komist yfir mörg hundruð nýrra vegabréfa og annarra persónuskilríkja eftir að brotist var inn öryggishólf á skrifstofum hins opinbera í Köthen í austurhluta landsins. Þjófarnir stálu jafnframt tveimur fingrafaraskönnum.

Rúmlega tíu þúsund nú látin af völdum Covid-19 í Svíþjóð
Tilkynnt hefur verið um 351 dauðsfall vegna Covid-19 til viðbótar í Svíþjóð. Þar með hafa nú rúmlega tíu þúsund manns, eða 10.185, látist af völdum sjúkdómsins í landinu frá upphafi heimsfaraldursins.

Farþegar til Englands þurfa að framvísa neikvæðu vottorði
Farþegar sem hyggjast ferðast í gegnum England þurfa að framvísa neikvæðu Covid-vottorði til að fá inngöngu í landið frá og með næsta mánudegi, 18. janúar. Vottorðið má ekki vera eldra en þriggja daga.

Meirihluti fyrir að ákæra Støjberg fyrir Ríkisrétt
Ljóst má vera að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verður ákærð og látin svara til saka fyrir Ríkisrétt (d. rigsrett) þar í landi.

Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku.

Harmleikur konu sem var beitt hryllilegu ofbeldi í æsku eða þaulskipulagt morð?
Diane Mattingly segir að það sé eitt augnablik úr æsku hennar sem fylli hana djúpu þakklæti en líka miklu samviskubiti.

Óttast að missa stjórn á nýja afbrigðinu í Evrópu
Forsvarsmenn Evrópusambandsins óttast að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem virðist smitast auðveldar á milli manna, nái stjórnlausri dreifingu Í Evrópu. Stella Kyriakides, yfirmaður heilbrigðismála hjá ESB, segir að dreifingu afbrigðisins verði að stöðva með öllum ráðum.

Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf
Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi.

Greta Thunberg heiðruð á sænsku frímerki
Teikning af aðgerðasinnanum Gretu Thunberg prýðir nú sænskt frímerki. Um er að ræða viðurkenningu til handa Thunberg, fyrir viðleitni hennar til að „varðveita einstaka náttúru Svíþjóðar fyrir komandi kynslóðir.“

Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni.

Stærstu mafíuréttarhöldin í áratugi hafin
Stærstu mafíuréttarhöld í áratugaraðir hófust á Ítalíu í morgun. 355 meintir mafíósar og spilltir embættismenn eru sakaðir um skipulagða glæpastarfsemi.

Forsetinn lagður inn á sjúkrahús með Covid-19
Armen Sargsyan, forseti Armeníu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í London í Englandi, eftir að hafa greinst með smit í síðustu viku.

Navalní snýr aftur til Rússlands
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn.

Forsætisráðherra Eistlands segir af sér í skugga mútumáls
Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, hefur ákveðið að segja af sér. Frá þessu greindi forsætisráðherrann í morgun en þrýstingur á Ratas hefur aukist mikið síðustu misserin vegna mútumáls sem fjöldi háttsettra stjórnmálamanna í landinu hefur verið bendlaður við.

YouTube lokar tímabundið á Donald Trump
Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube.

Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni
Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu.

Fyrsta konan sem tekin er af lífi í alríkinu í sjötíu ár
Lisa Montgomery, 52 ára gömul kona frá Kansas í Bandaríkjunum, hefur verið tekin af lífi með banvænni sprautu í Terre Haute-fangelsinu í Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár.

Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump
Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna.

Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska
Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri.

Níu þúsund börn létust á írskum heimilum fyrir ógiftar mæður
Á 19. og 20. öld létust 9.000 börn á átján stofnunum á Írlandi fyrir konur og stúlkur sem urðu þungaðar utan hjónabands. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var í dag en forsætisráðherra landsins segir um að ræða myrkan, erfiðan og skammarlegan kafla í sögu þjóðarinnar.

Búið að ákæra sjötíu og búist við hundruð ákæra til viðbótar
Búið er að ákæra rúmlega 70 manns vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku en líklegt er að hundruð eða jafnvel þúsundir verði að endingu ákærðir. Meðal annars stendur til að ákæra fólk fyrir uppreisnaráróður, fyrir að fara inn í þinghúsið í leyfisleysi og morð.

Sektuð fyrir að taka ólaðan manninn í göngutúr
Par í Kanada hefur verið sektað fyrir að brjóta gegn útgöngubanni vegna Covid-19 eftir að lögregla stöðvaði þau þar sem konan leiddi manninn í ól. Konan sagðist bara vera „úti að ganga með hundinn“, sem er heimilt samkvæmt reglunum.

Evrópskir ráðamenn neituðu að hitta Pompeo
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti í skyndi við síðustu embættisferð sína í dag, eftir að ráðamenn og embættismenn í Evrópusambandsinu neituðu að hitta hann. Ástæðan er sögð vera árásin á þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku og aðkoma Donalds Trump, forseta, að henni.

Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot.

Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin
Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram.

Segist enga ábyrgð bera
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar.

Spilavítaeigandinn Sheldon Adelson er látinn
Bandaríski auðjöfurinn Sheldon G. Adelson, sem rak spilavíti og var lengi einn mest áberandi maðurinn í viðskiptalífinu í Las Vegas, er látinn. Hann varð 87 ára.

Mesti samdráttur í losun í Bandaríkjunum frá lokum seinna stríðs
Losun á gróðurhúsalofttegundum í Bandaríkjunum fór á síðasta ári í fyrsta skipti á síðustu þremur áratugum niður fyrir það magn sem var árið 1990. Loftslagsrannsóknafyrirtækið Rhodium áætlar að samdrátturinn hafi numið um 10 prósent milli ára og þannig verið sá mesti frá lokum seinna stríðs.

Kafarar fundu flugrita vélarinnar
Kafarar á vegum indónesíska hersins hafa fundið flugrita flugvélar Sriwijaya Air sem hrapaði í Jövuhafi um helgina með 62 um borð. AP greinir frá þessu, en vélin hrapaði skömmu eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta á laugardag.

Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur
Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur.

WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári
Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi.

Þingmaður smitaður eftir árásina á þinghúsið
Pramila Jayapal, þingmaður demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur smitast af kórónuveirunni. Jayapal segir frá því á Twitter að hún hafi smitast í kjölfar þess að hafa ásamt öðrum þingmönnum verið flutt í skjól, í lokað herbergi, þegar múgur réðst á bandaríska þinghúsið í síðustu viku.

22 kínverskir námumenn fastir eftir sprengingu
Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn.

Fresta aftöku einu konunnar sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins
James Hanlon, dómari í Indiana í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að fresta beri aftöku Lisu Montgomery, 52 ára gamallar konu sem var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004.

Flugritinn enn ekki fundinn
Enn hefur ekki tekist að finna flugrita farþegaþotunnar sem fórst undan ströndum Indónesíu á laugardag með 62 innanborðs.

Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit
Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir.

FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin
Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur.