Fleiri fréttir

Enn líf í Brexit-viðræðum

Bretland og Evrópusambandið ákváðu í gær að halda áfram viðræðum um viðskiptasamning þótt enn beri mikið á milli.

Réttarhöldin í Namibíu hefjast í apríl

Rannsókn yfirvalda í Namibíu á Fishcor-málinu svokallaða er lokið að því er fram kemur í þarlendum fjölmiðlum. Réttarhöld yfir sjömenningunum sem hafa verið í haldi vegna málsins fara fram 22. apríl.

Jóla­sveinn smitaði mikinn fjölda á belgísku hjúkrunar­heimili

61 íbúar og fjórtán starfsmenn á hjúkrunarheimili í bænum Mol fyrir utan Antwerpen í Belgíu hafa nú greinst með kórónuveiruna. Grunur er um að rekja megi smitin til manns sem ráðinn var til að mæta í jólasveinabúningi til að koma íbúum í jólaskap.

Samstarfsmenn Trump meðal fyrstu til að fá bóluefnið

Starfsmenn Hvíta hússins sem vinna með Donald Trump Bandaríkjaforseta verða bólusettir á næstu dögum. Verið er að undirbúa dreifingu bóluefnis Pfizer og BioNTech til forgangshópa vestanhafs en starfsmenn Hvíta hússins tilheyra ekki þeim hópum.

Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof

Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps.

Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr.

Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð.

Um 400 skólabarna saknað

Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað.

Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað

Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna.

I­vanka Trump sögð í­huga feril í stjórn­málum

Ivanka Trump, dóttir fráfarandi Bandaríkjaforseta, og eiginmaður hennar Jared Kushner eru nú að festa kaup á eign í Flórída-ríki samkvæmt heimildarmanni CNN. Er ástæðan meðal annars sögð vera bollaleggingar Ivönku um mögulegan feril í stjórnmál.

Skólum og verslunum lokað í Þýskalandi

Angela Merkel Þýskalandskanslari boðaði í dag verulega hertar aðgerðir í Þýskalandi vegna covid-19. Meðal annars stendur til að loka verslunum, skólum og barnadaggæslu. Nýjar reglur munu taka gildi frá og með næsta miðvikudegi að því er Deutsche Welle greinir frá.

Halda áfram viðræðum eftir daginn í dag

Viðræður Evrópusambandsins og Breta munu halda áfram eftir daginn í dag, en samningsaðilar höfðu ákveðið að gera upp hug sinn hvort viðræðum skyldi haldið áfram eða slitið í síðasta lagi í dag.

Erfitt að með­taka að hún væri í of­beldis­sam­bandi

Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Samnings­aðilar svart­sýnir fyrir loka­daginn

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga.

Íranskur blaða­maður tekinn af lífi

Blaðamaður sem sakaður var um að hafa ýtt undir borgaralega óhlýðni var tekinn af lífi í Íran í dag. Amnesty International segir að hann hafi verið fórnarlamb ósanngjarnra réttarhalda sem hafi stólað á játningu sem þvinguð var upp úr honum.

Telja hundruð mennta­skóla­nema í haldi víga­manna

Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn.

Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum.

Bóluefni Pfizer og BioNTech fær neyðarleyfi í Bandaríkjunum

Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt neyðarleyfi fyrir bóluefni Pfizer og BioNTech gegn covid-19. Stofnunin segir leyfið marka stórt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn sem hefur kostað um 295 þúsund mannslíf í Bandaríkjunum.

Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins.

Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan

Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019.

FKA twigs kærir Shia LaBeouf fyrir heimilis­of­beldi

Tónlistarkonan FKA twigs hefur kært fyrrverandi kærasta sinn leikarann Shia LaBeouf fyrir að hafa beitt hana „ótæpilegu ofbeldi“ á meðan á sambandi þeirra stóð. Hollywood Reporter greinir frá þessu.

Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka

Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli.

Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku

Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar.

Biden og Harris manneskjur ársins hjá Time

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, verðandi varaforseti, hafa verið útnefnd sem manneskjur ársins (Person of the Year) hjá bandaríska tímaritinu Time.

Hollendingar vísa meintum njósnurum Rússa úr landi

Yfirvöld í Rússlandi hafa vísað tveimur meintum njósnurum Rússa úr landi, en báðir voru hluti af umfangsmikilli njósnastarfsemi að sögn hollensku leyniþjónustunnar. Hinir meintu njósnarar voru í landinu sem diplómatar.

Telur tölu­verðar líkur á að samningar náist ekki

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu.

Spænska ríkið rak afkomendur einræðisherrans á dyr

Ríkisstjórn Spánar hefur nú tekið formlega við eignarhaldi sumarhallar einræðisherrans Franco og vísað afkomendum hans á dyr. Með höllinni fylgdi stórt listasafn en eignin var metin á rúmlega fimm milljónir evra í fyrra.

Kínversk yfirvöld ráðleggja flugþjónum að ganga með bleyju

Síðustu misseri hafa menn leitað ýmissa leiða til að efla sýkingavarnir og draga úr smithættu en ef einhverjum hefur þótt nóg um þá ættu þeir að kynna sér nýjar ráðleggingar kínverskra flugmálayfirvalda til starfsfólks í fluggeiranum.

Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær.

Geimfararnir sem stefna á tunglið

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars.

Sjá næstu 50 fréttir