Fleiri fréttir

Bandaríkjamenn búa sig undir snjóstorm
Bandaríkjamenn á austurströndinni búa sig nú undir mikla snjókomu og eru viðvaranir í gildi hjá sextíu milljónum manna. Búist er við að stormurinn nái allt frá Colorado og upp til Maine ríkis og viðvaranir vegna þessa eru í gildi í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.

Greiddi 12,5 milljónir fyrir að komast í návígi við Monu Lisu
Ónefndur einstaklingur hefur greitt jafnvirði 12,5 milljóna króna til að fá að komast í meiri nálægð við Monu Lisu en gestum Louvre gefst vanalega kostur á.

Matvæla- og lyfjaeftirlitið gefur heimild til notkunar umframbóluefnis
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir notkun umframefnis í lyfjaglösum sem innhalda Covid-19 bóluefnið frá Pfizer og BioNTech.

Rannsakendur WHO á leið til Kína
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.

Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub
Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum.

Hvetja Evrópubúa til grímunotkunar í jólaboðum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir útlit fyrir aðra bylgju í Evrópu snemma árs 2021 ef áfram heldur sem horfir, enda fari smitum ört fjölgandi. Stofnunin hvetur því fólk til þess að auka grímunotkun og nota grímur einnig í jólaboðum með fjölskyldu yfir hátíðirnar.

Verslunum í Danmörku gert að loka fram yfir áramót
Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar.

47% farandverkamanna í Singapúr fengið Covid-19
Næstum helmingur erlendra farandverkamanna í Singapúr, sem hafa verið einangraðir á heimavistum frá því í vor, hefur smitast af SARS-CoV-2. Áður hafði verið greint frá 54.500 smitum en þau telja raunverulega 152.000.

Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn.

Tæplega þúsund ný dauðsföll rakin til Covid-19 í Þýskalandi
Þjóðverjar hafa hert á samkomutakmörkunum í landinu til að reyna að stemma stigu við kórónufaraldrinum sem er í mikilli uppsveiflu í landinu. Aðgerðirnar gilda til 10. janúar hið minnsta en aðeins verður slakað á yfir jólahátíðina þar sem hverju heimili verður heimilt að hafa hjá sér fjóra gesti úr sinni nánustu fjölskyldu.

McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju
Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær.

Hundruð þúsunda beitt misnotkun á opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi
Að minnsta kosti 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðnir sem dvöldu á stofnunum á vegum nýsjálenska ríkisins á árunum 1950 til 1999 sættu einhvers konar misnotkun, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar.

Biden ætlar að tilnefna Buttigieg í embætti samgönguráðherra
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skipa Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra Bandaríkjanna. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum. Buttigieg, sem kallaður er Mayor Pete, því hann var borgarstjóri South Bend í Indiana, bauð sig fram til forseta í forvali Demókrataflokksins og þá gegn Biden.

Samkynja pörum í Ungverjalandi bannað að ættleiða
Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna.

Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda
Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag.

Annar tvíburinn handtekinn í tengslum við demantarán
Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið annan tvíburabróðurinn sem auglýst hefur verið eftir í tengslum við rán sem framið var í Grænu hvelfingunni í Dresden. Bræðurnir höfðu verið á flótta frá því að ránið var framið.

Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps
Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu.

Herða aðgerðir í allri Danmörku
Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun.

Evrópunefndin fundar um leyfið viku fyrr en áætlað var
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember.

Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla
Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða.

Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést
Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna.

Armenar og Aserar skiptast á föngum
Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum.

Danskur atvinnupókerspilari dæmdur fyrir að fylgjast með skjám mótspilara
Dómstóll í Danmörku hefur þyngt dóm yfir dönskum atvinnupókerspilara fyrir að hafa komið fyrir njónsnaforriti í tölvum mótspilara. Landsréttur dæmdi Peter Willers Jepsen, einnig þekktur sem Zupp, í þriggja ára fangelsi en hann hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði.

Ellefu fórust í eldsvoða á heimili fyrir eldri borgara í Rússlandi
Ellefu eru látnir eftir að eldur kom upp á heimili fyrir eldri borgara í bænum Ishbuldino í Basjkortostan í suðurhluta Úralfjalla í Rússlandi í nótt.

Jöfnuðu hótel Holiday Inn við Washington DC við jörðu
Hótel Holiday Inn í Rosslyn í Virginíu, við jaðar bandarísku höfuðborgarinnar Washington DC, var jafnað við jörðu á sunnudaginn.

Japanir tvístígandi varðandi Ólympíuleikana
Aðeins 27% Japana vilja að Ólympíuleikarnir fari fram á fyrirhugðum tíma en þeir verða að óbreyttu haldnir í Tókýó 23. júlí til 8. ágúst. Leikunum var frestað vegna Covid-19 faraldursins en þeir áttu að fara fram 24. júlí til 9. ágúst sl.

Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember.

Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump
Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín.

„Twitter-morðinginn“ dæmdur til dauða
Japanskur maður sem myrti níu einstaklinga eftir að hafa komist í samband við þá á Twitter hefur verið dæmdur til dauða.

Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum
Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands.

Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi
Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa tilkynnt að þau hafi ákært tvo hermenn sína fyrir að hafa limlest lík armenskra hermanna í nýlegum átökunum um héraðið Nagorno-Karabakh.

Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni.

Öllum skólum og flestum verslunum í Hollandi lokað
Yfirvöld í Hollandi hafa boðað hertari aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þetta verður í annað sinn sem svo harðar aðgerðir eru teknar í gildi en nú verður öllum skólum og verslunum lokað í minnst fimm vikur.

Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín
Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum.

Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní
Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar.

Kristin Háfoss nýr framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur ákveðið að ráða Kristinu Háfoss sem nýjan framkvæmdastjóra á skrifstofu ráðsins í Kaupmannahöfn.

Hjúkrunarfræðingur í New York fyrst til að verða bólusett í Bandaríkjunum
Bandaríski hjúkrunarfræðingurinn Sandra Lindsay varð í dag fyrst til að verða bólasett gegn Covid-19 í Bandaríkjunum.

Ekki fleiri andlát í nóvembermánuði í Svíþjóð síðan í spænsku veikinni
Alls létust 8.088 manns í Svíþjóð í nýliðnum nóvember og hafa ekki svo margir látist í nóvembermánuði síðan 1918 eða þegar spænska veikin herjaði á íbúa álfunnar.

Enn líf í Brexit-viðræðum
Bretland og Evrópusambandið ákváðu í gær að halda áfram viðræðum um viðskiptasamning þótt enn beri mikið á milli.

Réttarhöldin í Namibíu hefjast í apríl
Rannsókn yfirvalda í Namibíu á Fishcor-málinu svokallaða er lokið að því er fram kemur í þarlendum fjölmiðlum. Réttarhöld yfir sjömenningunum sem hafa verið í haldi vegna málsins fara fram 22. apríl.

Jólasveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunarheimili
61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap.

Bóluefni á fleygiferð um Bandaríkin
Bólusetningar við kórónuveirunni hefjast í Bandaríkjunum í dag. Ekkert land hefur komið verr út úr faraldrinum.

Forsætisráðherrann látinn fáeinum vikum eftir að hafa greinst með Covid-19
Forsætisráðherra Afríkuríkisins Esvatíní, Ambrose Dlamini, er látinn, 52 ára að aldri. Hann lést um mánuði eftir að hafa greinst með Covid-19.

Trump frestar því að samstarfsmenn hans fái bóluefni gegn Covid-19
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta þeim fyrirætlunum að samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu skyldu verða með þeim fyrstu í Bandaríkjunum til þess að fá bóluefni gegn Covid-19.

Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið
Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum.