Fleiri fréttir

Vilja banna meint „ástarjíhad“ á Indlandi
Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams.

Íhuga að kalla hermenn heim frá Sómalíu
Bandaríkjamenn íhuga að kalla alla rúmlega 700 hermenn sína frá Sómalíu. Sérfræðingar óttast að mikil óreiða gæti fylgt slíkri ákvörðun.

Lífstíðarfangelsi yfir valdaránsmönnum í Tyrklandi
Dómstóll í Tyrklandi dæmdi á þriðja tug manna í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa tekið þátt í valdaránstilraun árið 2016 í dag. Herforingjar og orrustuflugmenn eru á meðal hátt í 500 sakborninga í málinu.

Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan
Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi.

Skotvopnasamtök saka stjórnendur um misferli
Bandarísku skotvopnasamtökin NRA saka núverandi og fyrrverandi stjórnendur um að hafa gengið í sjóði þeirra og auðgast á kostnað samtakanna. Yfirvöld í New York vilja leysa samtökin upp vegna stórfellds misferlis stjórnenda yfir margra ára tímabil.

Segja ráðamenn í New York hafa brotið á trúuðu fólki
Meirihluti dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna segir að samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús í New York hafi brotið á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem tryggi Bandaríkjamönnum trúfrelsi. Óljóst er hvort úrskurðurinn muni í raun hafa einhver áhrif.

Vill samkomulag um að skíðasvæði í Evrópu verði lokuð fram yfir áramót
Þýsk stjórnvöld leitast nú eftir samkomulagi við önnur aðildarríki ESB um að halda skíðasvæðum lokuðum fram í byrjun janúar. Skuli það gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sænski prinsinn og Sofía prinsessa með Covid-19
Sænski prinsinn Karl Filippus og Sofía prinsessa, eiginkona hans, hafa greinst með Covid-19.

Lokasókn inn í Tigray að hefjast
Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað.

Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk
Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar.

Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn
Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans.

Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi
Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst.

Þriggja daga þjóðarsorg í Argentínu
Stjórnvöld í Argentínu hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir fráfall knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona.

Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð
Þúsundir mótmælenda komu saman í Bangkok í dag til að mótmæla því að auðæfi konungs landsins væru ekki hluti af ríkissjóði. Umfangsmikil mótmæli í landinu á undanförnum mánuðum hafa að miklu leyti beinst að konuginum, sem ólöglegt er að gagnrýna samkvæmt lögum.

Stærsta fréttaveita Danmerkur liggur niðri eftir netárás
Danska fréttaveitan Ritzau liggur enn niðri eftir að stjórnendur hennar neituðu að verða við kröfum tölvuþrjóta sem læstu gögnum hennar og kröfðust lausnargjalds í gær. Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á tölvuinnbrotinu.

Ísraelsmenn sagðir undirbúa sig fyrir mögulegar árásir Trump á Íran
Ísraelsmenn eru sagðir óttast að fá ekki nægjanlega viðvörun við mögulegum árásum Bandaríkjanna á Íran og eiga því að vera byrjaðir að undirbúa sig fyrir slíkt. Þó eiga þeir ekki að sitja á upplýsingum um mögulegar árásir.

Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast
Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast.

Fox semur við foreldra Seth Rich
Fox News gerðu samkomulag við foreldra manns vegna fréttar um að hann hefði verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum Demókrataflokksins til Wikileaks.

Til skoðunar að aflétta ferðatakmörkunum á Evrópu í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn íhugar nú að afnema ferðatakmarkanir á fólk sem hefur dvalið í 28 Evrópulöndum og Brasilíu vegna kórónuveirufaraldursins.

Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum
Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld.

Trump sagður ætla að náða fyrrverandi ráðgjafa sinn
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti.

Aldrei fleiri dáið vegna Covid-19 Rússlandi
Yfirvöld í Rússlandi hafa opinberað metfjölda látinna vegna Covid-19, tvo daga í röð. Minnst 507 dóu vegna veirunnar í gær og er það í fyrsta sinn sem talan fer yfir 500 í Rússlandi.

Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra
Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína.

„Þetta verður ekki þriðja kjörtímabil Obama“
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að komandi kjörtímabil hans í Hvíta húsinu verði „ekki þriðja kjörtímabil Obama.“

Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum
Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár.

Tveir særðir eftir meinta hryðjuverkaárás í Lugano
Lögregla í Sviss handtók í gær konu í Lugano í suðurhluta landsins, eftir að hún hafði sært tvo í árás í verslun. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverkaárás.

Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“
Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman.

Öryggisstjóri Apple ákærður fyrir að reyna að múta lögreglu með iPad-tölvum
Thomas Moyer, alþjóðaöryggisstjóri hjá tæknifyrirtækinu Apple, hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að múta lögreglumönnum. Hann er sagður hafa boðið þeim hundruð iPad-spjaldtölva í skiptum fyrir að Apple-starfsmönnum yrði leyft að bera vopn.

Covid-19 flæðir yfir Miðvesturríkin: „Okkur líður eins og við séum að drukkna“
Eftir að hafa leikið borgir og þéttbýl svæði Bandaríkjanna grátt hefur tilfellum Covid-19 fjölgað mjög á strjálbýlli svæðum Bandaríkjanna.

Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu
Joe Biden fékk 3,46 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu og Donald Trump 3,38 samkvæmt opinberum niðurstöðum úr forsetakosningunum í upphafi mánaðarins.

Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah
Undarleg málmsúla fannst víst í miðjum óbyggðum Utah og enginn virðist vita hvaðan hún kom.

Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn
Innanríkisráðherra Frakklands segir myndefni af lögregluþjónum loka tjaldbúðum í París í gær vera sláandi og heitir því að málið verði rannsakað. Búðirnar voru reistar af aðgerðasinnum og stjórnmálamönnum í mótmælaskyni við því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku.

Tekst á við enn eina krísuna
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Hún hefur mikla reynslu og var til að mynda seðlabankastjóri.

Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins
Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni.

Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra
Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður.

Töldu sig hafa lagt hald á metmagn ketamíns
Fyrr í þessum mánuði sendu yfirvöld í Taílandi frá sér yfirlýsingu um að metmagn lyfsins ketamín hefði fundist og að lögregla hefði lagt hald á það. Nú er að koma í ljós að ekki er um ketamín að ræða.

Handtekinn vegna blóðbaðsins í mexíkósku eyðimörkinni
Lögregla í Mexíkó hefur handtekið mann sem grunaður er um að tengjast morðinu á níu meðlimum samfélags mormóna í norðurhluta Mexíkó í nóvember á síðasta ári.

Kínverjar senda geimfar til tunglsins
Kínverjar skutu í nótt geimfari á loft sem ætlað er að fara til tunglsins og koma til baka með tunglgrjót.

Stærsti latexhanskaframleiðandi heims lokar verksmiðjum vegna Covid-19
Stærsti framleiðandi latexhanska í heiminum hefur neyðst til að loka helmingi verksmiðja sinna eftir að rúmur helmingur starfsliðsins greindist með Covid-19.

Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er látinn
David Dinkins, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, er látinn, 93 ára að aldri. Dinkins var fyrsti og til þessa eini svarti maðurinn til að hafa gegnt embættinu.

Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós
Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis.

Orð ársins of mörg til að velja eitt
Forsvarsmenn Oxford-orðabókarinnar sjá sér ekki fært að velja eitt ákveðið orð sem orð ársins líkt og venja er. Þess í stað hafa mörg orð orðið fyrir valinu á þessu fordæmalausa ári.

Staðfesta sigur Bidens í Michigan
Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.

Fluttur frá Bandaríkjunum og neyddur til að taka þátt í áróðri Ríkis íslam
Bandarískur drengur sem ferðaðist með móður sinni og stjúpföður til Sýrlands árið 2015, þar sem síðastnefndi gekk til liðs við Ríki íslam, er kominn aftur til Bandaríkjanna. Stjúpfaðirinn féll í drónaárás en móðir drengsins situr í fangelsi fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi.

Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens
John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn.