Fleiri fréttir

Vara við fullyrðingum um að grímur virki ekki

Lýðheilsusérfræðingar hafa gert athugasemdir við fullyrðingar um að grímur gagnist ekki til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á grundvelli nýrrar danskrar rannsóknar.

Talí­banar firra sig á­byrgð á mann­skæðri árás

Minnst átta létust og 30 særðust eftir eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kabúl. Stutt er í að fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Talíbana haldi friðarviðræður, en Talíbanar hafna því að bara ábyrgð á árásinni.

Sonur Bandaríkjaforseta smitaður af veirunni

Donald Trump yngri, sonur og nafni Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af kórónuveirunni í byrjun síðustu viku. Talsmaður hans segir að hann sé einkennalaus en að hann sé nú í einangrun í veiðikofa sínum.

Biðla til stjórn­valda að semja um vopna­hlé

Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur.

Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag

Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings.

Mega gefa heilabiluðum sljóvgandi án samþykkis fyrir dánaraðstoð

Reglum hefur verið breytt í Hollandi þannig að læknir má nú, án samþykkis, gefa sjúklingi sljóvgandi lyf áður en hann gefur honum lyf sem binda enda á líf sjúklingsins. Þetta ákvað nefnd sem fjallar um dánaraðstoð í kjölfar dóms þar sem læknir var sýknaður einmitt af þessum gjörningi.

Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“

Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði.

Enn deilt um fjárlög og aðgerðapakka Evrópusambandsins

Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segðst búast við sátt á endanum.

Greiðslur til Ivönku Trump til rannsóknar í New York

Skattaafskriftir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, eru nú viðfangsefni tveggja rannsókna í New York. Rannsóknirnar beinast meðal annars að ráðgjafargreiðslum sem virðast hafa runnið til Ivönku Trump, dóttur forsetans.

Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið

Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Ætla að loka Arecibo vegna hættu

Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum.

„Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna

Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni.

Írar fylgja í fótspor Dana

Landbúnaðarráðherra Írlands hefur tilkynnt eigendum minkabúa í landinu að öllum minkum verði lógað til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

BBC ritskoðar vinsælt en óheflað jólalag

Yfirmenn bresku útvarpstöðvarinnar BBC Radio 1 hafa tekið ákvörðun um að ritskoðuð útgáfa eins vinsælasta jólalags Bretlands fari í loftið þessi jólin á útvarpsstöðinni.

Hrókeringar í dönsku ríkis­stjórninni

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur kynnt breytingar á ríkisstjórn sinni eftir afsögn ráðherrans Mogens Jensen vegna minkamálsins svokallaða.

Höfðar mál vegna dauða Glee-stjörnunnar Naya Rivera

Fyrrverandi eiginmaður Glee-stjörnunnar Naya Rivera hefur fyrir hönd dánarbús hennar stefnt yfirvöldum og stjórnendum Piruvatns, norðvestur af Los Angeles í Kaliforníu, vegna dauða Rivera í júlí síðastliðinn.

Himinlifandi með niðurstöður tilrauna

Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun.

900 starfsmenn Mayo Clinic smitast á tveimur vikum

Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahús Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana.

Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn

Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufræði er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum upp losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerð á honum gaf annar og mikilvægari vír sig.

Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi

Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi.

Leystu upp mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín

Lögreglumenn í óeirðarbúningum beittu háþrýstisdælum til þess að dreifa mótmælendum gegn sóttvarnaaðgerðum í Berlín í dag. Mótmælendurnir hunsuðu fyrirmæli um að þeir notuðu grímur og pössuðu upp á fjarlægðarmörk sín á milli.

Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum.

Sjá næstu 50 fréttir