Fleiri fréttir

Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma

Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft.

Hert á takmörkunum víða um Evrópu

Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 

Rússar segja ásakanir Norðmanna „alvarlega ögrun“

Sendiráð Rússlands í Noregi sagði ásakanir norskra stjórnvalda um að Rússar hafi staðið að tölvuárás á norska þingið í sumar „alvarlega og vísvitandi ögrun“ sem muni skaða samskipti ríkjanna. Norski utanríkisráðherrann segir vísbendingar um aðild rússneskra stjórnvalda að innbrotinu.

Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum

Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar.

Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof

Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi.

Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði.

Bólu­setningin verður Norð­mönnum að kostnaðar­lausu

Heilbrigðisráðherra Noregs segir að það verði Norðmönnum að kostnaðarlausu að bólusetja sig gegn kórónuveirunni þegar þar að kemur. Reikningurinn falli á norska ríkið, ehn hann vonast til að hægt verði að hefja bólusetningar snemma á næsta ári.

Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi

Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst

Eldar í hlíðum Kilimanjaro

Fólk í grennd við fjallið Kilimanjaro vinnur nú að því að ráða niðurlögum gróðurelda sem geisa í hlíðum þessa hæsta fjalls Afríku.

Greindist tvisvar með Covid-19

Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær.

Facebook bannar efni sem afneitar helförinni

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana.

Evrópu­sam­bandið hyggst beita Rúss­land þvingunum

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalny, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda.

Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk

Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands.

Evrópuríki hyggja á hertari aðgerðir

Hertar samkomutakmarkanir verða kynntar víða um Evrópu á næstu dögum en kórónuveirufaraldurinn er í miklum uppgangi víðast hvar í álfunni.

Milgrom og Wilson fá Nóbelinn í hagfræði

Bandarísku hagfræðingarnir Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson deila með sér Nóbelsverðlaununum í Hagfræði árið 2020 en frá þessu var greint í morgun í Stokkhólmi.

Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út.

Þjóðverjar vilja beita Lukashenko þvingunum

Utanríkisráðherra Þjóðverja vill að Alexander Lukashenko forseti Hvíta Rússlands verði settur á lista yfir áhrifamenn þar í landi sem beittir eru viðskiptaþvingunum.

Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni

Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans.

Trump segist ónæmur og hvergi banginn

Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann sé ónæmur gagnvart Covid-19 eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði.

Læknir for­setans segir hann ekki smita lengur

Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur gefið út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni.

Þurfa að koma með eigin penna til að kjósa

Litháar ganga til þingkosninga á morgun í kosningum sem litið er á sem mælikvarða á það hvort íbúar landsins séu ánægðir með aðgerðir ríkisstjórnar Saulius Skvernelis forsætisráðherra gegn kórónuveirufaraldrinum eða ekki.

Sjá næstu 50 fréttir